Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 6. maí 1982 VÍKUR-fréttir Frá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur Frá og með 1. maí n.k. verður sú breyting á ferðaáætlun okkar, að eftirgreind aukaferð á laugardagskvöldum fellur niður: Frá Sandgerði kl. 22. Frá Keflavík kl. 22.30. Frá Reykjavík kl. 24. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Húsbyggjendur, Suðurnesjum Tökum að okkur steypu og vélslípun á gólfum, heimkeyrslum og plönum. STEINSMÍÐI HF. Sími 2500 - 1753 milli kl. 15-16. Keflavík - Suðurnes Vil selja hlut eða hluti í byggingafyrirtæki mínu. Gott tækifæri fyrir smiði eða aðra sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Aiexander Jóhannesson Sími2336 Takið eftir 10 ára gagnfræðingar og landsprófsnemend- ur frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur (f. ’55). Hóf verður í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík 15. maí 1982 kl. 21. - Mætum öll! Byggingaverkfræðingur Ðyggingatæknifræðingur óskast til starfa sem fyrst. Æskilegt að við- komandi hafi nokkra starfsreynslu. Upplýs- ingar veitir Guðmundur Björnsson í síma 1035. VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA Hafnargötu 32 - Keflavík BJARTSÝNN .... framh. af 15. síðu núna uppi raddir um svokallað léttsalt (heilsusalt), en í matar- salti eru efni sem talin eru valda of háum blóðþrýstingi. En verk- smiðjan getur framleitt matar- salt sem inniheldur ekki pessi efni." Nú hafa fiskframleiðendur ekkl verlð á eltt sáttir um llt þann sem saltlð ykkar setur á flsklnn, flnnst hann verða of hvftur? ,,Það er einfalt mál að ráða þvi. Samsetning saltsins okkar getur líka verið þannig að litabrigðin verði þau sömu á fískinum og verið hafa á honum söltuðum úr salti frá Spáni." Ef vlð Iftum nú tll framtiðarinn- ar, hver er framtfð svona fyrir- tækis á fslandi? „Það má segja að framtíðin sé björt, því þessi verksmiðja getur verið fyrsti hlekkurinn í stórri efnaiðnaðarkerfi. Það hefur alltaf verið gengið út frá því í áætlunum, að þessi verksmiðja verði í beinni samkeppni við frjálsan markað og aldrei verið hugað að neins konar verndar- tollum. Þess má einnig geta, að þessi 8000 tonna verksmiöja er aðeins tilraunaverksmiðja. Hún getur aldrei orðiö samkeppnis- fær sem slik, en þegar 40 þús. tonna verksmiðjan verðurkomin í gang, þá á hún að skila hagn- aði. En sú stærð af verksmiðju er sú minnsta rekstrareining sem gæti staðið undir rekstri sínum. 40 þús. tonna verksmiðja gæti tekið til starfa 1984 ef leyfi væri gefið fyrir byggingu hennar nú. Ef við lítum enn lengra fram á veginn, þá nýtast tæki til fram- leiðslu svokallaðra aukaefna í 40 þús. tonna verksmiðju að fullu einnig í 80 þús. tonna verk- smiöju án þess að við sé bætt tækjum, nema til framleiðslu saltsins. Atvinna sem 40 þús. tonna verksmiðja veitir er handa 50-60 manns, auk þeirra sem fá vinnu í flutningum og þjónustu, sem alltaf fylgir svona starf- semi." Er fyrirsjáanlegt að Reykja- nessvæðið fullnægi hráefnlsþörf verksmlöju um alla framtfö? „Árið 1970vargerð áætlunum 240 þús. tonna verksmiöju. Voru henni ætlaöar 8 borholur. ( dag er ein borhola sem nýtt er og önnur verður gerö á þessu ári. Munu þær tvær geta annaö að fullu 40 þús. tonna verksmiðju. Ef skyndilega þyrfti að auka afköst svæðisins, þá tekur 6-8 vikur að gera borholu vinnslu- hæfa.1' Nú er ekki gert ráö fyrir raf- orkusölu I tekjum fyrirtækislns, en mun verksmiöjan geta fram- leltt raforku umfram þaö sem hún notar sjálf? „Já, það kemur verksmiðjunni til góða, að geta selt raforkuna." Hvaö er á döfinni á þessu ári? „Nú, það er nýlokiö við að slétta út verksmiðjusvæðið, bygging mötuneytis er iangt komin og framundan eru boranir kaldavatnsholu og gufuholu nr. 9. Siðan nýlögn frá borholu nr. 8 að verksmiðjustæði. Framleiðsla fínsalts, þ.á.m. léttsalts undirbú- in m.a. með stækkun tilrauna- verksmiðjuhúss. Síðan verður bygging saltpönnuhúss ca. 2000 ferm. að stærð. Umsvif félagsins á þessu ári verða ca. 35 milljónir króna. Eru þá þessar fram- kvæmdir meðtaldar." Nú var unnin skýrsla fyrir stjórnskipaöa nefnd um atvinnu- mál á Suöurnesjum, I mai 1981. Þar eru gerðar áætlanir um 9 fyrstu áfanga sjóefnavinnslu og ýmissa hllöargreina meö henni? „Þessi áætlun gerir ráöfyrirað verksmiðjan sé stækkuð stig af stigi og þá með hliðargreinum (þ.e. verksmiöjur sem vinna úr þeim efnum sem sjóefnaverk- smiðjan myndi framleiða, t.d. natríumklórati, magnesíum- vinnsla, ammoniakvetni o.m.fl.) Eftir 9 áfanga yrði saltverksmiðj- an orðin 240 þús tonna verk- smiðja. Stofnkostnaður við alla þessa áfanga er áætlaöur 3.600 milljónir króna. En söluverðmæti framleiðslusamsteypunnar yrði 1.729 milljónir á ári. öll hráefni myndi samsteypan leggja sér til sjálf, utan skeljasands og metanols, sem þarf til magnesí- umframleiðslu. Skeljasandinn höfum við hér í Faxaflóanum. Hafnir til útskipunar eru fyrir hendi. Jarðsjórinn er fyrir hendi. Ef svona samsteypa væri hér á Suðurnesjum myndi hún skapa 950 manns atvinnu. Síðan munu 2-3 þúsund manns að auki fá vinnu við þjónustu, flutninga o.fl. í dag þarf 200 ný atvinnutæki- færi á Suðurnesjum á ári. Þessi samsteypa gæti lagt okkur til öll atvinnutækifæri sem við þörfn- umst næstu 20 árin. Að lokum vil ég koma þvi að, að öll sú gagnrýni sem verið hefur á Sjóefnavinnsluna hf. að undanförnu, er fyrirtækinu og Suöurnesjum ekki til góðs. í stað þess að véfengja rekstrarafkomu og tilkomu þessararnýjungar, þá ættu Suðurnesjamenn að snúa bökum saman og tryggja sér at- vinnulegt öryggi í framtíðinni. Ég hef þaðátilfinningunni.aðgagn- rýnin sé tilkomin vegna þess að fólk hefur ekki kynnt sér málefni Sjóefnavinnslunnar hf. nægjan- lega vel.“ Við þökkum Finnboga fyrirvið- talið. Það sem kemur fram í þessu viðtali er aðeins brot af þeim fróðleik sem okkuráskotn- aðist. En þessi mál eru umsvifa- meiri en svo, að þeim verði gerð tæmandi skil í þessari grein. En ég undirritaður, hef aldrei verið sérstakur stuðningsmaður þess- arar verksmiðju, en eftir að hafa skoðað öll þau gögn sem fyrir liggja og þæráætlanirsem unnar hafa verið og séð hversu mikil undirbúningsvinna hefur verið lögö í málefni fyrirtækisins og varlega farið af stað, þá er ég sannfæröur um tilverurétt þess- ara framkvæmda. elli

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.