Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 56

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 56
56 SKAGFIRÐINGABÓK mjög vel eftir þegar verið var að skafa af þeim snjóinn og hlynna að þeim. Þetta voru unglingspiltur og stúlka sem komið höfðu austan yfir Vötn um morguninn og voru á leið til Sauð­ árkróks. Dagsetning þessa atburðar er örugg, því þetta var Halaveðrið 8. febrúar 1925. Afi í Hróarsdal Það mun hafa verið einn sólfagran sunnudag sumarið 1924, þegar Jónas bróðir minn var á fyrsta árinu en ég þá fimm ára, að mamma og pabbi tóku sig til og fóru ríðandi fram í Hróarsdal með okkur bræður. Pabbi reiddi mig fyrir framan sig á Jarp, en mamma, sem reið í söðli á Rauð gamla, hélt á Jónasi í fanginu. Veðrið var yndislegt, logn og sólskin, og segir ekki af ferð um okk ar fyrr en við komum að lækn um í Ferjuhamarsgilinu utan við Kára staði. Þar þurftu hestarnir að fá sér að drekka og þegar Jarpur hallaðist fram, þá fannst mér sem ég væri í lausu lofti og sá ofan í vatnsflauminn í læknum og fór þá að sundla. En ég var í traustum föðurhöndum og svo kom um við í Hróarsdal. Við heilsuðum fólkinu á hlaðinu. Þar var torfbær með alllöng­ um göngum, þar sem næstum var al­ dimmt þó bjart væri úti. Lilja, síðasta kona afa, leiddi okkur inn göngin og til afa gamla sem þá var orðinn rúm­ fastur og hættur að hafa fótavist. Hann skoðaði okkur bræður gaumgæfilega, sérstaklega nafna sinn, og svo fór ég að leika mér við frændsystkinin. Fjögur þeirra yngstu voru þá heima, en það voru: Sigurjón 8 ára, Sigurlaug 10 ára, Sigurður 11 ára og Þórarinn 14 ára. Mest þótti mér til um litlu bæina þeirra sem stóðu í röðum uppi í brekk­ unni ofan við túnið. Mig minnir að þeir væru a.m.k. tíu, því allir áttu sinn bæ, líka börnin sem farin voru að heim an eða voru í vinnu annars staðar. Við fórum í skoll a leik í hlöðunni og var nýtt fyrir mig að hafa svona marga leikfélaga. Svo hentu þau tuskubolta eða einhverjum köggli, og hundurinn hann Móri sótti hann strax, jafnvel út í kílana neðan við túnið. Þessi dagur er mér afar minn is stæður og þetta var líka í fyrsta og eina skiptið sem ég sá Jónas afa, því hann dó rúmum tveim árum síðar. Þá vorum við flutt frá Hellu landi á Krókinn. Afi dó skömmu eftir áramót in 1927, og ég man að mamma og pabbi fóru bæði að jarðar­ förinni. Margr ét amma var þá hjá okk­ ur og sá um okkur þrjá bræður, því þá var Haraldur bróðir fæddur (11. des­ ember 1925).Jónas Jónsson í Hróarsdal. Eig.: HSk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.