Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 14.04.1992, Qupperneq 5
Víkurfréttir 14. apríl 1992 • ísaður Búrinn settur hjá flökurunum Búri unninn hjá Tros í Sandgeröi: Gætum selt óhemju magn Hjá fiskvinnslufyrirtækinu TROS í Sandgerði var verið að flaka Búra þegar blaðamaður kom þar við á fimmtudag. Búri er fisktegund sem Islendingar eru tiltölulega nýfarnir að nýta. enda lítið vitað um hegðun þessa físks og fáir skipstjórar komnir upp á lag með að þekkja réttu veiðisvæðin. Tros í Sandgerði hafði fengið tuttugu kör af þessum risavaxna karfa af Klakk VE, en hjá fyr- irtækinu hafa áður verið unnin um 30 tonn sem komu af Breka frá Vestmannaeyjum. Þess má til gamans geta að Suð- umesjamenn eru við stjóm- völinn á báðum þessum tog- urum. Sævar Brynjólfsson er skipstjóri á Breka en Hermann Kristjánsson á Klakk. Logi Þomióðsson hjá TROS sagði í samtali við blaðamann að Búrinn væri flakaður og sendur ferskur, roðlaus og beinlaus, á markaði í Banda- ríkjunum og til Evrópu. „Það er mikill markaður fyrir Búra bæði frosinn og ferskan. Fiskurinn sem er unninn hér fer til veit- ingahúsa og í súpermarkaði,'* sagði Logi. Þeir voru tjórir vanir flakarar sem stóðu við borðin í TROS og flökuðu Búrann. Logi sagði nýtinguna vera svipaða og um karfa væri að ræða, þ.e. 25- 30%. Búrann má veiða utan kvóta og þetta er verðmætur fiskur. Afurðimar eru sendar ferskar með flugi út og þar fást allt að 570 krónur fyrir kílóið. Búrinn sent var flakaður í TROS á fimmtudag fór í flug á föstudagsmorgni og fyrstu kassarnir úr sendingunni voru seldir á laugardag. „Við gætum selt óhemju niagn af þessum fiski í viku hverri ef fiskurinn fengist reglulega í hús til vinnslu. Vandamálið er hins vegar það að menn þekkja ekki nógu vel veiðislóðir og hegðun fisksins. Tilraunaveiðar hafa kostað mikið af veiðafærum og sjó- mennimir halda veiði- svæðunum leyndum sem um hernaðarleyndarmál væri að ræða,“ sagði Logi. Strákarnir á Breka og Klakk hafa verið að veiða Búrann á 6-700 föðmum. Til glöggvunar fyrir fólk um verðmæti Búrans, þá myndu 30.000 tonn af þess- um djúpsjávarfiski skila söntu uppliæð í þjóðarbúið og öll síð- asta loðnuvertíð, en þá kornu um 600.000 tonn af loðnu á land. • Logi Þormóðsson flakar búrann. Ljósmyndirthbh • Hér er Búrinn tilhúinn til útllutnings STÓRMARKAÐUR Keflavíkur Alltí páskamatinn í Stórmarkaðnum Glæsilegt páskakjötborð - Om Garðarsson, landsliðskokkur við stjórnvölinn. Páskaeggin eru komin Munið heita matinn í hádeginu - vel útilátinn oggóður! Við eigum ýmislegt í ferðalagið eða sumarbústaðinn Opið 10-19 nema föstudaginn langa og páskadag STÓRMARKAÐUR Keflavíkur - í páskaskapi!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.