Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 11
Fréttir 11Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Jóla skreytingar fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki Skoðum og gerum tilboð endurgjaldslaust Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Fundu bílinn Hvorki þýfið né þjófarnir fundnir Brún Hundai i30-bifreið sem stolið var frá ungu pari í Fossvoginum eftir innbrot í íbúð þeirra er nú fundin. Bifreiðin fannst yfirgefin á víðavangi og búið að róta í henni. Ekki er enn vitað hver var að verki og verðmæti sem stolið var úr íbúð parsins eru enn ófundin. DV greindi fyrst frá málinu um liðna helgi, en brotist var inn hjá þeim Guðna G. Kristjánssyni og Ásu Sigurjónu Þorsteinsdóttur. Meðal þess sem þjófarnir hirtu voru varalykill að bíl parsins og óku þeir burt á honum. Bíllinn er nú fundinn en ekki annað þýfi og þjófarnir ganga enn lausir. Í stuttu samtali við DV sagð- ist Guðni vissulega vera feginn að bíllinn sé kominn í leitirnar en hann vonast til þess að þýfið verði endurheimt líka en þar á meðal var tölva parsins með ómetanlegum gögnum. „Það var bara allt tekið. Það var búið að rústa öllu. Tölvan mín með BS-ritgerð sem ég þarf að skila eftir viku er horfin, öll gögnin farin, allar myndirnar, ég á fjögurra mánaða stelpu og allar myndirnar frá fæðingu eru í tölvunni.“ Þeir sem gætu haft upplýsingar um þetta innbrot eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda ábendingu á netfangið ritstjorn@dv.is V ið tökum mjög hart á þessu og köllum eftir öllum ábendingum um það ef leigjendur okkar eru að framleigja íbúðirnar,“ segir Auðunn Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, að- spurður hvernig brugðist sé við því að einstaklingar framleigi íbúðir í eigu Félagsbústaða til annarra að- ila, svo sem ferðamanna. DV fékk ábendingu um að íbúð á vegum Félagsbústaða væri í útleigu til ferðamanna í gegnum síðuna Air- bnb. Á síðunni er hægt að skrá íbúðir sínar og framleigja til ferðamanna eða annarra sem vantar nætur- gistingu til lengri og skemmri tíma. Talsvert er um að íbúðir, sérstak- lega á miðborgarsvæði Reykjavík- ur, séu til leigu þannig. Hefur ríkis- skattstjóri meðal annars gefið það út að hann fylgist með síðunni til að kanna hvort greidd séu tilhlýði- leg gjöld af leigugjaldinu. Þá hefur lögreglan einnig fylgist með slíkri útleigu til að kanna hvort gististaðirnir hafi öll þau leyfi sem þarf til að vera starfandi samkvæmt lögum. Félagsbústaðir hafa fá úr- ræði til að fylgjast með nema að fá ábendingar um slíkt. Auðunn segir að þó hafi komið upp að einstak- lingar sem leigi íbúðir hjá Félags- bústöðum hafi framleigt íbúðina, eða herbergi. „Það hafa komið upp mál hjá okkur þar sem nágrannar gera athugasemdir við það að íbúð- ir séu í framleigu. Við höfum þá gengið í málið enda er þetta með öllu óheimilt og brot á leigusamn- ingi,“ segir Auðunn. „Þetta eru þó ekki mörg mál. Líklega er þetta um það bil eitt mál á ári, en við erum með rúmlega tvö þúsund eignir. Ef svona gerist höfum við öll ráð í hendi okkar, viðkomandi fær við- vörun og ef þetta gerist aftur þarf að grípa til frekari ráðstafana,“ segir hann. n astasigrun@dv.is Framleigja félagsbústaði Nágrannar hafa kvartað undan því að félagslegar íbúðir séu framleigðar til túrista Ekki mörg mál Þetta eru þó ekki mörg mál, segir Auðunn og telur að það sé eitt mál á ári. Mynd StEfán KarlSSon Fundu kókaín í dagatölum Tollverðir stöðvuðu sendingu til landsins sem innihélt pappírsdaga- töl en í sendingunni reyndist einnig vera töluvert magn af kókaíni. Um bögglapóstsendingu var að ræða þar sem 34 pappírsdaga- töl voru heftuð á pappaspjöld. Sendingin kom frá Brasilíu og var móttakandi hennar Íslendingur. Í fréttatilkynningu frá embætti tollstjóra segir að tollverðir hafi stöðvað sendinguna og við skoðun á dagatölunum vaknað grunur um að í þeim leyndust fíkniefni. Sá grunur reyndist á rökum reistur því við efnagreiningu á efni sem fannst í þeim reyndust þau inni- halda samtals allt að 100 grömm- um af kókaíni. Kókaíninu hafði ver- ið komið fyrir í dagatölunum meðal annars með því að bleyta pappann með upplausn sem innihélt efnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.