Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. janúar 1985 7 Brunavarnir Suðurnesja: 16 brunaútköli á sl. ári - þar af 4 þar sem mikið eignatjón varð Verkamannabústaðirnir í Grindavík: Hafa verktakarnir fengið einhvern frest? Á síöasta ári var slökkvi- lið Brunavarna Suöurnesja kvatt út 16 sinnum meö allt liðið, 9 sinnum þar sem fáir menn komu til, og 11 sinn- um til dælinga auk vakta, s.s vegna landsmótsins og í ör- yggisskyni. Af þessum 16 útköllum voru samæfingar á vegum Almannavarna tvisvar sinn- um, en annars skiptast út- köllin þannig, aö 6 voru í íbúðarhús, 3 í iönaðarhús, jafnmörg í gömul hús og einu sinni var kallað út vegna elds í báti og jafnoft vegna bíls. Stærstu brunarnir voru að Þórustöðum á Vatns- leysuströnd, Trésmiðju Keflavíkur i Njarðvík, Húsa- byggingu í Garði og Þórs- koti í Höfnum. Hefur útköllum farið fækkandi á undanförnum árum og t.d. á síðasta ári leið oft langur tími, jafnvel mánuður, milli útkalla. í haust var úthlutað 8 í- búðum í verkamannabú- stað i Grindavík. Eins og allir vita eru slíkar íbúðir seldar á miklu betri kjörum en á almennum fasteigna- markaöi, en þó er kaup- verðið svipað. Eru kjörin miðuð við að gefa láglauna- og efnalitlu fólki tækifæri til að eignast þak yfir höfuðið. Væri vist ekki vanþörf á að byggja fleiri íbúðir, en það er nú önnur saga. Upphaflega voru þessar8 íbúðir auglýstar þannig, að afhending færi fram 15. nóvember. Nú hefur það dregist ansi lengi og komið sér illa fyrir það fólk sem þarna var úthlutað íbúðum. Og nú kemur að því sem margir velta fyrir sér. Verð íbúðanna varáætlað og endanlegt verð ákveðið síðar. Eftir að afhending átti að fara fram, hefur komið gengisfelling og fleiri hækkanir. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að eitt- hvað muni nú muna á verði íbúðanna vegna þessarar seinkunar. Gólfteppi, gólf- dúkar, eldavélar, hreinlæt- istæki og annar efniskostn- aður hlýtur að hafa verið ódýrari um miðjan nóvem- ber heldur en nú. Gaman væri að vita hvenær þessir hlutir voru keyptir. Var þetta kannski til á lager? Ætli það sé einhver viss frestur sem verktakar hafa, fram yfir þann tíma sem ákveðinn er til að skila verkinu? Og þá hversu langur hann er? Hver er réttur kaupanda? Er hann kannski enginn? Undirrituð hringdi í ívar Þórhallsson og spurðist fyrir um hvenær íbúðirnar yrðu tilbúnar, og sam- kvæmt upplýsingum hans er aðeins eftir smá loka- áfangi og hann taldi ibúð- irnar örugglega eiga að vera tilbúnar til afhending- ar um næstu mánaðamót, svo framarlega sem ekkert ófyrirsjáanlegt kæmi upp á.. K.G. JC Suðurnes setur upp vegvísa epj. Sími4040 Sími 4040 Opið föstudags- og laugardagskvöld GOÐGÁ leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Snyrtilegur klæðnaöur Aldurstakmark 20 ára Á vegum vegvísanefndar JC Suðurnes hafa nú verið sett upp ný kort af Keflavík og Njarðvik ásamt upplýs- ingum um helstu þjónustu- fyrirtæki o.fl., sem að gagni má koma fyrir ferðamenn og ókunnuga. Er annað skiltið staðsett á Fitjum nálægt Steypustöð- inni, en hitt viö innakstur- inn í Keflavík. Að sögn Arnars Ingólfs- sonar, formanns nefndar- innar, stóð til að setja slík skilti upp við öll byggðar- lögin á svæðinu, en frá því hefur nú verið horfið, þar sem of fá fyrirtæki voru til- búin til að styrkja málef nið á hinum stöðunum. Verða skiltin upplýst á kvöldin og nóttunni, en að öðru leyti eru þau unnin hjá Veghús, skiltagerð. - epj. Formaóur vegvisanefndar ásamt starfsmanni Veghúsa, vinna að uppsetningu skiltisins i Niaróvik sl. sunnudag. Aðkomu- mennirnir gleyma sér Á undanförnum árum hafa orðið all margir haröir árekstrar á þremur gatna- mótum við Hringbrautina í Keflavík, Vesturgötu, Aðal- götu og Tjarnargötu. Án undantekninga eru þarna á ferðinni aðkomubílar, sem koma á mikilli ferð niöur viökomandi götur og brenna inn á Hringbraut- ina, án þess að gera sér grein fyrir því að sú gata er aðalbraut. Þessir árekstrar eru yfir- leitt mjög harðir og eigna- tjón því mikið, en enn sem komið er hefur orðið lítið um slys í þessum tilfellum, þó oftast hafi munað hárs- breidd að svo yrði. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Karl Hermannsson, rannsóknar- lögreglumann umferðar- mála í Keflavík. Sagði hann að umferðarnefnd Keflavík- ur væri með málið til athug- unar, auk þess sem verið væri að gera allsherjarút- tekt á umferðarmálum í bæjarfélaginu. - epj. HÁRGREIÐSLUSTOFAN LILJA BRAGA Erum með allt það nýjasta í klippingu og hárgreiðslu. Lítið við á Hafnargötu 34, sími 4585. Pöbbinn Vesturbraut 17 Fyrsti og eini pöbbinn á Suðurnesjum Opið: Fimmtudaga frá kl. 19 Föstudaga frá kl. 19 Laugardaga frá kl. 18 Sunnudaga frá kl. 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.