Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 12
Umsjón: Dagný Gisladóttir Dasbók Lista og mcnningarlífsins Tónlist Daganal2., 14. og 16. maí: Karlakór Keflavíkur. Tón- leikaröð í Ytri-Njarðvíkur- kirkju kl. 20.30. Sunnudagurl2. maí: Kennaratónleikar Tónlist- arskóla Keflavíkur í Kefla- víkurkirkju kl. 16.00 Miðvikudagur 15. maí: Árlegir tónleikar Tónlistar- félags Gerðahrepps í Sæ- borgu kl. 20.30. Myndlist Gamli Kvennó Samsýning 11 listamanna til 19. maí. Tryggvi Gunnar Hansen: sýnir á veitingastaðnum Samuraj 17 myndverk. Leiklist Leikfélag Keflavíkur: síð- ustu sýningar á revíunni Sameinaðir stöndum vér (sundraðir...) föstudag, laugardag og sunnudag. Tryggui Hansen sýnir Sýning á myndverkum eftir Tryggva Gunnar Hansen verður opnuð á veitingahúsinu Samuraj, laugardaginn 11. maíkl. 15.00 og mun af því tilefni Ástríður Óma og Seiðbandið flytja ljóð og frem- ja hljóðskúlptúra. Tryggvi Gunnar er búsettur í Grindavík og er þekktur fyrir hof- byggingar þar. Einnig er hann hefur hann fengist við tónlist, ljóð og myndir. Sýningin ber yfirskriftina „ósjálf- ráðar Y myndir" og sýnir Tryggvi þar 17 nryndir sem flestar eru smágerðar. Eitt einkenna mynd- anna á sýningunni eru svokallað- ar kjöltumyndir, málaðar ósjál- frátt í kjöltu á meðan horft var á sjónvarp. Sýningin verður opin á opnunar- tíma veitingahússins eitthvað fram á vorið. Tónleikar Hinir árlegu tónleikar Tónlist- arfélags Gerðahrepps verða haldnir miðvikudaginn 15. maí nk. í Sæborgu og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum munu kennarar Tónlistarskól- ans flytja fjölbreytt efni. Að- gangseyrir er kr. 500. Pinnar & pæjur Af hverju fæðast börnin? Ásmundur Emir Snorrasson 4 ára: „Af því að þau eru svo lítil." áhorfandí Hún er hugsi þessi vera seni silur hreyfingarlaus og hefur athyglina l'esta við eitthvað í Ijarskanuni. Hana er að llnna á samsýnlngu 11 Jistamanna í Gamla Kvennó í Grindavík og er verkið eftir Guðrúnu Hjart- ardóttur. Dagurinn í dag 1885 Konungur gaf út tilskip- un sem lögleiddi prentfrelsi á íslandi. Prentffelsi er nú tryggt í stjómarskránni en þar segir að hver maður eigi „rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi“. Samsýning í Gamla Kvennó Nú stendur yfir samsýning 11 listamanna í Gamla Kvennó, nýrri menningarmiðstöð ^itvitmn viktmndt. Snilli er ekkert annað en óvenju mikil þrautseigja. Eftir Buffon Greifa (franskur náttúru fræði ngur) Grindavíkur að Víkurbraut 23. Þau sem eiga verk á sýn- ingunni eru Áslaug Thorlaci- us, Bjarni Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar Arnarsson, Guðrún Hjartardóttir, Hannes Lárus- son, Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son, Jón Bergmann Pyykön- an, Pétur Örn Friðriksson, Spessi og Þorvaldur Þor- steinsson. Sýningin verður opin til 19. maí frá kl. 13 - 18 laugardaga og sunnudaga. ♦ Gætt sér á gómsætum veitingum og frumsýning revíu Leikfélags Keflavíkur rædd. Karlakóp Keflavíkur með tónleikaþrennu Karlakór Keflavíkur mun halda þrenna tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 12. maí, þriðjudaginn 14. maí og fimmtudaginn 16. maí Tónleikar þessir eru árlegur viðburður hjá þeim félögum og ákváðu þeir að hafa þrenna tónleika nú vegna mikils fjöl- da sem sótti tónleika þeirra á síðasta ári. Að sögn Páls Hilmarssonar formanns Karlakórsins gekk æfing fyrir tónleikana vel en kórinn er ennþá að æfa fyrir upptökur á nýjuin diski sem kemur út í haust. Kórinn er nýkominn úr tónleikaferð um Norðurland þar sem félagar sungu m.a. í Miðgarði og Akureyrarkirkju. í vetur hélt kórinn jólatónleika auk þess sem hann söng með Sinfóníuhljómsveit Islands og heimsótti einnig aðra kóra. Páll sagði tónleikagesti eiga von á blönduðu efni frá Karla- kór Keflavíkur þar sem flutt verða bæði létt lög sem og klassísk verk. Flest þau lög sem verða flutt munu verða á nýjum diski kórsins en á honum eru m.a. lög eftir Gunnar Þórðarson . fcMUbpi Sagan af Rauðhöfða er suðumesjamönnum kunn en hann var ill- hveli mikið með rauðan haus sem grandaði mörgum skipum. Txlurð hans var sú að maður nokkur í Hvalsnessókn neitaði að gangast við bami sfnu er hann átti með huldukonu úr Geirfugla- skeri. Hafði huldukonan skilið bamið eftir við kirkjutxöppumai- á Hvalsneskirkju er fólk korn til tíða ásamt miða er á stóð: „Sá sem faðir er að bami þessu mun sjá um að það verði skírt“. Eng- inn vildi kannast við faðemið og þegar prestur gekk á þann sem líklegastur var neitaði hann því og sagði sig engu skipta hvað um bamið yrði. Kom þá að í sömu rnund kona sköruleg og reið og sagði við mannin „Það mæli ég um og legg ég á að þú skalt verða að hinu versta illhveli í sjó og granda möigum skipum“. Rauðhöfði grandaði allt að nítján bátum og var að lokum dreg- inn upp allan Hvalfjörð upp Botnsá þar sem honum var komið fyrir í Hvalvatni. Dregur fossinn Glymur nafn af atganginum þegar hvalurinn braust upp gljúftið. Gmnnskólanemendur Reykjanesbæjar unnu á haustmánuðum s.l. myndir eftir þjóðsögunni og vom þær sendar til vinabæjarins Kerava í Finnlandi. Þær em nú til sýnis í Bókasafninu og má hér sjá nokkrar þeirra. ♦ Þorvaldur Þorsteinsson, velkomin. Fjallhressa fílahjörðm Er félagsskapur ungra kvenna sem hittast á þriggja vikna fresti og ræða um karlmenn, holdafar, djamm og böm svo eitthvað sé nefnt og er félagið skammstafað FFF. Þær sauma ekki og settu þær sér þrú markmið frá byijun. 1. Að einhver meðlimur giftist fyrir þrítugt. 2. Að koma með uppástungur að fýsilegum mökum. 3. Að éta vel í klúbbum. Hópurinn fer alltaf í vorferð og skipuleggur stór „djammpartý". Formaður er Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri, Guðný Kristjáns- dóttir formaður L.K. er ritari. Bryndís Lúðvíksdóttir er gjaldkeri, Ólasteina er físuverndari, Brynja Aðalbergsdóttir,Anna Magnea Harðardóttir og Hafdís Lúðvíksdóttir em meðstjómendur. Tónlistarskóli Njarðvíkur: Vortónleíkan og skólaslit Tónlistarskólinn í Njarðvík mun halda nokkra vortón- leika fram að skólaslitum skólans 19. maí. Laugardaginn 11. maí mun Suzuki deildin leika á sal Njarðvíkurskóla kl. 16.00. Sunnudaginn 12. maí verða síðan vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju með fjöl- breyttri efnisskrá sem hefst kl. 14.00. Fimmtudaginn 16. maí verða Lúðrasveita- tónleikar þar sem fram koma bæði yngri og eldri deild. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00 á sal Njarðvíkur- skóla og verður aðgangs- eyrir kr. 500 sem rennur í ferðasjóð sveitarinnar. Laugardaginn 18. maí verða vortónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju kl. 17.00. Að lokum verða skólaslit og afhending einkunna sunnudaginn 19. maí í Ytri- Njarðvíkurkirju þar sem nemendur 10. bekkjarverða brautskráðir frá skólanum í fyrsta sinn kl. 14.00. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.