Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 32
* fræðslumál eru há við suma breska háskóla. Styrkur frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni gerði mér kleift að stunda námið erlendis. Hver voru inntökuskilyrði í skól- ann? Inntökuskilyrði í skólann voru hjúkrunarpróf, a.m.k. eins árs við- bótarnám í hjúkrun, mat skólans á því hvort umsækjandi þætti hæfur til að stunda háskólanám, ensk hjúkrunarleyfi og að sjálfsögðu góð kunnátta í ensku. Hver var umsóknarfrestur? Umsóknin að aðfaranámi þurfti að berast ári áður en nám átti að hefjast. Hvað getur þú sagt okkur um kostnaðinn? Skólagjöld vegna slíks fram- haldsnáms nema á bilinu 4000-5000 sterlingspundum en eru þó breyti- leg eftir skólum. Ódýrasta íbúðar- húsnæðið er á stúdentagörðum en það passar nánast eingöngu fyrir staka einstaklinga. Mjög lítið hús- næði er í boði á vegum félagsstofn- ana stúdenta við breska háskóla fyrir hjón. Það virðist ekki gert ráð fyrir að háskólanemar séu giftir eða í sambúð. Hvað tók námið langan tíma og var það metið til eininga? Námið var ekki metið til eininga. Námsárið skiptist í þrjú misseri; haust, vetur og vor. Sjálfstætt verk- efni var unnið að sumrinu. Hvernig var námið byggt upp? Mastersnám samkvæmt aðferð 1 var byggt upp í kringum fjögur við- fangsefni hjúkrunarfræðinnar: Klínik, kennslu, stjórnun og rann- sóknir. Aðfaranámið svo og öll reynsla í hjúkrunarstarfi reyndust mikilvæg undirstaða í Masters- námi. Nemendur máttu velja um áherslur í námsgreinum. Ég valdi mér t.d. fæðingarhjúkrun sem klín- iskt svið og rannsóknir umfram kennslu og stjórnun. Hvernig fór námsmat fram? Námsmat var fólgið í skriflegum prófum, verkefnum og í lokaverk- efni sem var rannsókn. Fannst þér námið erfitt? Erfiðleikar í námi tengdust miklu magni lesefnis, námi á er- lendri tungu, nokkurs skorts á und- irbúningi við einstaka greinar og ekki síst félagslegri einangrun fyrsta árið. Hvaða prófgráðu fékkst þú að námi loknu? Diploma of Advanced Nursing Studies og Master of Science de- gree. Breytti námið faglegri sjálfs- mynd þinni? Með náminu jókst álit mitt á hjúkrun til muna og gerði mér kleift að starfa sem kennari í hjúkrunar- fræði á háskólastigi. Nýtist námið þér í starfi þínu núna? Námið hefur nýst mér ágætlega í starfi. Hugmyndir, sem maður fékk, kröfðust margra ára þróunar í samstarfi við hjúkrunarfræðinema. Þekkingarþróun er hins vegar aldrei lokið og því sannast máls- hátturinn „Svo lengi iærir sem lif- ir.“ Hefur þessi prófgráða áhrif á launin? Stöðuveitingar í Háskólanum eru háðar menntun og vísindastörf- um. Þannig hefur menntun óbein áhrif á kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa við Háskólann. Með tilliti til markmiða, sem ég setti mér sjálf fyrir framhaldsnám, reyndist það á eftirfarandi hátt: 1. Það veitti mér góða undir- stöðumenntun varðandi rannsókn- ir í hjúkrun, sem gerði mér síðan kleift að þróa námskeið í hjúkrun- arrannsóknum við námsbrautina í hjúkrunarfræði. Auk þess hvatti þessi þáttur mig til að halda rann- sóknarstarfinu áfram sem ég gat þó sinnt takmarkað vegna mikils álags við kennslustörf við námsbrautina. Ég hef síðan stundað framhalds- nám í rannsóknum í eitt ár við Há- skólann í Edinborg og hyggst halda áfram rannsóknarstörfum. 2. Framhaldsnámið veitti mér aukna þekkingu á sviði kennslu og fræðslu og vakti í ríkari mæli áhuga á heilbrigðisfræðslu og fullorðins- fræðslu en gerðist við almennt kennaranám, sem ég hafði lokið áður til að kenna hjúkrun. Þróun í heilbrigðisfræðslu hefur verið mikil undanfarin ár og nú þykir t.d. sjálf- sagt að fræðsluferlið sé hluti ai hjúkrunarferli. Ahuga minn á heil- brigðisfræðslu gat ég frekar þróað við framhaldsnám sem ég stundaði síðan við Háskólann í Edinborg. 3. Framhaldsnámið breytti skiln- ingi mínum á klínisku starfi, starfi, sem tengdist konum og fæðingum, en það hafði ég aðailega unnið við áður. Ég var hjúkrunarfræðingui og ljósmóðir fyrir og einblíndi þar af leiðandi í starfi mínu á móður og barn. Með viðbótarþekkingu í vexti og þroska barna, sálarfræði tengdri barneignum og félagsfræði tengdri fjölskyldu skildi ég mikil- vægi þess að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ynnu í mörgum tilvikum meira með tjölskyldunni allri en einstaklingum innan hennar. Sér- staklega þegar heilbrigði fjölskyld- umeðlima er í húfi. Lokaorð Framhaldsnámið, sem ég stund- aði fyrir 13 árum síðan, gerði mig að rnínu mati færari í flestan sjó og hefur skipt mig öliu máli til að halda áfram starfi mínu sem hjúkr- unarfræðingur. Ég vona að það hafi ekki síst orðið öðrum að gagni í námi, starfi og fræðilegri vinnu. Auk þess hef ég sannfærst um að háskólanám veitir okkur tækifæri til að þróa þann þekkingargrunn sem starfið okkar ætti að byggjast á. Það getur fært okkur nær hjúkr- un og aukið skynjun á verðmæti hjúkrunarstarfa. Mín helsta von er sú að framhaldsnám geti veitt fleiri hjúkrunarfræðingum aukna ánægju í starfi og þannig að þeir geti orðið skjólstæðingum sínum að meira gagni en ella. 32 HJÚKRUN — 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.