Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 139

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 139
139 HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU nokkurn sálfræðilegan skilning, þó að þær persónur séu ekkert sérlega eft- irminnilegar. Og sagan er vel sögð. En efniviður hennar er hreinn skáld- skapur. Þórður hreða hefur aldrei verið til. Það er þó vafamál hvort það er höfundurinn sjálfur sem hefur skáldað hann upp, eða öllu heldur þjóðin sjálf á 13. öld. Það sem styður það er, að á fyrri tímum virðast hafa gengið sagnir um duglegan timbur- meistara, sem e.t.v. hefur borið nafn söguhetjunnar. Höfundurinn veit lít- ið um fyrri tíð, sbr. það sem hann seg- ir um Gamla [konung]. Svo lætur hann mann á 10. öld heita Jón. Einn- ig notar hann kunnugleg sagnaminni, svo sem drauma og því um líkt. Sag- an er eldri en u.þ.b. 1375 (þegar Vatns hyrna var skrifuð). Einnig er getið um Egil [Eyjólfsson] biskup á Hólum 1331–1341. Ef það er upp- runalegt í sögunni, er hún samin um 1350, a.m.k. er hún ekkert að ráði eldr i. Það má einnig sjá af vísunum, sem eru mjög unglegar. Hún er ef- laust samin í Miðfirði, sem höfund- urinn þekkir mætavel, en hann er einnig vel kunnugur í Skagafirði. Sag an hefur verið mjög vinsæl og mikið lesin. (Finnur Jónsson 1924:84– 85, þýðing höf.). Jónas Kristjánsson fjallar um Þórðar sögu í bókmenntasögu sinni, og segir: Síðasti útgefandi, Jóhannes Halldórs- son (Íslenzk fornrit XIV), hallast að þeirri skoðun sem Björn M. Ólsen hafði áður haldið fram, að um sé að ræða tvær sjálfstæðar sögur, samdar utan um lítinn sögulegan kjarna sem tekinn sé eftir munnmælum. Sagan (og raunar líka sögubrotið) er að mest u leyti hreinn tilbúningur, en ekki í anda fornaldarsagna og riddara- sagna, heldur eftirlíking eldri Íslend- ingasagna. (Jónas Kristjánsson 1978: 295). Það kann að virðast fáránlegt að fjalla um staðfræði sögu sem talin er hreinn skáldskapur. Það verður þó gert hér, og verður rökstutt síðar. Lýsingar sögunnar Þórður hreða bjó að Ósi í Miðfirði. Ormur Þorsteinsson, systursonur Mið- fjarðar-Skeggja, lagði hug á Sigríði systur Þórðar, og lét sig engu skipta að hún var föstnuð Ásbirni bróður hans. Það varð til þess að Þórður felldi Orm, sem dró á eftir sér langan slóða. Hér eru nýjar persónur kynntar til sög unnar (mikilvæg atriði eru feit- letruð): Þórhallur hét maður. Hann bjó á Miklabæ í Óslandshlíð. Ólöf hét kona hans. Hún var væn kona og hinn mesti skörungur. Þórhallur var vell- auðugur að fé; engin var hann kempa kallaður og heldur hræddur og að öllu hið mesta lítilmenni. Hann var hæl- inn og hinn mesti skrumari og þóttist flest ráð kunna. Ólöf, húsfreyja hans, var Hrolleifsdóttir, þess er nam Hrolleifs dal upp af Sléttahlíð. Hún var fyrir þeim um alla hluti. Hafði hún verið gefin honum til fjár. Hún var ung, en Þórhallur við aldur. Hún var læknir góður. (191) Til þess að forðast vandræði reið Þórð- ur af héraði áleiðis til Skagafjarðar. Við Arnarstapa á Vatnsskarði kom á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.