Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 ESÍ fjórði stærsti kröfuhafinn og fær tugi milljarða í gjaldeyri n Seðlabankinn einn stærsti hluthafi félags Kaupþings n Tíu þúsund kröfuhafar grisjaðir út E ignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélag Seðlabank­ ans, verður fjórði stærsti hluthafi eignaumsýslufélags Kaupþings eftir staðfestingu nauðasamnings og mun Seðlabank­ inn að óbreyttu fá að jafnvirði um 20 milljarða í gjaldeyri samtímis því að Kaupþing greiðir út allt laust fé í er­ lendri mynt til samningskröfuhafa. Sá gjaldeyrir sem mun að endingu falla í skaut ESÍ, eftir að Kaupþing hefur umbreytt öllum erlendum eignum sínum í laust fé og greitt út til samn­ ingskröfuhafa, verður að öllum lík­ indum samtals yfir 40 milljarðar. DV hefur undir höndum lista yfir alla þá kröfuhafa – rúmlega tvö þús­ und talsins – sem verða hluti af fyrir­ huguðum nauðasamningi Kaupþings og var sendur til kröfuhafa þann 23. október síðastliðinn. Þar kemur fram að kröfufjárhæð ESÍ nemi ríflega 158 milljörðum króna að nafnvirði. Það gerir félagið að fjórða stærsta kröfu­ hafa Kaupþings með 5,76% hlut í hinu nýja félagi sem verður til þegar nauðasamningar hafa verið kláraðir í árslok. Það er hins vegar Deutsche Bank Trust Company Americas (DBTCA) sem er langsamlega stærsti samn­ ingskröfuhafi Kaupþings með kröf­ ur að fjárhæð tæplega 486 milljarð­ ar króna að nafnvirði. Félagið, sem mun eiga 17,7% hlut í Kaupþingi, er þó ekki raunverulegur eigandi krafn­ anna heldur aðeins vörsuaðili fyrir ýmsa erlenda fjárfestingasjóði, eink­ um bandaríska vogunarsjóði. Miðað við að gangverð krafna Kaupþings er núna um 24–28% af nafnvirði – mis­ munandi eftir því í hvaða mynt kröf­ urnar eru stofnaðar í – þá eru áætlað­ ar heimtur DBTCA um 126 milljarðar króna. Þar á eftir koma skúffufélög í Lúx­ emborg í eigu bandarísku vogunar­ sjóðanna Abrams Capital og York Capital með 8,6% og 7,7% allra krafna á hendur Kaupþingi. Áætlaðar endur­ heimtur sjóðanna við skuldaskil Kaupþings eru því á bilinu 55 til 60 milljarðar króna. Sjóðirnir eru í hópi stærstu vogunarsjóða Bandaríkjanna með eignir í stýringu sem eru sam­ tals yfir 30 milljarðar Bandaríkjadala, en það jafngildir um tvöfaldri lands­ framleiðslu Íslands. Kröfuhöfum fækkað verulega Stærstu samningskröfuhafar Kaup­ þings eru sem kunnugt er alfarið – fyrir utan Eignasafn Seðlabankans – ýmsir bandarískir og evrópskir fjárfestinga­ sjóðir og fjármálafyrirtæki. Erlendir aðilar eiga samtals um 93% allra sam­ þykktra krafna á hendur Kaupþingi á meðan innlendir aðilar eiga um 7%, en þar munar langsamlega mestu um kröfu ESÍ. Allir almennir kröfuhaf­ ar Kaupþings munu fá í sinn hlut til­ tekna lágmarksgreiðslu – annaðhvort í evrum eða krónum – sem er einkum gert í því skyni að grisja verulega út þann mikla fjölda kröfuhafa sem yrði að öðrum kosti hluti af nauðasamn­ ingi. Þeim fækkar úr um 13.000 tals­ ins í ríflega 2.000 sem ætti þannig að auðvelda stjórn á félaginu sem verður til á grundvelli nauðasamningsfrum­ varpsins. Eftir að slitameðferð Kaupþings lýkur með staðfestingu nauðasamn­ ings fyrir árslok 2015, eins og áætlan­ ir gera ráð fyrir, verður sem fyrr segir til eignarhaldsfélag undir nýrri stjórn sem mun hafa umsjón með að halda utan um þær eignir sem ekki er búið að umbreyta í laust fé og greiða út til kröfuhafa. Ljóst er að í tilfelli Kaup­ þings munu þær eignir nema í kring­ um 400 milljarðar króna. Fyrir utan 87% eignarhlut Kaupþings í Arion banka, bókfærður í reikningum slita­ búsins á 163 milljarða króna, þá námu erlendar eignir búsins, sem eru ekki í reiðufé, samtals að jafnvirði 236 milljarðar um mitt þetta ár. Eins og upplýst var um í DV þann 13. október síðastliðinn verður Ótt­ ar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda að lögmannsstofunni LOGOS, í hópi þeirra sem munu skipa stjórn félagsins eftir nauða­ samning Kaupþings. Óttar hefur á undanförnum árum verið allra mik­ ilvægasti ráðgjafi kröfuhafa Kaup­ þings og Glitnis. Þá var greint frá því í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, myndi einnig taka sæti í stjórninni. Samkvæmt heimildum DV verður Jó­ hannes Rúnar starfandi stjórnarmað­ ur (e. executive director). Aðrir stjórn­ armenn verða erlendir aðilar en gert er ráð fyrir fimm manna stjórn hjá Kaupþingi. Íslenskt félag, til að byrja með Við staðfestingu nauðasamnings mun Kaupþing gefa út skuldabréf í evrum, og nýja hluti í Kaupþingi, sem verður afhent samningskröfuhöfum í hlut­ falli við fjárhæð krafna þeirra. Afborg­ anir af skuldabréfinu verða ársfjórð­ ungslega og fjárhæðin hverju sinni ræðst af því hvernig stjórnendum hins nýja félags tekst til við að umbreyta þeim erlendu eignum sem enn verða í eigu Kaupþings í reiðufé á komandi misserum og árum. Það verður einnig hlutverk þeirra að reyna að selja hlut Kaupþings í Arion banka á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum DV er gert ráð fyrir því í nauðasamnings­ frumvarpi Kaupþings að eignaum­ sýslufélagið verði með lögfesti á Ís­ landi, að minnsta kosti til að byrja með. Að sögn kunnugra er hins vegar ekki talið ólíklegt að það muni taka breytingum á síðari stigum og félag­ ið flutt erlendis, þá líklegast til Bret­ lands. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Olíusjóður Aserbaídsjan á 6 milljarða kröfu Á meðal hundrað stærstu samningskröfu hafa Kaupþings er að finna ríkisfjárfestingasjóði frá Mið-Aust- urlöndum og Mið-Asíu. Þannig verður olíusjóður Aserbaídsjan 51. stærsti hluthafi eignaumsýslufélags Kaupþings en sjóðurinn á samþykktar kröfur á hendur slitabúinu að fjárhæð tæplega 6 milljarðar króna að nafnvirði. Þá á fjármálaráðuneytið í arabíska furstadæminu Dúbaí og ríkisfjár- festingasjóður Líbíu jafnframt sam- þykktar kröfur á Kaupþing að fjárhæð rúmlega milljarð króna sem skilar þeim í hóp hundrað stærstu hluthafa eigna- umsýslufélagsins. Ríkisfjárfestingasjóði Líbíu var komið á fót árið 2006 og er með eignir upp á 60–70 milljarða dala í stýringu. Kaupþing átti í samstarfi við fjár- festingasjóði í eigu stjórnvalda í Líbíu í aðdraganda þess að bankinn féll haustið 2008. Þannig fjárfesti Kaupþing ásamt líbískum olíufjárfestingasjóði í Circle Oil í september 2008. Þá vakti það athygli þegar greint var frá því í ársbyrjun 2009 að ríkisfjárfestingasjóður Líbíu hefði áhuga á að kaupa Kaupþing í Lúxemborg af skilanefnd bankans. Ekki varð hins vegar af þeim kaupum. Áhrifamesti kröfuhafi Kaupþings Þrátt fyrir að nafn þess komi hvergi fyrir á listanum yfir samningskröf- uhafa þá er vogunarsjóðurinn Taconic Capital í hópi allra stærstu kröfuhafa Kaupþings en eignum sjóðsins er stýrt í gegnum önnur félög, meðal annars sem eru skráð í Lúxem- borg. Samkvæmt heimildum DV á Taconic Capital einnig kröfur á hendur Glitni enda þótt fjárhæð þeirra sé mun minni borið saman við Kaupþing. Til marks um umsvif Tacon- ic Capital þá var sjóðurinn á meðal þeirra fáu kröfuhafa Kaupþings sem átti fulltrúa á fundum með ráðgjöfum stjórnvalda síðastliðið vor þegar þegar þeim voru kynnt þau stöðugleikaskilyrði sem kröfuhafar þyrftu að uppfylla til að forðast 39% stöðugleikaskatt á eignir slitabúanna. Sá sem fór fyrir Taconic Capital á þeim fundum var Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana en hann stýrir skulda- bréfafjárfestingum sjóðsins í Evrópu. Keith er sagður áhrifa- mesti kröfuhafi Kaupþings og gegndi lykilhlutverki við að fá helstu kröfuhafa slitabúanna – ekki aðeins Kaupþings, heldur einnig Glitnis – til að fallast á stöðugleikaskilyrði íslenskra stjórnvalda. Kröfuhafi Kröfufjárhæð að nafnvirði (í milljörðum) Hlutdeild Deutsche Bank Trust Company Americas 486 17,7% ACP Intermediate Aquisition 235 8,6% York Global Finance Offshore BDH 210 7,7% Eignasafn Seðlabanka Íslands 158 5,8% Sculptor Investments 148 5,4% Hilcrest Investments 144 5,2% Deutsche Bank AG, London 129 4,7% TCA Opportunity Investments 77 2,8% Kaupthing Singer & Friedlander (í slitameðferð) 76 2,8% Bayerische Landesebank 72 2,6% Goldman Sachs Lending Partners 55 2% Trinity Investments 46 1,7% Credit Suisse International 45 1,7% RCPII Europe 41 1,5% CCP Credit Aquisition Holding Luxco 39 1,4% Silver Point Luxembourg Platform 39 1,4% Bluemountain Luxembourg Holdings 39 1,4% North Run Master Fund 36 1,3% Halcyon Loan Trading 30 1% Max Participation II 27 1% 20 stærstu kröfuhafar Kaupþings Skuldaskil Eignaumsýslufé- lag Kaupþings mun halda utan um eignir sem nema yfir 400 milljörðum. Mynd Stefán KarlSSon Keith Magliana bokafelagid.is DAGBÓKIN - KOMIN Í VERSLANIR Tíminn minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.