Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 87

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 87
87 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 24. nóvember. Guðni Axelsson jarð- eðlisfræðingur: Eðli jarðhitans og sjálfbær nýting hans. 26. janúar 2015. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðing- ur: Áhrif Heklugosa á býli í landi Kots á Rangárvöllum. Náttúrufræðingurinn Frá síðasta aðalfundi hafa komið út þrjú tvöföld hefti af Náttúru- fræðingnum: 3.–4. hefti 83. árgangs, og 1.–2. og 3.–4. hefti 84. árgangs. Á haustmánuðum urðu ritstjóraskipti þegar Álfheiður Ingadóttir settist í ritstjórastól en Hrefna B. Ingólfs- dóttir lét af störfum, og hafði þá komið útgáfu ritsins í rétt horf eftir áföll ársins 2013. Það er í annað sinn sem Hrefna vinnur upp seinkun á útgáfunni. Í ritstjórn Náttúrufræðingsins sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur, formaður, Esther Ruth Guðmunds- dóttir, jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, fulltrúi stjórnar HÍN, Hlynur Ósk- arsson, vistfræðingur, Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, Tómas Grétar Gunnarsson, dýravist- fræðingur og Þóroddur F. Þórodds- son, jarðfræðingur. Í gildi er samstarfssamningur HÍN og Náttúruminjasafns Íslands um útgáfu tímaritsins og var hann undirritaður á aðalfundinum 2014 fyrir réttu ári. Samningi þessum var lýst í síðustu ársskýrslu. Hann létti mjög undir í fjárhag útgáfunnar og rekstri félagsins eins og vænst var. Samstarfinu til staðfestingar birtist hið nýja merki NMSÍ í tímaritinu við hlið HÍN-merkisins. Nefndir Samstarfshópur frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála á vegum um- hverfis- og auðlindaráðuneytis: Hópurinn á fulltrúa í nokkrum nefndum á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, s.s. í Ráðgjaf- arnefnd hagsmunaaðila um stjórn vatnamála, í stjórn og svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs o.fl. Árni Hjart- arson er fulltrúi HÍN en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fuglavernd er talsmaður og tengiliður hópsins við ráðuneytið. Hópurinn hefur aldrei verið kallaður saman í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila um stjórn vatnamála: Nefndin var skipuð á fyrri hluta árs 2012 í samræmi við ný lög um stjórn vatnamála. Hlutverk nefndar- innar er að vera Umhverfisstofnun og vatnaráði til ráðgjafar um atriði sem undir lögin heyra. Í árslok 2013 var gefin út Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands. Næsta skref í starfi nefndarinnar átti að vera að setja fram vöktunaráætlun fyrir vatnsauðlindina. Hægt miðar við það og hafa fáir fundir verið haldnir því að fjárveitingar til verkefnisins voru skornar verulega niður. Full- trúi HÍN er Árni Hjartarson. Styrkveitingar Fyrir nokkrum missirum ákvað stjórn HÍN að gefa út sérstakt þema- hefti af Náttúrufræðingnum með heitinu „Náttúra Þingvallavatns og Jóla- og kveðjusamsæti stjórnar HÍN í desember 2014. Frá vinstri: Kristján Jónasson, gjaldkeri, Herdís Helga Schopka, ritari, Hilmar J. Malmquist, meðstjórnandi og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Esther Ýr Jónsdóttir, fræðslustjóri, Hrefna B. Ingólfsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, Árni Hjartarson, formaður, Álfheiður Ingadóttir ritstjóri, Droplaug Ólafsdóttir, formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins, Jóhann Þórs- son, félagsvörður og afgreiðslustjóri Náttúrufræðingsins og Hafdís Hanna Ægisdóttir, varaformaður stjórnar HÍN. Ljósm: Hrund Ólafsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.