Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 20
18 FELAGSBREF grein fyrir þýðingu þessara eigna, liefur flestum betur haft vit á, liverjar eignir voru í raun og veru mikils virði á íslandi. Á þe8sum árum var tímabil liinna miklu ríkisframkvæmda eða annarra opinberra aðila ekki haf- ið. Þá voru það einkafélög, sem hvarvetna um heim réðust í þær framkvæmdir, sem Einar Bene- diktsson liafði í hnga. Einar taldi þó, að um margt af því, sem hér þyrfti að gera, svo sem fjáröflun til eflingar landbúnaði, yrði „þ jóðarvaldið“, sem hann svo kallaði, að hafa forystu ásamt fé- lagssamtökum innanlands og segir herum orðum, að hér liafi allt of lengi „verið talað hátt um öll fé- lagsfyrirtæki sem „fjárglæfra“. Samtímis, þ. e. 1914, segir hann „að stórfossaiðnaðurinn er svo liættnsamt fyrirtæki, að þjóðin mun ekki fara fram hjá tryggum gróðaleiðum til þess að leggja út í hann“. En einmitt að þessu verk- efni ásamt tilraunum til að koma liér upp stórverzlun og hafnargerð og síðar námurekstri, gaf Einar sig um langt árabil, og voru ráða- gerðir hans um virkjun fossafls- ins langveigamestar, enda þær, sem hann lagði sig mest fram um. Þegar í aldamótakvæði sínu tók hann svo til orða: Fram! Temdu fossins gamm, framfara öld! Nokkrnm árum síðar kveður hann enn skýrar að orði í kvæð- inu um Dettifoss: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. — Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og Ijósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. — Fyrsta stórátak Einars í verk- legum framkvæmdum var, þegar liann reyndi að koma á loftskeyta- sambandi milli íslands og annarra landa. Sú ráðagerð komst svo langt, að Marconi-félagið setti upp móttökustöð hér í Reykjavík, svo að hægt var á þann veg að taka við skeytum erlendis frá. Ein- ar taldi, að síminn væri úrelt fyrir- bæri og loftskeytin komin í hans stað, a. m. k. um slíkar fjarlægðir og eru á milli íslands og annarra landa. Eins og kunnugt er, varð annað ofan á og hafa um fá mál orðið harðari átök liér á landi. Um þau skal ekki sagt annað en það, að rökstyðja má, að hugmynd Einars liafi verið rétt, og er með því á engan veginn gert lítið úr því stórvirki, sem lagning símans var á sínum tíma. Endalok þessarar tilraunar hafa vafalaust styrkt skoðun Einars, að liér væri hans sjálfs hönd liollust. Enda lagði Einar ekki árar í bát,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.