Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 45
Lífsstíll 33Helgarblað 4.–7. desember 2015 „Þráin eftir „lækum“ getur verið sálræn“ Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hvetur foreldra til að fylgjast vel með netnotkun barna sinna É g hef oft áhyggjur af þeim mikla tíma sem krakkar og unglingar verja í þetta og með hverju árinu fæ ég fleiri mál inn á borð sem tengj- ast þessum vanda og foreldrum sem upplifa sig vera að missa tökin,“ segir Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur um áhrif sam- skiptamiðla á borð við Facebook, Snapchat, Instragram og Twitter á börn og unglinga. Börn eru börn Kolbrún hvetur foreldra til að fylgj- ast vel með því hvernig börnin noti þessa miðla. „Og endilega að eiga samtal við barnið svo það skilji að börn eru börn að 18 ára aldri og skylda foreldra er að passa upp á börnin sín og sjá til þess að verja þau gegn ytri vá, þar með talið öll- um þeim hættum sem leynast á netinu. Netið er komið til að vera en við þurfum að byrgja brunninn með forvörnum og tala við börnin um leið og þau hafa þroska til. Ég lít á netið sem stórborg með öll- um sínum kostum og skemmti- legheitum, upplýsingum, fræðslu og samskiptamöguleikum en þar leynast, eins og í öðrum stór- borgum, hættur,“ segir Kolbrún og bætir við að algengt sé að ung börn séu með reikninga á Face- book þótt þau hafi ekki tilskilinn aldur til. „Ég skil að það geti ver- ið erfitt að banna barninu sínu þegar allir hinir krakkarnir mega þetta en þá gæti verið sterkt ef for- eldrahópar, til dæmis foreldrar heilu bekkjanna, taka sig til, ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Auðvelt að mistúlka Kolbrún segir augljóst að allir þessir miðlar hafi áhrif á sjálfs- mynd óharðnaðra krakka. Krakk- ar séu stöðugt að máta sig við umhverfið, líka umhverfið á sam- félagsmiðlum eins og Facebook. „Vandamál með samskipti í gegn- um tölvu eru að þú ert ekki að sjá líkamsmálið sem fylgir orðun- um, heyrir ekki tóninn í röddinni, svipbrigðin og svo framvegis. Þess vegna er svo auðvelt að mistúlka skilaboð í gegnum tölvu. Ef það eru ekki broskallar á réttum stöð- um er auðvelt fyrir barn að oftúlka, persónugera eða misskilja skila- boð sem voru ef til vill send út með einhverju allt öðru hugarfari en móttakandinn upplifir. Svo er það samanburðurinn sem þessi forrit bjóða upp á og þráin eftir „lækum“ sem getur ver- ið mjög sálræn. Við þurfum ekki að vera unglingar til að upplifa slíkt og þekkjum flest tilfinninguna um vonbrigði þegar kannski einhver „frábær“ færsla sem við settum fram fær ekki nein læk að heitið geti en svo eru aðrir sem fá fjölda læka á nánast allar sínar færslur. Samanburðurinn er þannig allt eins í gangi meðal fullorðinna eins og unglinganna. Til að ná athygli er hætta á að viðkomandi fari að finna leiðir til að teygja sig lengra, til dæmis segja eitthvað meira „krassandi“, eitthvað sem haldið er að fangi athygli frekar. Sé farið yfir strikið getur verið erfitt að draga í land.“ Vanlíðan, streita og kvíði Kolbrún segir marga unglinga eins og fullorðna hreinlega fá höfn- unartilfinningu fái færslur þeirra enga athygli. „Þá kemur upp þessi tilfinning að maður sé ekki vinsæll, nógu spennandi, hafi ekki nógu áhugavert efni fram að færa. Læk er eins og hrós. Að fá engin læk er eins og að fá ekkert hrós. Þetta get- ur verið mjög erfitt fyrir unglinga sem eru enn að taka út mikinn til- finninga- og félagslegan þroska. Sumir hafa jafnvel efasemdir um sig, glíma við slaka sjálfsmynd af einhverjum orsökum eða líður ekki vel í eigin skinni. Hjá þeim geta svona samskipti á netinu valdið vanlíðan; streitu, kvíða sem getur svo orðið til þess að einstak- lingurinn fer að ganga lengra og lengra til að fá staðfestinguna.“ Foreldrar fyrirmyndir Kolbrún segir foreldra mikilvæg- ustu fyrirmyndina í þessum efn- um. „Við fullorðna fólkið getum al- veg eins gleymt okkur í símunum og það getur verið skondið að sitja í veislu, sem dæmi, þar sem helmingurinn er bara að skoða símann sinn eða fylgjast með for- eldrum með börn sín þar sem foreldrarnir eru að horfa á sím- ana sína. Sjálf þarf ég að taka mig á í þessum efnum, ég kíki óþarf- lega oft á símann. Hjá okkur full- orðna fólkinu er þetta allt spurn- ing um að taka ákvörðun um að breyta og beita sig smá sjálfsaga til að gera breytinguna að veruleika. Hvað varðar börnin þá er megin- reglan sú að mínu mati að svo fremi sem barnið og unglingurinn uppfyllir þær skyldur sem hon- um ber að sinna samkvæmt aldri og þroska, svo sem stunda skól- ann vel og sinna náminu, sinna tómstundum/íþróttum þá hefur hann vissulega val hvernig hann vill verja sínum frítíma. Margir krakkar velja þá að vera í tölvunni, í leikjum eða á samfélagsmiðlun- um. Sé svo komið að unglingurinn er farinn að hunsa t.d. skólann og vill bara verja lunganum úr deg- inum fyrir framan skjáinn þá er vandi á höndum sem verður að taka á strax ef það á ekki bara að versna.“ Sterk sjálfsmynd forvörn Kolbrún segir trúna á sjálfan sig sterkustu forvörnina. „Við verðum að byrja snemma að hlúa að sjálfs- mynd barnanna okkar og kenna þeim nokkrar grunnreglur ekki síst í samskiptum og að geta sett sín eigin mörk og virt mörk annarra. Hvað varðar netið er mikilvægt að krakkar viti að ekki eigi að trúa öllu sem sagt er á netinu og að sjálf- sögðu aldrei að hitta neinn sem þú kynnist þar, hvorki að senda myndir sem maður vill ekki að fari í umferð né senda áfram myndir af öðrum í leyfisleysi. Mikilvægast er að fá þetta samþykki barnanna okkar á að fá að fylgjast með og best er ef þessi mál geta öll verið í samvinnu milli foreldra og ung- linga.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Sjálf þarf ég að taka mig á í þessum efnum, ég kíki óþarflega oft á símann Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur áhyggjur af þeim mikla tíma sem margir krakkar og unglingar eyða á samskiptamiðlunum. FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.