Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Page 4

Víkurfréttir - 14.04.1992, Page 4
4 Ljósmyndun i----------- Vikurfréttir 14. apríl 1992 FRÁ ÖÐRIISJÓNARHORNI Þessar tvær myndir tók Ijósmyndari blaðsins. I lilmar Bragi úr körfu í 32 metra hæð á laug- ardag. Var það krani frá Skipaafgreiðslu Suðurnesja sem notaður var til að hífa hann upp í þessa hæð. Nánar er fjallað um það ævintýri á blaðsíðu 18 í blaðinu í dag. Á stærri myndinni sést norður Hringbraut í Keflavík. Á þeirri götu verða í sumar unnar miklar endurbætur, frá Skólavegi og norður að Vesturgötu. Verður bæði slitlag og gangstéttir lagfærðar. Á minni myndinni sjáum við „Fokkuna" næst okkur síðan Brekkubrautina og hverfið þar austan við. Hjólkoppum stolið Ung stúlka varð fyrir þeirri reynslu að stolið var hjól- koppum af bíl hennar, sem er rauður Escort. Stóð bíllinn fyrir utan Heiðarholt 18, Keflavík er þjófnaðurinn var framinn á sunnudag og sást til þjófanna, en þeir komust undan. Þar sem hér er um til- finnanlegt tjón fyrir bíl- eigandann, skorum við á þá sem eru með þá undir höndum að koma þeim þangað sem þeir voru teknir. Einnig má koma þeim á skrifstofu Víkurfrétta. Aðalfundur i i i Kveðjo fró Howaii Byggingafélags aldraðra verður haldinn í Hornbjargi 21. apríl kl. 17. Stjórnin Hawaii 4/3/92 Hæ. hæ, allir heima á Fróni, mér fannst alveg tilvalið að skrifa ykkur svona rétt áður en ég kem heirn. Eg ligg núna í sólinni á Hawaii og er þetta paradís á jörð. Ég verð héma í viku með bekknum mínum úr Ferða- málaskólanum sem ég er í. Þessi Hawaiiferð, sem við skipulögðum sjálf, er hluti af náminu. Við skoðum hótel og aðra ferðamannastaði og sjáum hvernig öllu er stjómað. En svo auðvitað fáum við líka tíma fyrir okkur. Eins og ég sagði áður, þá er ég í námi í skóla sem heitir Mid-state-college og er í Auburn Maine. Þetta er frekar lítill einkaskóli og erum við öll eins og stór fjölskylda. Fólkið hér upp í Maine er alveg meiri- háttar og er Maine eitt af fal- legustu fylkikjörnunum, hér í Bandaríkjunum. Að endingu langar mig til að þakka öllum sem hafa staðið í ströngu við að skrifa mér og þakka pabba og „litla“ bróður honum Ola Jóni fyrir allan stuðninginn, og síðast en ekki síst Víkurfréttum fyrir að senda mér nýjar fréttir í hverri viku. Sjáumst öll í sumar. Aloha! Sigurbjörg Sigga Sigurðardóttir 3 Forest Dr. Topsham, ME 04086 U.S.A. STMSRSIVtFKÉTm-OGAUG^i'SINGABI^ÐIÐÁSUÐURNE^UM VíkmtreBB Útgefandi: Víkurfréttir hf. ■ ■ ■ —■ ■ ' ....................——— —■ Afgreiösla, ritstjórn «g uuglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717. 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bílas. 985- 33717. - Frétta- deild: Emil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. íþróttir: Margeir Vilhjálmsson. - Auglysingadeild: Páll Ketilsson. -Prófarkarlestur: Garðar Vilhjálmsson - Upplag: 6100 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun. hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, fílmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.