Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 42
42 DESEMBER 2015 Kennarar eiga að mennta nem- endur til ábyrgðar. Það er hluti af því að vera þroskuð manneskja að bera ábyrgð; sá sem sífellt skýtur sér undan ábyrgð er vanþroskaður og ekki fullorðinn í fullri merkingu. Að mennta nemendur til ábyrgðar er einnig hagur kennara því það hjálpar þeim að ná öðrum markmiðum sínum, s.s. faglegri hæfni. Sömuleiðis er það hluti af siðferðislegri menntun nemenda að þeir gangi út frá gagnkvæmni í samskiptum. Sá sem væntir einhliða samskipta rekst illa siðferðislega í samfélaginu, annað hvort er hann óþolandi eigingjarn eða undirgefinn og án gagn- kvæmni getur hann ekki átt í upplýstum samskiptum. Ábyrgð vex með aldri Ábyrgð og gagnkvæmni eru hvunndagsleg siðferðisleg fyrirbæri. Þau tengjast bæði siðferðislegri afstöðu og siðferðislegum tilfinningum. Ábyrgð felur í sér skyldur og fólk upplifir tilfinninguna ábyrgðarkennd. Gagnkvæmni innifelur ýmis konar hug- myndir um tengsl og fjölbreyttar tilfinn- ingar, s.s. hollustu og þakklæti og vantraust og hefnigirni. Ábyrgð ræðst meðal annars af aldri, getu og hlutverkum: Ábyrgð vex með aldri, því aukinni getu fylgir að jafnaði aukin ábyrgð og hlutverk skilgreina ábyrgð. Að jafnaði bera nemendur minni ábyrgð en kennarar, þeir hafa minni faglega getu en kennarar og hlutverk kennara og nemenda eru ólík. Þetta er eðlilegt en getur haft óheppilegar afleiðingar. Þegar fást á við sameiginleg verkefni þarf að útdeila ábyrgð. Þá er hætt við að þeir sem auðveldast eiga með að taka ábyrgðina fái meiri ábyrgð en þeir ættu að hafa. Sér- staklega gildir þetta ef það verður einhvers konar ábyrgðarbrestur og það þarf að bregðast við af krafti. Þetta gildir bæði um þá sem útdeila ábyrgðinni og þá sem taka hana að sér. Það er að sumu leyti auðveldara fyrir skólana að stýra kennurum heldur en nemendum. Það getur líka verið auðveldara fyrir kennarana að taka að sér ábyrgðina heldur en að reyna að koma henni á nemendur. Ef kennarar taka sjálfir að sér ábyrgðina hafa þeir meiri stjórn á aðstæðum og þeir eru líklegri til ná lúkningu á þeim verkefnum sem þeir taka að sér. Þægindi og samviskusemi við önnur markmið, s.s. faglega hæfni, geta leitt til vanrækslu á menntun til ábyrgðar. Það að nemendur eru að læra setur þá í skrýtna stöðu gagnvart ábyrgð. Til þess að læra að taka ábyrgð ættu þeir alltaf að taka ábyrgð á mörkum þess sem þeir ráða við. Ef þeir taka bara þá ábyrgð sem þeir ráða auðveldlega við vaxa þeir ekki að ábyrgð; ef þeir fá meiri ábyrgð en þeir ráða við höndla þeir hana ekki. Það getur verið auðveldast og fyrirsjá- anlegast að láta nemendur fá þá ábyrgð sem þeir ráða auðveldlega við og það getur skilað góðum árangri þegar kemur að faglegum þáttum. Það er líka að sumu leyti auðveldara að gera kröfur um ábyrgð nemenda án tillits til getu þeirra til þess að ráða við hana, t.d. í samræmi við kröfur námsskrár, því það felst mikil fyrirhöfn í því að sýna næmni. Sé ábyrgð færð frá nemendum, hvort heldur vegna þess að ekki eru gerðar nægilegar kröfur um ábyrgð eða of miklar, getur það bitnað á tilfinningu þeirra fyrir gagnkvæmni. Þeir verða óvirkir og ýmist vænta þjónustu eða upplifa skólavistina sem afplánun. Annað sem dregur úr gagnkvæmri ábyrgð nemenda er að gagnkvæmni getur skort í hlutverk hans. Nemandinn er að læra fyrir sjálfan sig en ekki aðra. Það getur því virst augljóst að hann hafi sjálfdæmi um það hvort hann ræki hagsmuni sína. Það verður þá geðþóttavald hans hvort hann sinnir náminu. Hugsunarhátturinn um námið verður sjálfhverfur. Kennarinn afsalar sér ábyrgð Ef hlutverk nemandans felur hins vegar í sér ábyrgð gagnvart honum sjálfum er námið ekki einfaldlega einstaklingshagsmunir sem hann rækir eftir geðþótta heldur siðferðisleg skylda. Hann er ekki einangraður heldur hluti af siðferðislegu samfélagi. Sömuleiðis ætti hlutverk nemandans að innifela ábyrgð um að misfara ekki með þau gæði sem samfélagið færir honum með því að veita honum menntun. Í staðinn fyrir aðgang að gæðum kemur ábyrgð á að sinna námi. Menntun til gagnkvæmrar ábyrgðar er ekki auðveld. Hún krefst þess að kennarinn afsali sér ábyrgð með ábyrgum hætti. Kennarinn verður að fela nemendum ábyrgð af næmni fyrir því hvað þeir ráða við og hafi þolgæði gagnvart þeirri óvissu sem það framsal skapar. Til þess að það gangi eftir þurfa skólarnir og yfirvöld menntamála að styðja kennara og veita þeim frelsi. Það væri ábyrg menntastefna. MENNTUN TIL GAGN­ KVÆMRAR ÁBYRGÐAR Ægir Karl Ægisson formaður Siðaráðs KÍ. • að neme ndur fái notið b estu mögulegra r menntuna r. Markmið MENNTAMÁLASTOFNUN ER STJÓRNSÝSLUSTOFNUN SEM SINNIR VERKEFNUM Á SVIÐI MENNTAMÁLA. • að stuðla að auknum gæðum og framförum í menntun á Íslandi og til þess nýtir stofnunin bestu fáanlegu gögn og þekkingu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Hlutverk mms.is Námsefnisútgáfa Fagráð eineltismála Innritun í framhaldsskóla Þjóðarsáttmáli um læsi Samræmd könnunarpróf Aðgangspróf fyrir háskóla Ytra mat á öllum skólastigum Innritun fatlaðra á starfsbrautir Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar Vottun á námskrám framhaldsfræðslu Matsnefnd um leyfisbréf fyrir öll skólastig Upplýsingamiðlun um menntamál í Evrópu Undanþágunefnd grunn- og framhaldsskóla Staðfesting námsbrautalýsinga framhaldsskóla Viðurkenning einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi Meðal verkefna: N án ar i u pp lý sin ga r

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.