Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags það sem sést hjá annarri Salvelinus- tegund, lækjarbleikju, sem hefur mælst hreyfanleg 44% og 50% leitar- tímans (6. mynd).18,25 Það dregur því úr hreyfanleika seiða laxfiska við fæðuleit eftir því sem straumhraði eykst frá stöðuvötnum til straum- vatna, og frá lygnari til straum- harðari búsvæða í ám. Þetta má m.a. skýra með því að dýr sem lifa á hreyfanlegri og fyrirsjáanlegri bráð sem berst í nægu magni úr einni átt eyða minni orku með því að sitja fyrir og skima eftir bráðinni úr kyrr- stöðu, en dýr sem nýta kyrrstæða og ófyrirsjáanlega bráð þurfa hins vegar oft að synda um til að finna bráðina og innbyrða nógu mikið af henni.27 Tegundirnar þrjár sýna líka ólíka aðlögun að straumvatni. Laxa- seiði hafa t.d. mun stærri eyrugga en bleikjan. Eyruggana nota laxa- seiðin til að halda sér nálægt botni í miklum straumi, og sparar það umtalsverða orku við sund þegar þau bíða eftir bráð (9. mynd).28 Athygli vekur að bleikja er mun breytilegri en urriði og lax hvað varðar hreyfanleika við fæðuleit, og kemur þessi munur greinilega fram bæði á milli einstaklinga og stofna. Hér má finna ákveðna samsvörun við þann mikla breytileika sem bleikja sýnir í fæðuháttum, lífssögu og útliti í vötnum hérlendis og víða annars staðar á norðurhveli jarðar.29 Í seinni rannsókninni sýndu bleikja og urriði óðalsatferli sem er að mestu í samræmi við búsvæða- notkun tegundanna og hugmyndir manna um áhrif vistfræðilegra þátta á óðalsstærð (t.d. 2. mynd). Í fyrsta lagi notar bleikja stærri svæði en urriði og helst sá munur þegar litið er á einstaka stofna. Þessi munur tengist m.a. því að bleikja er hreyf- anlegri en urriði, og einstaklingar sem eru hreyfanlegri við fæðunám helga sér almennt stærri svæði.15 Ef til vill má einnig skýra tegunda- mun í óðalsstærð með því að bleikja er almennt aðlöguð að lægri straumhraða og næringarsnauðara umhverfi en urriði,6,7 þótt fæðu- framboð væri svipað fyrir báðar tegundir í þessari rannsókn. Sam- kvæmt fjölþáttagreiningu mældust 6. mynd. Stofnamunur í hreyfanleika við fæðuleit hjá fjórum tegundum laxfiska sem fall af straumhraða. Táknin sýna meðaltöl fyrir tíu íslenska stofna þar sem fæðuatferli var rannsakað og að auki meðaltöl fyrir tvo stofna kanadískrar lækjarbleikju (Salvelinus fontinalis) þar sem gögnum var safnað á sama hátt.18,25 – Population differences in search mobility in four species of salmonids in relation to water current velocity. The symbols show the means of the ten Icelandic populations where foraging mode was studied, as well as for two Canadian populations of brook charr (Salvelinus fontinalis), where data were collected in the same way.18,25 This figure is redrawn and modifed from an earlier publication. 14 7. mynd. Stærð óðala hjá þremur bleikjustofnum (blátt) og þremur urriðastofnum (grænt). Lín- an innan hvers kassa sýnir miðgildi fyrir viðkomandi stofn á meðan efri og neðri mörk hvers kassa sýna hvar 75% og 25% lægstu gildin liggja. Öryggismörkin að ofan og neðan sýna hvar 90% og 10% gildanna liggja og punktarnir sýna útgildi. – Territory size in three populations of Arctic charr (blue) and three populations brown trout (green). The boxes show the 25th and 75th percentile and the line inside each box depicts the median for each study population. The error bars above and below the box show the 90th and 10th percentiles, respectively, but the dots represent extreme values. This figure is redrawn and modified from an earlier publication.15

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.