Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 59

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 59
59 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI vörn gegn bleytu, þegar gengið var í votu grasi eða í mýrlendi. Þetta kom ekki svo mjög að sök í sumarhlýind­ um, en þegar kólnaði var voðinn vís, ef ekki var farið úr bleytunni og skipt um sokka. Út af þessu urðu fræg rétt­ arhöld og dómsmál sem lesa má um í Öldinni okkar. Nú vildu krakkarnir fá Jonna til að segja frá þessum at­ burðum, en hann var tregur til og eydd i þessu tali. Svo fóru stóru krakk­ arnir í mömmuleiki og læknaleik. Ein stelpan þóttist vera ófrísk, hljóðaði og sagðist vera að eiga barn. Þá leist mér ekki á blikuna og flýtti mér heim. Dularfullt bein Þegar fer að vora veiðist oft silungur í lagnet niður við Borgarsand. Þangað fara veiðimenn með net sín og leggja þau, einkum þegar logn er og sólskin, því þá gengur silungurinn alveg upp í fjöru. Einn fagran vordag varð ég þess var að menn voru að tygja sig til slíkrar ferðar. Ég áræddi að spyrja stráka sem ég þekkti hvort ég mætti koma með og leggja net sem ég vissi að pabbi átti í bæjardyrunum, en hann var þá ekki heima. Var það auðsótt mál. Ég hljóp til mömmu og spurði um fararleyfi. Hún vildi vita hverjir það væru sem ég færi með. Þeirra á meðal var Sveinn Þorvaldsson frændi minn, þá ungur maður. Þegar hún vissi af honum þá mátti ég fara. Nú komum við talsvert niður á Sandinn, líklega á móts við Fornós, sem nú er löngu horfinn undir vegi og byggingar. Þegar allir voru búnir að leggja sín net þá var ég einn eftir því auðvitað hafði ég ekki lag eða krafta til þess. Þá kom til kasta Sveins frænda. Hann kom með lagningastöng­ ina sem notuð var til að ýta netinu útí sjóinn, en nú vantaði hæl til að reka niður í sandinn til að binda landtóið við. Ég hljóp upp á fjörukambinn og litaðist um og sá fljótt langt og mjótt bein með hnúð á báðum endum, lengr a en úr hesti eða kú. Með þetta bein kom ég til strákanna og þeir hnoðuðu því niður í sandinn og bundu landtóið við það. Varla var búið að binda það við beinið, að við sáum að kominn var silungur í netið. Það var strax dregið upp og í því var vænsta ljósnál (sjó­ bleikj a) sem ég kom hróðugur með heim til mömmu sem var aldeilis hiss a, því ég var sá eini af veiðimönn­ unum sem kom með afla úr sömu ferð og netin voru lögð. Ekki man ég meira eftir þessum veiðiskap, en eftir að net­ ið var tekið upp og aftur komið heim í bæj ardyr þá var beinið ennþá með, því líklega hef ég frekar getað náð því upp úr sandinum heldur en leyst hnútinn. Pabba varð starsýnt á þetta bein og hefur sjálfsagt grunað hvers kyns var. Sótti hann Jónas lækni sem sá strax að hér var lærleggur úr stórvöxnum karl­ manni. Hann mun svo hafa fengið leg í vígðri mold næst þegar jarðað var í Sauðárkrókskirkjugarði. Krókskýrnar Flest eða öll heimili á Króknum áttu eina til tvær kýr. Þegar fór að gróa á vorin var þeim haldið til beitar á Flæðunum upp af Borgarsandi. Þetta var í landi Sjávarborgar og greitt var fyrir hagagönguna. Á morgnana var kúnum safnað saman og voru gömul hjón sem sáu um að koma þeim í hagann og aftur heim á kvöldin. Það voru líka óskráð lög að einhverjir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.