Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 178

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 178
168 Orð og tunga anna eftir föngum. Hlutdeild sérfræðinga með fagþekkingu hafði þar með aukist á kostnað húmanista á borð við Guðmund Finnbogason og Sigurð Nordal. Frágangur Nokkurrar ósamkvæmni gætir í meðferð beinna tilvitnana. Þegar vitnað er beint í íslenska texta er textinn stundum þýddur á sænsku án þess að birta íslenska textann eða geta þess sérstaklega að um þýðingu sé að ræða (sjá til dæmis á bls. 39-40 og fjölda tilvitnana í fjórða kafla). Stundum er íslenski textinn birtur og sænsk þýðing innan sviga, eins og á bls. 96-97, enda er íslenskan þar beinlínis til umfjöllunar. í tilvitn- unum á bls. 98-99,135-36 og 154 er aftur á móti aðeins íslenski textinn og engin sænsk þýðing. Allur texti í töflu 6 á bls. 101 er líka á íslensku án sænskrar þýðingar. Hætt er því við að umfjöllun þarna missi marks nema lesandi hafa dágóða þekkingu á íslensku. Svipuð ósamkvæmni er í meðferð íslenskra titla á greinum og bók- um. A bls. 14 eru nefndir titlarnir „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu" og „Réttlæting þjóðernis. Samanburður á alþýðufyrirlestrum Jóns Að- ils og hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte" án þess að þeir séu þýdd- ir. Lesandi þarf því að vera nokkuð vel að sér í íslensku til að fá vit- neskju um efni þessara rita. Oft fylgir þó sænsk þýðing íslenskra titla, til dæmis er nefnd „íslensk [svo] menning (Islándsk kultur)" eftir Sig- urð Nordal á bls. 41, en á bls. 32 er þessu reyndar öfugt farið. Fyrst er sænsk þýðing titla (skáletruð) og svo upprunalegi íslenski titillinn innan sviga: „Islándsk nationalitet (íslenskt [svo] pjóðerni) och Cryning (Dagrenning)" eftir Jón Aðils. Á bls. 23 er greint frá því að orðanefnd Verkfræðingafélagsins hafi gefið út Terminologisk ordbok árið 1928. Þessi titill er skáletraður, enda þótt við blasi að þetta sé þýðing á titl- inum. Hins upprunalega íslenska titils er ekki getið þarna og sá sem leitar að Tertninologisk ordbok í ritaskrá grípur í tómt. í ritaskrá er aftur á móti rit með titlinum íðorðasafn frá 1928. Þegar fjallað er um Nýyrði I-IV (1953-56) og Tækniorðasafn Sigurðar Guðmundssonar (1959) á bls. 24 eru aftur á móti engir titlar og lesandi á því bágt með að finna þessi rit í ritaskrá. Ritgerðin er skrifuð á sænsku (en reyndar er lokakaflinn bæði á sænsku og íslensku) og því er eðlilegt að íslenskt efni sé þýtt á sænsku. Stofnanaheitin á bls. 90 hefði því átt að þýða á sænsku en ekki ensku eins og þar er gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.