Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 72
64 Menning Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 30% AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! H E I L S U R Ú M ROYAL AVIANA Queen Size (153x203 cm) þrýstijöfnunardýna Verð áður 164.701 kr. VERÐ NÚ 115.290 kr. A R G H !!! 0 21 01 5 Á sýningunni Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar á Kjarvalsstöðum sýna á þriðja tug kvenna ný verk sín. Þetta eru sömu konur og tóku þátt í sýningunni Hér og nú á Kjarvals­ stöðum árið 1985. Sýningarstjóri er Anna Jóa, myndlistarmaður og list­ fræðingur. Ein listamannanna er Erla Þórar­ insdóttir, sem man vel eftir sýn­ ingunni árið 1985. „Það ár var ég að koma frá New York þar sem ég hafði unnið að list minni. Mér var sagt að sækja um þátttöku á sýningunni á Kjarvalsstöðum og umsókn mín var samþykkt, en ég átti engin verk á landinu, þau voru öll í New York. Ég fór niður á Flugleiðir og spurði hvort ég gæti fengið verk mín flutt til lands­ ins og í staðinn fengi félagið verk eftir mig til eignar. Það var samþykkt. Flugleiðir eignuðust þannig verkið Space Queen. Þessi geimdrottning var hluti af geimprógrammi sem ég vann að í New York og þar voru ýmsar arketýpur, eins og drottningin, prinsinn, sendiboðinn og eldfjallið. Á sýningunni 1985 sýndi ég ásamt geimdrottningunni verkið Messenger, sem var engill í náttfötum og annað verk sem hét Travelling Mind. Þessi verk komu til landsins, en önnur verk mín urðu eftir í New York og svo kveikti leigusalinn í hús­ inu til að fá bætur frá tryggingunum og verk eyðilögðust.“ Mikil vinna að finna sjálfsímynd Hvernig var á þessum árum að vera kona í myndlistarheiminum? „1985 var árið sem ég varð þrítug. Það var mikil vinna í byrjun að finna sér sjálfsímynd sem kvenkyns mynd­ listarmaður. Þá voru ekki margar konur virtar og sýnilegar og við­ fangsefni kvenna ekki eins hátt metin og karlanna. Í langan tíma var ég að leita mér að spegilmynd sem styrkti mig í því sem ég var að gera. Núna er mér ljóst að allar þær listakonur sem sýndu þarna árið 1985 þurftu að fara í gegnum þetta sama. Það hefur tek­ ist því flestar eru enn að vinna að list­ sköpun, þrjátíu árum síðar.“ Hver er upplifun þín af sýningunni núna, þegar þú sérð nýleg verk eft- ir sömu konurnar og sýndu með þér fyrir þrjátíu árum? „Það var gaman að hittast aftur og gera sér ljóst að maður á þrjátíu ára listaferil eða rúmlega það. Sýningin er í einum sal og því eru ekki mörg verk eftir hverja og eina þannig að hún varpar ekki svo miklu ljósi á það sem listakonurnar hafa verið að gera á þessum þrjátíu árum, en hún staðfestir að þessar konur eru enn að vinna. Við komum hver úr sinni áttinni hvað við­ fangsefni varðar og það hefði verið góð forsenda að sýningu að horfa á þessi þrjátíu ár hjá þessum tuttugu og átta listakonum. Það hefði hins vegar verið mjög umfangsmikið verkefni.“ Vinnur með umbreytingar Erla er beðin um að lýsa verkinu sem hún sýnir nú á Kjarvalsstöðum. „Verkið mitt, sem var valið af sýningarstjóranum, er frá árinu 2009. Það er oxídasjón, hluti af óendanlegri strúktúru lögð silfri sem hefur oxast í Reykjavík. Verkið verður til þegar ljós og allt sem er í loftinu leikur um silfrið sem oxast og umbreytist. Ég hef verið að vinna með þessar um­ breytingar undanfarin 20 ár. Ég veit aldrei hvað mun gerast en lakka yfir myndina þegar hún er komin á visst stig og lýkur þá ferlinu. Það er mismunandi hvað ég læt verk oxast lengi, stundum hef ég látið þau oxast í ár og lengur. Einu sinni reyndi ég að fyrirbyggja stríð með því að láta verk oxast. Þá stóð til að ráðast inn í Afganistan og mér fannst ég verða að gera eitthvað til að reyna að varna því. Ég silfraði stórt sóltákn og lét það oxast, en það var ruðst inn í landið hvort eð er. Það er svo fátt sem virkar!“ Í desember sýnir Erla verk í Hall­ grímskirkju. „Þar sýni ég tvær stórar myndir, og minni með brot af kven­ legum formum, sem tengjast hug­ myndinni um gyðjuna. Gyðjan er mjög gamalt viðfangsefni og við höfum öll einhverja hugmynd um hana.“ Yfirtaka auðvaldsins Erla er nýkomin frá Tyrkland, nánar tiltekið Istanbúl og hreifst mjög af landi og þjóð. „Það var unaðslegt að vera þar. Istanbúl er mikil bók­ menntaborg, Orhan Pamuk er þeirra Laxness, og alls staðar eru bóka­ búðir – og kettir. Þarna er stórkostleg fegurð og mikið mannlíf, gott fólk og frábær matur. Istanbúl er borg sem færir mann bæði aftur til fortíðar og til framtíðar.“ Hún segist þó hafa séð skugga­ hliðar: „Þarna er mikið af flóttafólki og betlurum. En ég var líka í Stokk­ hólmi og þar eru líka betlarar á hverju götuhorni. Svíar eru miður sín yfir því. Heimurinn er breyttur. Auð­ valdið hefur tekið yfir og í kjölfarið er hætta á stríði og eymd.“ n Í leit að spegilmynd Erla Þórarinsdóttir sýnir ásamt fleiri konum verk á sýningunni Kvennatími á Kjarvalsstöðum Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Listakonan og listaverkið „Verkið verður til þegar ljós og allt sem er í loftinu leikur um silfrið sem oxast og umbreytist.“ MYnd SigtrYggur Ari „Einu sinni reyndi ég að fyrirbyggja stríð með því að láta verk oxast. Þá stóð til að ráðast inn í Afganistan og mér fannst ég verða að gera eitthvað til að reyna að varna því. Málþing á Kjarvals- stöðum Listakonur í pallborði 14. nóvember verður málþing á Kjarvals- stöðum í tengslum við sýninguna Hér og nú þrjátíu árum síðar. Þátttakendur eru listakonur sem stóðu að sýningu á vegg- spjöldum Guerrilla Girls í Nýlistasafninu 1994. Þær eru Erla Þórarinsdóttir, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Harpa Björnsdóttir og Gerla Geirsdóttir, en allar tóku þær þátt í Hér og nú sýningunni 1985. Nýjar bækur Einræðisherrar 20. aldar Barnið sem varð að harðstjóra – Saga helstu einræðisherra 20. aldar er bók eftir Boga Arason blaðamann. Þar rekur hann sögu illræmdustu harðstjóra 20. aldar. Skotheld klassík Skáldsögur Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan, komu fyrst út árið 1983 og 1985, en þær fjalla um Reykjavík eftir­ stríðsáranna og eru fullar af lit­ ríkum persónum. Bækurnar hafa nú verið endurútgefnar í kilju. Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar formála og þar er fyrir­ sögnin Skotheld klassík. K ínverski listamaðurinn Ai Weiwei hefur komið fyrir söfn­ unarstöðum þar sem Peking­ búar geta gefið Lego­kubbana sína í næsta verk listamannsins. Hann hefur gripið til þessa ráðs eftir að Lego neitaði að selja honum gríðarlegt magn kubba til að nota í listaverk sem hann set­ ur upp í National Gallery of Victoria í Ástralíu í des­ ember. Weiwei hefur ekk­ ert gefið upp um verkið nema að það muni fjalla um tjáningar­ frelsið. Danski leikfangaframleið­ andinn sagðist ekki geta samþykkt notkun á kubbunum í pólitískt lista­ verk. Weiwei hefur sagt líklegra að ákvörðun Lego tengist opnun nýs Lego­skemmtigarðs í Sjanghæ í Kína, en listamaðurinn er gríðarlega umdeildur í Kína og hefur ítrekað komist upp á kant við þarlend stjórnvöld. Eftir að listamaðurinn sagði frá viðbrögðum Lego buðust fjölmargir netverjar til að gefa honum kubbana sína. Weiwei þakkaði fyrir sig og hefur nú sett upp fyrsta Lego­söfnunarbaukinn í rauðum bíl með sérsmíðaðri Lego­kubbalúgu. Bíllinn keyrir nú um götur Peking­borgar, en Weiwei hefur sagt að fleiri áþekkir bílar muni birtast á götum annarra stórborga á næstunni. n Lego neitaði að selja Weiwei kubba Segist ekki vilja blanda sér í pólitísk listaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.