Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 57

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 57
57 6 1. Þjónusta. Grundvallaratriði er að staðsetning prestsembættis og þar með ákvörðun um skrifstofu prestakallsins og heimilisfesti prests á hverjum tíma byggi á því að þjónusta prestsins sé aðgengileg sem flestum íbúum prestakallsins. Á þessum grundvelli hefur þróunin verið síðustu áratugi og jafnvel lengur aftur í tímann og þannig lagað sig að búsetubreytingum í landinu. Þannig hefur aðsetur presta mjög oft verið fært af jörð og inn í þéttbýli. Fjárhagsleg rök geta einnig haft áhrif á mat á þessu t.d. ef mikill kostnaður er samfara því að eiga, viðhalda og búa á prestssetursjörð. Hér kemur einnig til álita og mats skipan prestakalla, en starfshópnum var ekki ætlað að fjalla um það mál sérstaklega. 2. Söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök. Flestar þeirra prestssetursjarða sem enn gegna því hlutverki eru miklir sögustaðir bæði í sögu kirkju og þjóðar. Starfræksla þeirra sem prestssetra er því í mörgum tilvikum hluti af varðveislu menningar- verðmæta, sögunnar og ásýnd kirkjunnar. Í skýrslu prestssetranefndar frá 1965 , en hún er fylgiskjal með þessari skýrslu, er farið yfir prestssetursjarðir á öllu landinu á grundvelli tiltekinna sjónarmiða sem um margt eiga við í dag þrátt fyrir breyttar aðstæður. Prestaköll þar sem prestssetursjarðir í eigu þjóðkirkjunnar (kirkjumálasjóðs) eru til staðar eru 25 talsins miðað við 1. október 20141. Þjóðkirkjan tók við umsýslu prestssetranna með lögum frá Alþingi um stofnun Prestssetrasjóðs árið 1994. Þá hófst á vegum kirkjunnar gagnger endurskipulagning á umsýslu prestssetranna, sem m.a. birtist í sérstökum haldsbréfum. Þau eru ígildi samnings milli kirkjustjórnarinnar og prestsins um búsetu og forræði staðarins, þar sem m.a. er kveðið á um afgjald sem presturinn greiðir og tekur það mið af sambærilegum ábúðarsamningum eða húsaleigusamningum eftir því sem við á. Fyrirkomulag ákvæða haldsbréfs hefur tekið breytingum gegnum árin, en sérstakar starfsreglur hafa gilt um það . Árið 2008 var sett sérstakt ákvæði um hámarksleigu sem er nú er kr. 82.322 þús. á mánuði. Prestur fer með forsjá og ábyrgð jarðarinnar og nýtir til þess m.a. tekjur sem jörðin gefur af sér skv. starfsreglum. Árið 2010 var svofelld regla tekin upp í starfsreglum um prestssetur: „Prestur nýtur arðs af hreinum hlunnindatekjum prestsseturs, s.s. tekjum af veiði og leigu, sem ekki eru talin krefjast sérstaks vinnuframlags hans allt að kr. 600.000 á ári. Ef slíkar hlunnindatekjur prestsseturs eru meiri skulu umframtekjur af þeim, allt að kr. 600.000 renna óskiptar í kirkjumálasjóð. Nemi slíkar heildar hlunnindatekjur af prestssetri hærri upphæð en kr. 1.200.000 á ári skal helmingur þeirra umframtekna renna til prestsins og helmingur til kirkjumálasjóðs. Þessi sérstöku hlunnindi skulu tilgreind nákvæmlega í haldsbréfi og skal getið um takmörkun arðgreiðslu í auglýsingu um embætti. Fjárhæð þessi tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs frá gildistöku þessara starfsreglna.“ Svipuð regla hafði gilt frá 1. janúar 2008 og hrint í framkvæmd gagnvart prestum sem taka við embætti eftir að þær öðluðust gildi. Afnota- og umráðaréttur presta gagnvart prestssetursjörðum 1 Fyrir liggur að Staðarhóll á Hvanneyri mun leggjast af sem prestssetursjörð við starfslok núverandi sóknarprests. Hið sama á við um Skeggjastaði, Austurlandsprófastsdæmi, en núverandi sóknarprestur fékk leyfi til að búa áfram á Skeggjastöðum eftir að ákveðið var að prestssetur Langanesprestakalls skyldi vera á Þórshöfn. Ekki liggur fyrir hver framtíð Reynivalla, Kjalarnesprófastsdæmi verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.