Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. janúar 1985 5 „Hvaða grein á að taka við af sjávarútvegi?“ - segir Einar Kristinsson, formaður Vinnuveitendafélags Suðurnesja Einar Kristinsson Einar Kristinsson í Sjö- stjörnunni er form. Vinnu- veitendafélags Suðurnesja. Við spurðum hann um ástand og horfur í atvinnu- málum. Einar minnti á að undan- farin ár hefði verið tíma- bundið atvinnuleysi í fisk- vinnslu um áramót. Hann taldi þó ástandið öllu verra nú en fyrr, vegna þess hve mörg fyrirtæki hefðu hætt rekstri á síðasta ári vegna rekstrarörðugleika. Grindvíkingar hefndu - unnu Reyni 59:56 Grindvíkingar unnu góð- an sigur á Reynismönnum í Njarðvík um sl. helgi. Loka- tölur urðu 59:56 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 33:29 fyrir UMFG. Grindvíkingar hefndu þarna fyrir fyrri leik liðanna þegar Reynismenn skor- uðu sigurkörfuna á síðustu sekúndum leiksins i Sand- gerði. ( þessum leik voru Grindvíkingar yfir allan tím- ann og unnu sanngjarnan sigur. - pket. Árni Lár. á fullri ferð. Ljónagryfjan: Handbolti í kvöld 3. deildarlið UMFN og 2. deildarlið HK leiða saman ,,hesta" sína í Ijónagryfj- unni í Njarðvík og hefst leik- urinn kl. 20. Er leikurinn lið- ur í Bikarkeppni HSÍ. Má eiga von á fjörugum leik þó svo HK-menn séu sigur- stranglegri, en þess má þó geta að fyrir 2 árum þegar HK var i 2. deild og Reynir Sandgerði í 3. deild, sigr- uðu þeir síðarnefndu ör- ugglega í viðureign liðanna í Sandgerði. Það sýnir okkur að allt getur gerst í handbolta. Njarðvíkingar og hand- boltaunnendur á Suður- nesjum eru hvattir til að mæta og hvetja sína menn. Það verður fjör. - pket. ÍBK - UMFG: Aftur - og nýbúnir „Heyrðu, karl minn, held- uröu að þú segir ekki frá leiknum okkar við Grinda- vík næsta sunnudag? Hann byrjar kl. 14 . . . “ Hvað segirðu ? Er þetta endurtekið efni hjá ykkur þarna í körfunni? „Ha, endurtekið hvað? Nei, nú er þaðdeildakeppn- in. ( síðustu viku var það bikarkeppnin. Reyndu svo að koma einhverjum hvatn- ingarorðum til fólksins. Þetta eru svo frábærir áhorfendur sem við eigum og gaman að hafa þá á pöll- unum. Bið að heilsa ..." Fyrir þá sem ekki vita (auðvitað veit það enginn) hver þetta var, þá var þetta hann Siggi Valgeirs, liðs- stjóri (BK í körfunni, að koma skilaboðum til blaða- manns (smá tilbreyting). pket. „Það hefur verið búið þannig að útvegi, að grein- in stendur ekki undir sér. Þetta er sú atvinnugrein sem þjóðfélagið byggiráog áður fyrr gátum við boðið laun í samræmi við það. Ef það er einhver önnur arein sem á að taka við af sjávarút vegi, þá hef ég ekki séð hana. Það veröur að skapa okkur eðlilegan rekstrar- grundvöll. Menn reyna að klóra í bakkann með því að láta togara sigla með óunn- inn afla, en þaðer hrikalegt að horfa upp á ónotuð fyrir- tæki, vélar og búnað, og fólk atvinnulaust, á meðan aflinn fer til samkeppnis- þjóðanna. Þetta er örþrifa- ráð. Sjálfsagt finnast engar patentlausnir á þessum Úrvalsdeild: Létt hjá UMFN Njarðvikingar halda áfram sigurgöngu sinni í úr- valsdeild körfuboltans. Um síðustu helgi sigruðu þeir (R á heimavelli sínum, Ijóna- gryfjunni, með 102 stigum gegn 73. Staðan í hálfleik var 60:32. Stigahæstu menn UMFN voru Valur með 21, (sak 17, Árni 16, Gunnar 13 og aðrir minna. - pket. vanda. Fjármál og þar með talin gengismál, hafa verið í ólestri. Okkur hefur verið gert skylt að framleiða gjaldeyri langt undir kostn- aðarverði, sem síðan hefur streymt í aðrar atvinnu- greinar á útsölu má segja. „Ég er sannfærður um það", sagði Einar að lokum, „að ef þjóðaratkvæði færi fram á morgun um það, hvort ekki bæri að leggja niður sjávarútveg, þá yrði þaö samþykkt. Fiskiðnað- urinn á sér enga forsvars- menn, þess vegna er svona komið fyrir okkur". - ehe. - bar OPIÐ: Fimmtudagakl. 19-23.30 Föstudaga kl. 19-01 Laugardaga kl. 19-01 Sunnudaga kl. 19-23.30 Raðhús - Grindavík Til sölu er raðhús í Grindavík, ca. 90 m2 og bílskúr. Upplýsingar veittar í síma 99-1129. Bridge-námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, hefjast næstu viku, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 2737. TÖKUM AÐ OKKUR: Árshátíðir - Þorrablót - Fermingarveislur Brúðkaupsveislur - Afmælisveislur - Kaffiveislur Erfidrykkjur - Fundi o.fl. Gerum föst verðtilboð, allt innifalið. Fjöldi gesta getur verið allt að 100 manns. ATH. Við erum farin að taka á móti pöntunum á mat fyrir fermingarveislur. Allar nánari upplýsingar í síma 4777 eða 1777.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.