Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 16
16 Leiklist Víkurfréttir 14. apríl 1992 Fyrirsætukeppni Suöurnesja 1992 Auglýst er eftir stúlkum og ábendingum í Fyr- irsætukeppni Suöurnesja sem haldin veröur í veitingahúsinu Edenborg 30. maí nk. Stúlkurnar þurfa aö vera 16 ára og eldri. Eftirtaldið aöilar taka við ábendingum: Siddý í Gloríu í síma 14409 eða 12320 Kristín í Nýtt Útlit í síma 13270 og 15214 Páll á Víkurfréttum í síma 14717 Ykkar er sár- lega saknað! ///edf'/i'íjíffeás/ict • STÆRSTA FRÉITA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐUFÍNESJUM BÍLASPRAUTUN SF BAKKASTIG 1 6 NJARÐVIK SIMI 1 2560 _________RÉTTINGAR__________ FRAMRÚÐUSKIPTI DU PONT BÍLALÖKK GOÐU VERÐI Ég get ekki látið hjá líða að vella mér aðeins opinberlega uppúr því hvað er að gerast hér suður með sjó í menningar- málum og hvað veldur því að við Suðumesjamenn erum svo óduglegir sem raun ber vitni að sækja þá menningu sem boðið er uppá á okkar heimaslóðum. Þeir menningarviðburðir sem mér standa næst eru framdir af Leikfélagi Keflavíkur og þekki ég því best til þar, en þó er mér nokkuð kunnugt um ástandið á öðrum menningarsviðum á svæðinu. Við hjá Leikfélagi Kefla- víkur getum verið nokkuð á- nægð með þá aðsókn sem all- flest leikrita okkar hafa fengið að undanfömu, að undanskild- um tveim verkum, „Týndu teskeiðinni“ og „Gísl“ en bæði þessi verk liafa einhvern boð- skap að flytja og finnst mér það vera til umhugsunar. Getur ver- ið að fólk vilji bara láta skemmta sér? Að það vilji ekk- ert sjálft hafa fyrir því að hugsa um hlutina og þær tilfinningar fyrir því sem það nýtur hverju sinni? Það má vel vera að svo sé, en ég mæli eindregið með að þið gefið sjálfum ykkur það tækifæri að kanna hvort slík verk geta ekki vakið hjá ykkur jafnmikla eða jafnvel enn meiri gleði en gamansöm uppákoma sem kitlar hláturstaugarnar stutta stund. Með þessum orð- um er það síður en svo ætlun mín að gera lítið úr gamansamri skemmtun því hún á jú engu minni rétt á sér, en það er okkur nauðsynlegt að hafa svolitla fjölbreytni í því sem við með- tökum. Sem betur fer er til meiri menning hér en sú sem snýr að Hjördís Árnadóttir leiklist, má þar t.d. nefna tón- list, sönglist og myndlist, en það sem stendur flestallri ntenningu hér fyrir þrifum er skortur á áhorfendum og á- heyrendum, því það er jú til lít- ils að vinna hörðum höndum að því að skapa menningarvið- burði sem fáir eða engir koma svo til að njóta. En það er með flesta menningu að hún krefst þess að við leggjum okkur 100% fram til að njóta hennar og skemmtunin kemur oftast mest innanfrá og því er ég koniin að sömu spurningunni aftur; viljum við almennt ekkert þurfa að leggja sjálf að mörkum til að njóta þess sem boðið er uppá hverju sinni? Viljum við Þú fœrð ríflegan skattafslátt og ^ ríkulega raunávöxtun á Sparíleið 5 Reglubundinn sparnabur meb þríþœtt hlutverk Sparileiö 5 er tvímœlalaust ein arövœnlegasta sparnabarteibin á fjármagnsmarkabnum. Segja má ab Sparileib 5 gegni þríþœttu hlutverki. Leib ab eigin húsnœbi Sparileib 5 sameinar sparnabarkosti fyrir þá sem hyggja á kaup, endurbœtur eba byggingu eigin húsnœbis. Leib ab eigin varasjóbi Sparileib S er snibin fyrír þá sem vilja byggja markvisst upp eigin varasjób fyrír seinni tíma. Leib til lœkkunar á sköttum Sparnabur á Sparileib 5 gefur möguleika á ríflegum skattafslœtti sem nemur fjórbungi áríegs innleggs á reikninginn. Raunávöxtun, lánsréttur og binditími Vextir á Sparileib 5 eru verbtryggbir og mibast vib hagstœbasta innlánsform bankans hverju sinni. í lok binditíma öblast reikningseigandi sjálfkrafa rétt á láni frá íslandsbanka. Sparileib 5 er bundin til þriggja, fimm eba tíu ára samkvœmt ákvebnum reglum. Allar nánari upplýsingar ásamt leibarvísi fœrbu hjá starfsfólki Islandsbanka. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! bara hlæja hátt? Eflaust spyrja einhverjir hvort hægt sé að ætlast til þess að þeir elti uppi alla rnenn- ingarviðburði, þá gerði fólk lítið annað við sinn frítíma. Nei það er ekki nauðsynlegt því að á Suðurnesjum búa nefnilega um 15000 manns og má ætla að þar af séu unt 5000 undir 16 ára aldri, þá eru eftir 10000 manns sem geta dreift sér niður á við- burði líðandi stundar allt eftir áhuga, landfræðilegri legu eða fagurfræðilegu sjónarmiði hvers og eins. Margur ber því við að hann hafi ekki efni á því að sækja menningarviðburði. I þessu sambandi verður það að segjast eins og er að auðvitað verður hver að meta hvað hann setur í forgang í eyðslu, en staðreyndin er nú samt sú að aðsókn er engu betri á þá viðburði sem að- gangur er ókeypis. Nú stendur yftr M-hátíð hér á Suðurnesjum og mun hún standa eitthvað fram eftir árinu. M-hátíð er unnin í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og er það ráðuneytið sem ákveður hvar hátíðin skuli vera hverju sinni. Slík hátíð hefur verið haldin á Vesturlandi, Aust- fjörðum, Vestfjörðum og á Suðurlandi. A öllum þessum stöðum hefur aðsókn að dag- skrárliðum hátíðarinnar verið mjög góð og þarf reyndar ekki M-hátíð til. Suðurnesjamenn! Er ekki kominn tími til að við stöndum nú saman og hristum af okkur slenið? Ella er hætta á að við missum niður þá menningu sem við höfum skapað í kringum okkur, en hvað er samfélag án menningar? Svari nú hver fyrir sig. Hjördís Árnadóttir Afmæli Sævar Sigurðsson. Vestur- braut I, Grindavík verður 50 ára á morgun, ntiðvikudaginn 15. apríl. Hann tekur á móti gestum að Víkurbraut 9 á afmælis- daginn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.