SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 10

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 10
þeim tíma sem handvirkur útdráttur krafðist. í fyrstu fóru tölvuútdrættir fram á Reiknistofu Háskólans, síðan um stutt skeið hjá IBM, þá var í allmörg ár dregið í happdrætti SIBS hjá Raun- vísindastofnun Háskólans, en frá og með 3. flokki, mars 1998, hefur útdráttur farið fram á skrifstofu happdrættisins og framkvæmir starfsfólk happ- drættisins sjálft útdrátt vinninga undir eftirliti hins opinbera eins og alltaf hefur verið. Góð samvinna við HHÍ - eigin tölvubúnaður keyptur 1995 Nokkru eftir að byrjað var að draga út vinninga í tölvu var miklu víðtækari tölvuvæðing innleidd hjá happdrættunum. Þá varð meðal annars hægt að númera miðana í tölvu þannig að einungis þurfti að prenta selda miða en ekki alla miða sem útgefnir voru, einnig var unnt að fá margskonar sérprentaðar upplýsingar úr tölvunni til hagræðis fyrir umboðsmenn happdrættisins og aðalskrif- stofu þess. Allt þetta sparaði gríðarlega vinnu og var ntiklu öruggara en áður þegar allt var hand- unnið. Happdrætti Háskóla Islands keypti öfluga tölvu til að vinna þetta í, en höfundur forrita var Stefán Sæmundsson. Þáverandi framkvæmda- stjóri HHÍ, Jóhannes L.L. Helgason, bauð happ- drætti SIBS samtengingu við þessa tölvu og afnot af hugbúnaði gegn vægu árlegu gjaldi. Þetta vinsamlega boð var þegið og samningur þar um undirritaður 18. október 1985 og kerfið tekið í notkun í ársbyrjun 1986. Tveir af starfsmönnum HHÍ, Árni Steinsson og Guðmundur Bjarnason, veittu starfsfólki SÍBS óinetanlega aðstoð við að ýta úr vör. I ágústmánuði 1989 var viðskipta- vinum happdrættisins gert kleift að endurnýja miða sína með greiðslukortum og hafa allmargir nýtt sér þá þjónustu. Árið 1995 keypti SÍBS eigin tölvubúnað og þurfti þá ekki lengur á samteng- ingu við HHI að halda. Síðan hefur öll vinnsla verið unnin í Suðurgötu 10 og eingöngu af starfsfólki happdrættis SÍBS. Viðskiptavinirnir fá alltaf hæstu vinninga að lokum Hinn 27. ágúst 1992 samþykkti Dóms- og kirkjumálaráðuneyti breytingu á reglugerð happdrættisins. Þessi breyting er til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini happdrættisins, hún felst í því að hæsti vinningur hvers flokks fellur alltaf endanlega viðskiptavinum happdrættisins í skaut. Þessi nýja grein reglugerðarinnar er þannig: „Stjórn happdrættisins er heimilt að kveða svo á í 10 • SÍBS-fréttir vinningaskrá að falli fyrsti vinningur í flokki á óseldan miða leggst hann við fyrsta vinning í næsta flokki og þannig áfram uns fyrsti vinningur í flokki fellur á seldan miða. Gildir slíkur flutningur fyrsta vinnings einnig í 12. flokki þannig að hann flyst til 1. flokks næsta happdrættisárs." Helga tekur við af Ólafi Eins og fyrr er getið lét höfundur þessarar greinar af störfum sem framkvæmdastjóri happdrættisins 30. júní 1994. Við starfi hans tók Helga Frið- finnsdóttir, en hún hóf störf hjá happdrættinu 1. mars 1966, og er því gjörkunnug allri starfsemi SÍBS. Hún var staðgengill framkvæmdastjóra í mörg ár. Strax eftir að Helga tók við starfi framkvæmda- stjóra bryddaði hún upp á ýmsum frumlegum og skemmtilegum nýjungum í rekstri happdrættisins. Árið 1995 fjölgaði vinningum verulega þannig að meira en annað hvert númer gat hlotið vinning á árinu. Á vinningaskrá þess árs voru til dæmis 28 listaverk margra þekktustu listamanna þjóðarinnar sem þá vom á lífi. Þessi listaverk voru dregin út sem aukavinningar, en öll verkin fékk Helga endurgjaldslaust. Þá hefur hún á undangengnum árum látið hanna og frantleiða skartgripi úr gulli og silfri, einnig íslensk spil með myndum af okkar fornu gyðjum og goðum. Allir þessir gripir voru vinningar í happdrættinu eins og viðskiptavinir þess hafa orðið áþreifanlega varir við. Happdrættin í miðbænum Eins og getið er um fyrr í þessari grein var aðsetur happdrættisins og aðalumboðs þess í Reykjavík fyrst til húsa í hluta annarrar hæðar í Austurstræti 9, en árið 1960 keypti SÍBS húsið Bræðraborgar- stíg 9 og flutti skrifstofur sínar þangað en aðal- umboðið var flutt í kjallara í Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti, og síðar var það flutt á aðra hæð hússins númer sex í Austurstræti. Árið 1973 seldi SÍBS húseign sína við Bræðraborgarstíg og keypti í staðinn húseignir í Suðurgötu 10 og 8A. Þá vom skrifstofur happdrættisins og SÍBS fluttar í Suðurgötu 10 og aðalumboðið nokkru síðar. Þetta hafði í för með sér geysimikið hagræði fyrir viðskiptavini happdrættisins sem áttu miða í aðalumboði, sem var og er stærsta umboð á landinu, því að hin flokkahappdrættin vom innan tíðar komin með sín aðalumboð á þetta svæði þannig að aðeins örfáir metrar eru á milli þeirra. Fjölmargir eiga miða í öllum happdrættunum og endumýjunardagar eru svo til hinir sömu hjá þeim öllum. Þótt viðskiptavinir happdrættisins geti nú

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.