Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 123

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 123
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði 113 fræði því að í þeim slóða hughrifa og viðaukamerkingar, sem orð get- ur dregið með sér, eftir því í hvaða samhengi það er notað og hver saga þess er, getur falist það sem mestu máli skiptir í skáldskap og er þá hreint ekki nein auka-merking. Niðurstaðan varð því að tala um de- notation sem merkingarkjarna, eins konar fasta sem ævinlega væri hluti merkingarinnar, amk. á ákveðnu tímabili eða ákveðnu málsniði, en connotation var nefnd merkingarauki. Þá er vísað til þess að merkingin eykst við notkun orðsins í ákveðnu samhengi, en þættirnir sem við bætast eru ekki neitt aukaatriði. Þarna má segja að aftur sé komið að því sem sérstaklega einkennir hin skáldlegu tákn, symbólin, en það er ríkur en ekki skýrt eða endanlega afmarkaður merkingarauki. Þetta var lítið dæmi um hvernig hægt er að nota Hugtök og heiti til að setja sig inn í ákveðin merkingarsvið en ekki einungis til að fá skilgreiningar á einstökum hugtökum. Sjálfsagt ber ritið í því eins og öðru upprunatíma sínum vitni. 5 Lokaorð Grein þessi leiðir ekki til einnar niðurstöðu. Gerð er ágripskennd grein fyrir þeirri litlu umræðu um bókmenntafræði og hugtök hennar sem fram fór á íslandi fram yfir miðja 20. öld og hvernig umræðunni óx ás- megin á síðasta þriðjungi aldarinnar. Ritið Hugtök og heiti í bókmennta- fræði, sem Jakob Benediktsson ritstýrði, var sett saman til að mæta þörfum háskólastúdenta og kennara. Allmikið er af tökuorðum í rit- inu eða um 30 %, auk nokkurra tökuorða sem eru gömul í íslensku. Ekki var stefnt að því að búa til ný orð til birtingar í ritinu heldur að kynna þau sem fyrir voru en nota annars hin erlendu hugtök. Mikið er um að gömul íslensk orð hafi í umræðu um bókmenntafræði annað- hvort fengið nýja merkingu eða sérmerkingu innan upphaflegs merk- ingarsviðs. Mikið er um nýmyndanir af því tagi sem nefna mætti töku- þýðingar, og langalgengast er að slík orð séu samsett. Einstofna orð eru fá, en allalgeng eru orð mynduð með viðskeytum eða forsetning- um. Gömul íslensk orð af sviði bókmenntafræði eru einkum af sviði bragfræði. Að lokum er fjallað um merkingu og tákn og fáein tengd hugtök og sýnt fram á hvernig hugtakabókin kynnir í greinum sínum fræðileg viðhorf sem voru nýmæli á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.