Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 21
FELAGSBREF 19 lieldur sýndi öllum öSrum betur í verkinu trú sína á auðlegð ís- lauds og nauðsyn hagnýtingar liennar þjóðinni allri til heilla. Skoðun Einars var sú, sem hann laafði sett fram 1898: Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa og markið eitt hjá manni og þjóð, hvern minnsta kraft að æfa. Þetta var ekki merki eigingimi Einars, heldur ríkjandi þjóðfé- Iagsskoðun þá og eru raunar enn margir, sem telja, að þá vegni þjóðunum bezt, þegar þessi kenn- ing er höfð í heiðri. Hvað sem um ])að er, þá er víst, að Einar lagði á þá leið, sem á þeim áram var nær ein farin í þessum efnum. Hann sýndi trú sína, eins og ég sagði, í verkinu með því að hverfa frá góðum tekjumöguleikum á ís- landi og setjast að erlendis til þess að reyna að afla þar fjár til þeirra stórframkvæmda, sem hann taldi þjóðinni lífsnauðsynlegar. Sannast að segja liafa ekki aðrir íslendingar í svipuðum sporum og Einar var þá liafizt rækilegar handa eða með meiri röskun á eigin högum til að koma máli sínu fram. Skorti og ekki vantrúna Iijá ýmsum, þegar Einar hóf til- raun sína, og eftir á hefur atferli Einars í þessum málum verið talið ævintýri líkast. Einar hafði þá þegar ráð á miklum eignum eftir því sem á íslandi gerist. Hann taldi sig vita, hvernig þær ætti að hagnýta, svo að sjálfum honum og þjóðinni allri yrði að gagni. Það mistókst að vísu, en þó hygg ég, að þar hafi ekki munað nema hársbreidd, a. m. k. um virkjun fossanna í Þjórsá. Sekur er sá einn, sem tapar, eins og Einar sjálfur sagði á æskudögum. Sú ráðagerð. sem mistekst, kann þó oft að vera eins vel undirbúin og á jafnmiklu viti byggð, eins og hin, sem heppnast. Menn verða stundum fyrir minni óhöppum en heimsstyrjöld, sem raskar flestu, sem áður hafði verið byggt á í ráðagerðum. Um Einar Benediktsson er eng- inn vafi, að hugurinn bar liann oft hálfa leið og stundum e. t. v. nokkuð úr leið. Yið bar, að hami gaf hæpnar lýsingar á staðháttum hér, án þess að segja beinlínis rangt frá, eins og þegar hann taldi það skipta máli um hafnargerð í Skerjafirði samanborið við Reykjavík, að hin fyrrnefnda væri nær Englandi og meginland- inu. Eins hefur hann einkum á seinni árum áreiðanlega notað meira en skyldi yfirburði sína og andríki til að fá menn til að ráð- stafa fé sínu með öðru móti en þeir höfðu ætlað. En án hugar- flugs verður skammt komizt í stórum framkvæmdum. Og enn er það svo, að liálfri öld eftir að Ein- ar Benediktsson hóf fyrir alvöru L

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.