Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 50

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 50
48 FELAGSBREF greina frá uppvexti sínum á æskustöðv- ununi, en leið þeirra flestra liggur til höfuðstaðarins þegar á unga aldri, og þar hefir vettvangur ævistarfs þeirra verið. Eg geri ráð fyrir, að flestum, sem að- eins hafa kynnzt Reykjavík síðustu ára og áratuga, þyki ekki ófróðlegt að skyggnast í ævisagnaágrip og minningar þessa fólks, sem inan bæinn bezt á þeim árum, þegar hann var að breytast úr sjávarþorpi í nýtízku borg, og sent lagði þar hönd að verki, liver á sínu sviði. Slík ævisagnasöfn geta oft verið bæði skemmtileg og girnileg til fróðleiks, en þau geta einnig stundum orðið þreyt- andi skýrslugerð og upptalning þurra staðreynda. Hér reynir því allmikið á hæfni skrásetjandans, í fyrsta lagi liæfni hans til að velja sögumann og í öðru lagi að ná fram því, sem gildi má telja í. Þegar ég lít yfir þetta safn V.S.V. í heild, virðist mér, að honum liafi yfir- leitt tekizt vel bæði um val söguntanna og að draga það fram, sem ætla ntá, að þeir hafi einkum lumað á frásagnar- verðu, en slikt verður eðlilega alltaf matsatriði, því að sínum augum lítur hver á silfrið. Þættirnir eru flestir þokka- legir, nokkrir góðir innan urn, einstaka hefði betur verið sleppt, en um slíkt þýðir ekki að sakast. Höfundur byrjar jafnan hvern þátt með inngangi frá sjálfum sér, sem á víst að vera nokkurs konar kynning á þeim, er þátturinn fjallar um, eða umhverfi ltans. Að inínum dómi hefði höfundur betur haft þessi inngangsorð færri eða lielzt sleppt þeint alveg í flestum tilfellum. Vangaveltur, stundum í væmnum prédik- unartón, eiga þarna ekki heirna, einnig finnst mér sumar kaflafyrirsagnir orka tvímælis, sögumanni stundum gerður vafasamur greiði nteð' þeitn, heppilegra að liafa aðeins nafn sögumanns og láta lesendur unt að dæma án þess að skrá- setjari setji þar á nokkurt „mottó“. í þessu síðasta bindi eru átta ævi- sagnaþættir. Af þeint finnast mér beztir „Ekkert beygjumenni" eftir Jónas frá Grjótheimi og „Svipmót vinnunnar" eftir Guðniund Bjarnason. Fleiri eru sæmi- legir, t. d. „Draumurinn um heiminn“ eftir Grím Þorkelsson, sem ég lield þó, að liægt hefði verið að gera mun meira úr. Ég tel vel fallið af Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni að láta liér staðar numið með þetta safn. Honum hefir tekizt að sigla með fulluin seglum til loka, en alltaf er nokkur hætta með safn sem þetta, að farið sé að slaka á gæðakröfinn, ef lengi er haldið áfram. Hér er ekki um neitt stórverk að ræða, en margt er þar að finna, sem fengur er að, og var því betur af stað farið en lieiina setið. Baldur Jónsson. LEIÐRÉTTINGAR I ljóði Stefáns Har'Sar Grímssonar á bls. 11 í síðasta liefti Félagsbréfa Iiefur í 8. línu fallið niður i í enda orðs: sá hét Vafi, — les: sá héti Vafi. Í stökuin SigurSar Jónssonar frá Brún á bls. 44 í sarna hefti er villa í 2. ljóðlínu: oft ég þráSi, — les: oft og þráSi. í næst síðustu Ijóðlínu í sömu stökum er ofaukið konnnu milli orðanna hauSur og liraun. FÉLAGSBRÉF - Áskriftarv. kr. 75,00. VerS í lausas. kr. 15,00 lieftiS. ísafoldarprentsm.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.