Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. janúar 1985 11 Reykjanesbraut í Njarðvík: Lýsa verður upp hættulegasta vegarkafla landsins - „Svívirða hvernig á málum er haldið“ Hættulegasti vegarkafli landsins er talinn vera Reykjanesbrautin þar sem hún liggur í gegnum Njarð- víkur. Hluti þessa kafla er óupplýstur og hefur lltið sem ekkert verið gert í þeim málum þrátt fyrir áskoranir bæði til fjárveitinganefndar, Vegageröarinnar, þing- manna o.fl, bæði frá Njarð- víkurbæ, foreldra- og kenn- arafélögum o.fl. aðilum, þ.á.m. Víkur-fréttum. Engu að síður er hér eitt af þeim verkefnum sem þingmenn og aðrir verða að gera sér grein fyrir að er eitt brýnasta málið hér syðra sem snýr að vegafram- Þetta er ekki staóur fyrir gangandi vegfarendur vió núverandi aðstæóur. Bridge Aðalfundur Bridgefélags Suðurnesja var haldinn í Sam- komuhúsinu í Sandgerði, mánudaginn 7. jan. sl. Fundur- inn var þokkalega sóttur og bar ýmis mál á góma, sem þó verða ekki tíunduð hér. (upþhafi flutti formaður félagsins, Þorgeir Ver Halldórsson, skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár, og kom þar fram, að starfsemi félagsins á árinu var með mjög svo hefð- bundnu sniði og að því miður heföiorðið lítið úráformumum að auka fjölbreytni í starfsemi félagsins. Var þar tímaskorti kennt um eins og algengt er. Gjaldkeri félagsins, Haraldur Brynjólfsson, las upþ reikninga félagsins, og kom þar fram að fjárhagsafkoma var allgóð á síðasta ári. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins hlutu ein- róma samþykki fundarmanna. Að þessu loknu fór fram stjórnarkjör og kom fram í upp- hafi, að hluti fráfarandi stjórnar gæfi ekki kost á sér áfram. Stjó Stjórnarkjör fór á þann veg, að formaöurvarendurkjörinn Þor- geir Ver Halldórsson, og með honum voru endurkjörnir þeir Gísli R. (sleifsson og Stefán F. Jónsson. Nýir í stjórn voru kosnir þeir Hafsteinn ög- mundsson og Arnar Arngríms- son. Úr stjórn gengu Haraldur Brynjólfsson og Jóhannes Ell- ertsson. Voru þeim færðar þakkir fyrir störf i þágu félags- ins. I varastjórn voru kosnir Einar Jónsson, Heimir Hjartar- son og Þórður Kristjánsson. Fulltrúi félagsins í stjórn Bridge sambands Reykjanesumdæm- is (BRÚ) var endurkosinn Gísli R. (sleifsson, sem reyndar er Bridge N S: A K 2 H: 3 2 T: A 10 9 6 5 4 L: 3 2 S 9 8 7 6 5 S: G 10 H: A 5 T: 2 L: A 6 5 Suöur spilar 6S. Útspil vest- urs er Sp. D. núverandi formaður sam- bandsins. Að aöalfundi loknum var tekiö í spil og spilaður 9 para tvimenningur! Peningaverð- laun voru i boði fyrir 1. og 2. sæti og lauk þeirri viðureign með sigri Stefáns Jónssonar og Þórðar Kristjánssonar. ( 2. sæti uröu Gísli (sleifsson og Þorgeir Halldórsson. Má með sanni segja að stjórnin hafi komið vel út úr þeirri viðureign og er vonandi að hún verði eins sigursæl í starfi og í leik. Starfsemi félagsins það sem eftir er vetrar er í stórum drátt- um á þessa leið: Mánudaginn 14. jan. hófst meistaramótið í tvímenningi með þátttöku 26 para. Að því loknu fer fram meistaramótið í sveitakeppni og síðast verður svokallaður Vortvímenningur. Gera má ráð fyrir að leikin verði bæjakeppni við Selfoss nú á næstunni, en það er árviss viðburður. Ifebrú- ar sl. sóttu Selfyssingar Suður- nesjamenn heim og sigruðu gestirnir naumlega, enda sjálf- sögð kurteisi af hálfu gest- gjafa. Keppt var í fyrsta skipti um farandbikar, er Keflavíkur- bær gaf til keppninnar. Áður höfðu Suðurnesjamenn unnið til eignar bikar, erfyrrvar keppt um og gefinn var af Bridgefé- lagi Suðurnesja. Eitt er það framtak sem vert er að minnst sé á, en það er bridgekennsla, sem Einar Jónsson hefur séð um að öllu leyti, og á hann heiður skilið fyrir það. Haldin hafa verið nokkur námskeið undanfarin ár og þátttaka veriö allgóð. ( haust hélt Einar tvö námskeið fyrir byrjendur, eitt almennt og annað fyrir starfsmenn á fjöl- mennum vinnustað, er félög starfsmanna stóðu að. Mættu fleiri starfsmannafélög taka uþp þessa nýbreytni, þar sem bridge er víða spilaö á vinnu- stöðum, en kunnáttu þátttak- enda er oft áþótavant. Einar hyggst halda áfram á sömu braut og hefjast væntanlega byrjenda- og framhaldsnám- skeið í næstu viku, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjaldi er mjög í hóf stillt, Er allt áhuga- fólk um bridge hvatt til að not- færa sér þetta tækifæri. A6 lokum er skorað á alla brldgespllara á Suöurnesjum að taka þátt í starfsemi félags- ins. Sþilað er í Samkomuhús- inu í Sandgerði hvert mánu- dagskvöld og hefst spila- mennska kl. 20. - Þ.K. kvæmdum. Eru sumir stór- orðir ( garð Vegagerðar- innar og fjárveitingavalds- ins og hafði einn viðmæl- andi blaðsins þau orð um þetta, „að það væri sví- virða hvernig á þessum mál- um væri haldið". Hvað sem stórum orðum líður, fer ekki á milli mála að opinberir aðilar verða að gripa hér inn íogkomaíveg fyrir fleiri slys á þessum kafla, því að eins og málin eru í dag er það ekki óal- gengt að allt í einu komi fram í Ijósgeisla bifreiðar- innar gangandi maður, og má furðu sæta hvað oft tekst að koma í veg fyrir stórslys þarna. Er mikið um að fótgangandi séu á braut- inni, bæði úr Innri-Njarðvík sem og viðskiptavinir Hag- kaups. - epj. Aðalfundur Þingeyinga á Suðurnesjum verður haldinn í Framsóknarhúsinu, sunnudaginn 20. jan. kl. 14.30. Venjuleg aðalfundarstörf. - Kaffiveitingar. Stjórnin FUNDARBOÐ Aðalfundur Stálfélagsins hf. verður hald- inn fimmtudaginn 24. janúar 1985 á Hótel Esju og hefst ki. 18.30. Dagskrá samkvæmt 17. gr. samþykkta fé- lagsins. Lagabreytingar. Til þessa fundar er boðað ístað aðalfundar sem halda átti 18. desember 1984 og ekki varð lögmætur vegna ónógrar fundar- sóknar. Reykjavík, 7. janúar 1985. Stjórnin TRÉ-J Húsbyggjendur, Suðurnesjum ALLT í EINUM PAKKA Milliveggi, stoðir, veggplötur, loftlista og einangrun Loftplötur undir málningu. Viðarþiljur í loft, fjölbreytt úrval. Spónlagðar veggklæðningar með eða án millilista. TRE-X TRE-Í AXIS Panell, greni og parana pine (Brasilíu-fura) Sólbekki, massíva úr brenni og eik, eða plastlagða að vali kaupenda. Bitaloft, fjölbreyttir möguleikar á loftbitum og klæðningu. Fataskápar í fjölbreyttu úrvali. ^SBDRKURvr Útihurðir, vandaðar, úrtekki, mahognyog Oregon pine ^^TRÉSMÍOJA Parket og ýmislegt fleira til húsbygginga. VIÐ BJÓÐUM VIÐ BJÓÐUM m —— m — s l ^ TRÉ ^ V húsbyggjendum faglega ráðgjöf við skipulagn- ingu á innréttingum og loftum. húsbyggjendum vandaða vöru á hagstæðu verði með greiðslukjörum sem henta öllum. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. löavöllum 6 - Keflavik - Simi 3320 Opiö frá kl. 8-17 alla virka daga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.