Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 24
20 FÉLAGSBRÉF hans var dáin og árin færðust yfir hann. En hann sökkti sér niður í sín fræðistörf, ferðaðist aftur í liðnar aldir og sótti höfðingja heim. Einnig naut hann þess, að hann átti valda vini, og þegar þá bar að garði, tók hann á móti þeim með þeirri rausn, sem honum var lagin. Hann fór jafnan að eigin lögum, kunni ekki við að láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann var fornbýll og átti jafnan ýmislegt kjarngott á kistubotninum. Þegar Háskóli Islands var stofnaður árið 1911, var Hannes sett- ur þar docent í íslandssögu, en af stjórnmálaástæðum fékk hann ekki veitingu fyrir stöðunni. Síðar var honum boðin sama staða, en þá vildi hann ekki þiggja. Sama árið réðst hann í þjónustu þjóð- skjalasafnsins og tók við forstöðu þeirrar stofnunar árið 1924 og hélt henni til dauðadags 1935. Við dr. Hannes vorum samstarfsmenn um nær 12 ára skeið, tveir einir við safnið. Illa var að því búið, svo sem oft hefur viljað við brenna. Fyrstu árin var Jón Magnússon ráðherra. Fyrir safnið gerði hann ekki neitt; hvorttveggja var, að af litlu var að miðla, og ekki bætti það um, að jafnan var í meira lagi fátt með þeim svilunum. Allt sumarið 1928 var ég einn við safnið. Það sumar dvaldi dr. Hannes í Kaupmannahöfn við skjalaheimtur á vegum ríkisstjórn- arinnar. Dönum þótti hann bæði ýtinn og viðsjáll, enda reyndist hann fengsæll að sama skapi. Um haustið kom hann heim með um 1000 bindi og böggla og 24 kassa með fornbréfum. Danir fengu aftur í skiptum 77 doðranta, sem álitið var að ættu frekar heima í Danmörku. Meðal þessara skjala, sem dr. Hannes endurheimti, voru ýms stórmerk og þörf rit, svo sem hálft manntalið 1801, sem á sínum tíma hafði orðið innlyksa í Danmörku og manntölin 1762 og 1703, en hið síðastnefnda er eitthvert hið elzta þjóðarmanntal, sem til er í veröldinni, og nú komið á prent. Hér er hvorki staður né stund til þess að gera grein fyrir öllum þeim ritum, sem dr. Hannes samdi og gaf út. Þáttur hans í hinu mesta ættfræðiriti, sem gefið hefur verið út á íslenzku, Sýslumanna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.