Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 66
58 Menning Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Þ rjár íslenskar listakonur sýna nú verk sín á Feneyjatvíær- ingnum á næstu dögum en sýningin er hluti af verkefn- inu „The Silver Lining“ sem er fyrsta opinbera framlag Liechtenstein til myndlistarhátíðarinnar. Gunnhildur Hauksdóttir, Anna Fríða Jónsdóttir og Gabríela Frið- riksdóttir, sem verða meðal níu lista- manna frá fjórum smáríkjum sem sýna verk sín, taka þátt í gjörning- um, fyrirlestrum og öðrum viðburð- um meðan á sýningunni stendur. Gabríela sýnir verkið In the Life of a Hay Bale, Anna Fríða sýnir mynd- bandsverkið Natural Law og gjörn- inginn Þoka ásamt Ástu Maríu Kjart- ansdóttur sellóleikara og Gunnhildur setur upp gjörningalistaverkið Bilið/ Der Abstand. Þá verða Ásta Fanney Sigurðardóttir og Sigurður Atli Sig- urðsson með gjörning og kvikmynda- sýningu á lokakvöldi viðburðarins. Listamenn frá Liechtenstein og öðrum evrópskum smáríkjum sýna verk sín á þessum tíu daga viðburði sem er eins konar hliðarviðburð- ur (e. Collateral event) á hátíðinni. Viðburðurinn, sem stendur frá 23. október til 1. nóvember, er skipulagð- ur í listasafninu í Liechtenstein, en fer fram í húsnæði Kynningarmið- stöðvar svissneskrar myndlistar, Pro Helvetia. Það má segja að þá lok- ist hringurinn enda sýndi svissneski listamaðurinn Christoph Büchel fyr- ir hönd Íslands á tvíæringnum í ár. n kristjan@dv.is Íslendingar sýna fyrir hönd Liechtenstein Gunnhildur, Anna Fríða og Gabríela meðal listamanna Rannsakar bilið Gunnhildur Hauksdóttir er ein þriggja íslenskra listakvenna sem taka þátt í verkefninu The Silver Lining. Þoka Anna Fríða Jónsdóttir sýnir eitt verk og flytur gjörninginn Þoka í Feneyjum í vikunni. Á rleg lestrarhátíð Bókmennta- borgar fór fram í október og var að þessu sinni helguð röddum kvenna með sérstakri áherslu á verk Svövu Jakobsdóttur. Frumsýning Háaloftsins á Lokaæfingu Svövu í upphafi hátíðarinnar var því vel tímasett fyrir þá sem vildu kynna sér ólík höfundarverk hennar. Leikritið, sem var upphaflega frumsýnt árið 1983, fjallar um hjón á fertugsaldri. Verkfræðingurinn Ari hefur byggt neðanjarðarbyrgi með það að markmiði að geta búið sér og Betu, eiginkonu sinni, fullkomið öryggi gegn kjarnorkusprengju. Hann býð- ur Betu til lokaæfingar í byrgið sem nú skal reynt og þaulprófað. Beta kemur skilningsvana og illa undirbúin til æf- ingarinnar. Hún reynir að gera gott úr ástandinu í fyrstu en einangrunin af- hjúpar samband þeirra hjóna og nöt- urlega stöðu hennar, konunnar sem hvorki er fugl né fiskur. Það eru margir vinklar á verkinu en það fjallar þó fyrst og fremst um yfirráð karla, kúgun og valdeflingu kvenna. Einangrun, ótti og ofvernd leika líka stór hlutverk. Fullhæg sýning Þrátt fyrir að kjarnorkuvánni sé skipt út fyrir óskilgreinda hættu í þessari uppfærslu, þá tekst ekki nægjanlega vel að gera verkið tímalaust eða færa það nær okkur í tíma þannig að mað- ur detti inn í það. Á köflum var sýn- ingin auk þess fullhæg þannig að það jaðraði við að manni leiddist. Ari og Beta eru trúverðugar persón- ur, einstaklingar haldnir þráhyggju og ríkri stjórnunarþörf og svo hinir sem falla í gildru þeirra fyrrnefndu og láta þá ráðskast með líf sitt. Ef til vill eru þau þó af annarri kynslóð en leik- ararnir sem léku þau. Það kemur ekki fram hversu lengi þau ætla að loka sig inni í byrginu og það er óljóst hvernig tímanum vind- ur fram meðan á tilrauninni stend- ur. Dvölin er þó í styttra lagi sé miðað við þekktar hryllingssögur úr raun- veruleikanum. Nærtækt er að nefna Josef Fritzl, sem ári eftir fyrstu frum- sýningu Lokaæfingar, árið 1984, læsti dóttur sína inni í litlu byrgi í kjallara íbúðarhúss, þar sem hann misnot- aði hana kynferðislega fram til ársins 2008 eða í 24 ár. Flott leikmynd en ófrumleg sýning Svava var líklega á undan sinni sam- tíð í sköpun sinni á Ara. Framkoma hans ber nokkur líkindi Asperger- heilkennis, einhverfugreiningar sem enn var í þróun þegar verkið var skrifað. Í dag njóta einstrengings- legar sögupersónur sem daðra við Asperger-greiningu sérstakra vin- sælda líkt og til dæmis Saga Noren úr sjónvarpsþáttunum Brúnni. Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir fara með hlut- verk hjónanna Ara og Betu. Kraftur- inn datt stundum svolítið niður hjá þeim báðum, bæði í hraða og radd- beitingu. Þorsteinn var sannfærandi í þeirri trú sinni að hann væri að loka eiginkonu sína inni af góðum hug og Elma Lísa var áhugaverðust þegar valdahlutföllin sveifluðust. Allar sviðshreyfingar voru mjög öruggar innan þess þrönga rýmis sem byrgi Stígs Steinþórssonar skap- aði þeim. Leikmyndin vann því vel með verkinu auk þess sem hún var einfaldlega flott. Búningar og leik- munir voru hins vegar ófrumlegir, þeir guldu fyrir tímaleysi verksins. Kristín Pétursdóttir stóðst frumraun sína í atvinnuleikhúsi ágætlega í skrýtnu hlutverki píanónemans. Hún bar inn á sviðið það súrefni sem þörf var á í lok verksins og sannaði kjark sinn með óhugnanlega brattri inn- komu. Leikstjórinn, Tinna Hrafns- dóttir, getur vel tekið stærri ákvarð- anir og sterkari afstöðu en hún gerir í þessari sýningu. Þrátt fyrir að fjöl- mörg smáatriði séu vel unnin þá vantar meira kjöt á beinin til þess að halda áhorfendum á sætisbrúninni og tilfærsla verksins í tíma gekk ekki alveg upp. n Varist góðan vilja n Flott leikmynd n Vantar meira kjöt á beinin Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Lokaæfing Höfundur: Svava Jakobsdóttir Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kristín Pétursdóttir Leikmynd: Stígur Steinsson Búningar: Una Stígsdóttir Tónlist: Sveinn Geirsson Æfing fyrir enda- lokin Elma Lísa og Þorsteinn Bachmann leika hjón sem undir- búa sig fyrir endalokin. „Þrátt fyrir að fjölmörg smá- atriði séu vel unnin þá vantar meira kjöt á beinin til þess að halda áhorf- endum á sætisbrúninni. Óskalisti Ricos Í skáldsögunni Þegar þú vaknar eftir Franzisku Moll liggur Rico í dái eftir hræðilegt bílslys. Meðan Elena bíður eftir að hann vakni finnur hún lista yfir hluti sem hann langaði að gera. Hún ákveð- ur að framkvæma þá alla. Undarlegir atburðir Grimmi tannlæknirinn er barna- bók eftir hinn gríðarlega vin- sæla David Walliams með myndskreytingum eftir Tony Ross. Myrkur herjar á bæinn og undar- legir hlutir gerast um miðjar næt- ur. Ill öfl eru greinilega að verki. Hvernig bregðast börnin við? Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.