Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 15
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 alltaf sömu brandarana. „Jú, en þess vegna verður maður alltaf að gera eitthvað nýtt, ég myndi aldrei fara lengur en þrjá mánuði með sama efni. Hún segist ekki vera með sviðsskrekk eftir að hún er komin á svið þótt það beri á honum áður. „Þá er bara svo gaman. Hefurðu prófað þetta? Þetta er æðislegt. Þetta er eins og að fara í tívolítæki, maður stressast í röðinni en svo er þetta rosalega skemmtilegt. Það hefur auðvitað nokkrum sinnum komið fyrir að sal- urinn er hræðilegur en þá segir maður bara, hvað er að ykkur? Eruði sofandi eða eitthvað? Maður lendir bara í alls konar,“ segir hún. Hún segist vera nánast hætt í veislustjórnun. „Nú er ég komin með lítið barn og fyrirtæki,“ segir hún. Anna Svava hefur unnið að ýmsu síðustu árin og má nefna grínþættina Hæ Gosa og við teiknimynd Hugleiks Dagssonar, Hullaþætt- ina, og skrifað fyrir nokkur áramótaskaup svo eitthvað sé nefnt. „Jarðar“ manninn sinn í uppistandi Hugmyndir að gríni fær Anna Svava af því að tala við fólk. „Eins og að við sitjum hérna tvær að ræða saman er eitthvað pottþétt sem ég á eftir að tala um seinna,“ segir hún og það er ekki laust við að ég svitni aðeins. Annars segir hún að Gylfi sé henni endalaus uppspretta gríns. „Tvo síðustu vetur hefur uppistandið snúist um Gylfa og barnið. Gylfi er með rosa mikið af bröndurunum,“ segir Anna Svava og nefnir dæmi af því að hún hafi sagt að hann væri með stærri brjóst en hún sem hafi komið sér vel þegar hún hætti með soninn á brjósti. Ég spyr hvernig hann taki þessu. Anna Svava hlær hátt. „Ég jarða hann alveg í uppi- stöndum. Hann hittir stundum fólk sem segir: þú veist hvað konan þín er að segja? Mömmu er ekki sama þannig að ég verð að nota Gylfa,“ segir hún. „Ég auðvitað ýki allt en fólk af henn- ar kynslóð heldur að fólk trúi þessu,“ útskýrir hún og hlífir því móður sinni. Anna Svava gerir mest grín að sjálfri sér en það þýðir ekki endilega að aðrir megi það. Hún segir að Gylfi tali um að ekki megi gera grín að Anna Svava segist léleg í dramatískum hlutverkum en er fædd til að láta aðra hlæja. Hún nýtur sín vel á sviði þar sem hún gerir óspart grín að manni sínum Gylfa. Nýjasta hlutverk hennar er Anna í Ligeglad-þáttunum þar sem hún fer á kostum í Danmörku. Morgunblaðið/Ásdís ’ Ég fór alveg yfir um. Fór ágeðtöflur og er fyrst núna aðhætta á þeim. Ég var búin aðgera allt sem ég vildi í 38 ár og svo bara kemur hann og hann svaf aldrei meira en tvo tíma í einu í þrjá mánuði. Anna Svava eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári og dafnar Arnar Orri vel. Hún nýtur þess að vera móðir en segir að fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir. Nú vill hún gjarnan bæta við öðru barni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.