Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 86

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 86
86 87 Á þriðja fundi nefndarinnar, 20. mars 2012, lá eitt mál fyrir, sem var fyrirhuguð könnun jafnréttisnefndar um kynjaskiptingu í hinum ýmsu störfum, launuðum og ólaunuðum, á vegum 272 sókna þjóðkirkjunnar. Sr. Sigurður Ægisson lagði fram drög að slíku verki og voru þau rædd. Ákveðið var að bæta við nokkrum spurningum og fá jafnframt ráðleggingar hjá Ingibjörgu Elíasdóttur, lögfræðingi á Jafnréttisstofu á Akureyri, um ýmis mál þar að lútandi, m.a. varðandi upplýsingar um launakjör og upplýst samþykki. Sunna Dóra Möller lagði til hliðsjónar fram óformlega samantekt á stöðu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Vegna bágrar fjárhagsstöðu jafnréttisnefndar þótti réttast að senda könnunina sem PDF-skjal í tölvupósti á prófasta landsins og biðja þá um að koma henni til formanna sóknarnefnda. Frestur til að skila henni útfylltri var gefinn til 15. maí 2012. Fram kom sú spurning hver ætti að vinna úr niðurstöðum er þar að kæmi og var samþykkt að leita aðstoðar Jafnréttisstofu í því sambandi. Var sr. Sigurði Ægissyni og Ólafi Ólafssyni, héraðsdómara, falið að ræða við Kristínu Ástgeirsdóttur um það og að kynna þar endanlega útgáfu könnunarinnar, áður en hún yrði sett í loftið, til að tryggja að allt væri eins og það ætti að vera. Jafnframt skyldu formaður og ritari skrifa undir bréf til prófastanna, þar sem aðdragandinn var rakinn, málið kynnt og vitnað í Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Umrædd könnun jafnréttisnefndar var svo send út 15. apríl 2012 - eftir að ritari og Ólafur Ólafsson höfðu fundað 26. mars með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu á Akureyri, og áðurnefndum Tryggva Hallgrímssyni, - og prófastar þar beðnir um að kalla inn svör fyrir 15. maí og senda ritara nefndarinnar í ábyrgðarpósti. Þegar frestur var útrunninn höfðu einungis borist svör frá tveimur sóknum. Formaður ákvað því að fresta fyrirhuguðum fundi, sem vera átti 29. maí, og lagði til að ritari sendi tölvubréf til prófasta og bæði þá um að ýta á formenn sóknarnefnda. Þetta var gert 3. júní síðastliðinn. Í kjölfarið bárust svör frá fimm í viðbót. En svarhlutfall var þó ekki nema 2,57%. Eftir miklar umræður á fjórða fundi nefndarinnar, 18. september, þar sem m.a. barst í tal hvort nefndin ætti ekki hreinlega að segja af sér, vegna stöðunnar sem upp væri komin, var ákveðið að bíða um sinn og láta ljósrita könnunina og senda í bréfpósti á prófasta, ásamt með umslögum, og biðja þá um að koma þessu til sóknarnefndarformanna öðru sinni. Þótti rétt að prófa þessa leið vegna þess, að a.m.k. einn prófasta landsins hafði haft á því orð, að hann hefði ekki getað sent könnuna út til sóknarnefndarformanna í fyrri atrennu, því hann hefði ekki haft neina ljósritunarvél til afnota. Könnunin fór því út öðru sinni 26. september. Jafnframt var á þessum fjórða fundi nefndarinnar ákveðið að biðja starfsfólk Biskupsstofu um að gera úttekt á kynjahlutföllum í nefndum og ráðum kirkjunnar og senda jafnréttisnefndinni. Hefur það verið gert en engin svör borist. Rætt um um starfið framundan, hvað það ætti að vera, en skipunartími nefndarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.