Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 4.–7. desember 2015 KirKjuheimsóKnir sKólabarna bannaðar í reyKjavíK n Höfuðborgin með ströngustu reglurnar varðandi samskipti skóla og trúfélaga R eykjavíkurborg sker sig úr varðandi reglur tólf helstu sveitarfélaga landsins um samskipti skóla við trú- og lífsskoðunarfélög. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafi yfirhöfuð sett slíkar reglur og þá einnig hversu ítarlegar þær eru. Að mati vara- borgarfulltrúa Vinstri grænna er hvorki heimilt samkvæmt reglum borgarinnar að skólar fari í kirkju- heimsóknir á aðventunni né taki við gjöfum eins og Nýja testamenti Gídeonfélagsins á Íslandi. Umdeildar kirkjuheimsóknir Það er nánast orðin árleg jólahefð að landsmenn takist á um samskipti skóla við trú- og lífsskoðunarfélög. Yfirleitt er það í tengslum við kirkju- ferðir barna um jólin eins og nýlegt dæmi í tengslum við Langholtsskóla sýnir. Eins og DV greindi frá var ár- leg kirkjuferð nemenda við skólann blásin af í ár og vísaði skólastjóri í reglur Reykjavíkurborgar varðandi samskipti við trúfélög. Greinin sem vísað var í er svohljóðandi: „Heim- sóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skóla- tíma skulu eiga sér stað undir hand- leiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá.“ Óhætt er að segja að fréttin hafi vakið mikil viðbrögð og því fór DV á stúfana til þess að kanna hvernig málum er háttað varðandi sam- skiptareglur skóla við trú- og líf- skoðunarfélög í tólf helstu sveitarfé- lögum landsins. „Ekki sjálfgefið að skólar hætti að heimsækja kirkjur“ Fjögur sveitarfélög hafa ekki séð ástæðu til þess að setja reglur eða tilmæli um þessi samskipti. Um er að ræða Ísafjörð, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað og Akureyrarbæ. Að sögn Soffíu Vagnsdóttur, fræðslustjóra Akureyrar, skipuleggja skólarnir sjálfir hvernig málum er háttað. Varðandi heimsóknir skóla- barna í kirkjur bæjarins segir Soff- ía: „Mér finnst ekki að það sé sjálf- gefið að skólar hætti að heimsækja kirkjur á aðventunni. Það er löngu liðin tíð að heimsóknir í kirkjur séu innræting á trú.“ Soffía telur ólíklegt að 30 mínútna heimsókn í fallega byggingu þar sem fjallað er um kær- leikann, vináttuna, samkenndina og hlustað á jólalög eða orgelleik geti skipt sköpum í innrætingu á því að börn eigi að trúa á Guð. „Ég held nú að áhrif foreldra á uppeldi barna sinna séu meiri en svo að þetta geti skaðað þau með nokkrum hætti. Nemendur læra í skólum um allar tegundir trúar. Þetta heitir fræðsla en ekki innræting. Það að fræðast sem mest um ólíkar tegundir trúar eða trúleysis eykur víðsýni og kemur í veg fyrir fordóma. Þetta þurfum við að leggja enn frekari áherslu á, ekki síst þar sem okkar samfé- lag verður fjölmenningarlegra með hverju árinu,“ segir Soffía. Heimsóknir í kirkjur hluti af fræðslu Alls hafa sex sveitar- félög gert tillögur mennta- og menn- ingarmála- ráðuneytis- ins að sínum, annað- hvort orð- rétt eða þá keimlíkar reglur sem eru greini- lega innblásnar af tillögum ráðu- neytisins. Sveitarfélögin sem um er að ræða eru Kópavogsbær, Mos- fellsbær, Garðabær, Árborg, Fljóts- dalshérað og Seltjarnarnes. Forsaga tillagnanna er sú að ráðuneytið skipaði starfshóp þann 4. október 2012 þar sem full- trúar hags- munaafla eins og Biskupsstofu, Heimila og skóla, Kennarasambands Íslands, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Sið- menntar auk fulltrúa ráðuneytisins áttu sæti. Í tillögunum er í stuttu máli lögð áhersla á mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu. Vettvangs- heimsóknir til trúfélaga myndu flokkast sem slík fræðsla sem og heimsóknir fulltrúa trúfélaga að því gefnu að tilgangur slíkra ferða og heimsókna sé fræðsla en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúar- skoðana né tilbeiðslu. Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar, eins og jólanna, teljast hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleið þjóðarinnar. Í reglunum er sagt mjög mikilvægt að nemendur og foreldrar séu ekki settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum og almennar kynningar eða auglýs- ingar á starfsemi trúfélaga í skólum lúta sömu reglum og um kynningar á öðrum félagasamtökum. Kirkjuheimsóknir heimilaðar í Hafnarfirði Tvö sveitarfélög; Reykjavíkurborg og Hafnarfjörður, hafa sett ítarlegri reglur en önnur um samskiptin. Höf- uðborgin reið á vaðið en rúmu hálfu ári síðar tók Hafnarfjörður upp regl- ur sem eru mjög innblásnar af regl- um Reykjavíkurborgar. Hins vegar er veigamikill munur á reglunum sem gerir að verkum að í Hafnarfirði mælir ekkert gegn því að til dæm- is tekið sé við Nýja testamentinu og að nemendur fari í kirkjuheimsókn- ir á aðventunni. Slíkt heimila reglur Reykjavíkurborgar ekki. „Skólastjórum er í sjálfsvald sett hvort þeir taki við Nýja testa- mentinu til dreifingar. Það er ekkert í reglunum sem bannar slíkt. Hins vegar er það alltaf val foreldra hvort börnin fái gjafirnar í hendur,“ segir Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar. Erfitt að tengja kirkjuheim- sóknir við fræðslu Reglur Reykjavíkurborgar eru ítar- legastar varðandi samskipti skóla við trú- og lífsskoðunarfélög og samkvæmt þeim mega skólar ekki taka við gjöfum á borð við Nýja testamentið á skólatíma og að mati varaborgarfulltrúa eru kirkjuheim- sóknir á aðventunni brot á reglum. „Eftir að reglur Reykjavíkur- borgar voru settar virðist sem sumir skólar hafi verið seinni til en aðrir að fara yfir framkvæmdina varðandi aðventuheimsóknir skólabarna í kirkjur og meta hvort þær séu í sam- ræmi við reglurnar. Reglurnar eru samt skýrar að þessu leyti og bjóða ekki upp á mikla túlkun,“ segir Líf Magneudóttir, vara borg ar full trúi Vinstri grænna. Í reglum Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á helgi- og samkomu- staði trú- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skuli eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu. Líf segir ákveðinn fyrirslátt hafa verið varðandi túlkun á þessum lið. „Tökum dæmi: Sam- kvæmt skólanámskrá eiga nemend- ur í 2. bekk að fræðast um ýmiss konar trúarbrögð. Í því tilfelli mætti kannski tengja fræðsluna við heim- sókn í kirkju á aðventunni en þá gæta samræmis og heimsækja önnur trú- félög í tengslum við þessa trúar- bragðafræðslu. Þegar þú ferð hins vegar með 1–10. bekk á hverju ein- asta ári til þess að hlýða á prest segja frá jólaguðspjallinu þá er erfiðara að tengja það þessum lið reglnanna og maður veltir fyrir sér fræðslugildinu. Í mínum huga myndi það flokkast sem trúboð og samræmist því ekki reglunum sem Reykjavíkurborg hef- ur samþykkt,“ segir Líf. Soffía Vagnsdóttir „Mér finnst ekki að það sé sjálfgefið að skólar hætti að heim- sækja kirkjur á aðventunni,“ segir Soffía. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Líf Magneudóttir Segir reglurnar skýrar í Reykjavík og ekki sé mikið rými til túlkunar. Kirkjuferðir á vegum grunnskóla borgarinnar á aðventunni eru einfaldlega bannaðar. „Við bönnum okkar fulltrúum að ástunda nokkuð sem gætir flokkast sem trúboð eða tilbeiðsla. Böðvar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins Kirkjuferðir Misjafnt er hvort tólf helstu sveitarfélög landsins hafi sett sér reglur varðandi samskipti skóla og trúfélaga. Ef þær eru til staðar þá eru þær misítarlegar. Engar reglur: Akranes Engar reglur: Ísafjörður Engar reglur: Reykjanesbær GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.