Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 13
vandamálum nútímans eru langvinn, við þeim finnst engin varanleg lækning, en umönnun beinist að því að stuðla að vellíðan, halda einkennum í skefjum og styrkja einstaklinginn í daglegu lífi. Þeir sem búa við slfk vandamál þurfa fyrst og fremst á þvf að halda að þeirn sé sýndur skilningur og veittur stuðningur til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs, ásamt því að læra að búa við ýmsa fötlun og vanlíðan sem fylgja veikindum. Það er ekki fyrst og fremst það sem við gerum fyrir sjúklinga okkar, a.m.k. ekki einungis, heldur það hvemig við emm, hvaða skilaboð við sendum þeim, sem skiptir máli í hjúkrun. Umönnun er ætíð umönnun lifandi einstaklinga og því er aðgreiningin í andlega hjúkmn og lfkamlega ómerk. Þetta tvennt hlýtur alltaf að fara saman. Breyttar aðferðir í hjúkrunarmenntun Á undanfömum ámm hefur, eins og að ofan var getið, farið fram endurskoðun á námskrá í hjúkmnarfræði við Háskóla íslands. Þessi vinna hefur orðið tilefni íhugunar um hverjar séu réttar áherslur og aðferðir við að koma á framfæri þeirri margháttuðu þekkingu, færni og skilningi sem hjúkmnar- fræðingar framtíðarinnar þurfa að búa yfir.Við kennaramir höfum rætt innihald námskrárinnar og kennsluaðferðir og velt fyrir okkur hvernig hægt sé að útbúa námskrá sem sé í fullu samræmi við þarfir þegnanna en veiti jafnframt hverjum nemanda svigrúm og hvatningu til að þroska áhugasvið sín. Umfram allt er mikilvægt að hjúkrunarmenntun miði að því að hjálpa hverjum nemanda að rækta sinn eigin garð, að þroskast faglega í víðum skilningi þess orðs. Slík menntun vísar beint til ábyrgðartilfinningar og virkni nemandans. Það er nemandans að móta sína eigin framtíð, sína eigin braut innan hjúkmnar. Það er kennarans að aðstoða hann við að greina sterkar og veikar hliðar sínar og finna leiðir til að eíla sig á þeim sviðum sem hugur hans stendur til. Það er jafnframt kennarans að kynna alla þá mörgu möguleika sem hjúkmn býður upp á. Ef hugsað er um menntun á þennan hátt er markmið hennar ekki fyrst og fremst að ná fram atferli, að skapa staðlaða hjúkmnarfræðinga sem allir búa yfir sömu fæminni. Breytileiki í nemendahópnum er eðlilegur og mikilvægur. Einstaklingar með mismunandi færni, reynslu og áhugasvið geta allir orðið afburða hjúkrunarfræðingar. Um kennsluaðferðir Menntunin, eins og henni var lýst hér að ofan, byggist á samskiptum og samvinnu kennara og nemenda á jafnréttisgmndvelli (Diekelmann, 1990). í stað þess að vera hinn alvitri lærifaðir er kennarinn þátttakandi í þvf ferli sem nemendur ganga í gegnum á meðan á náminu stendur. Líkt og nemendurnir er kennarinn stöðugt að öðlast nýjan skilning, nýja innsýn í hin margvíslegu mál sem tengjast hjúkmnar- menntun. Þegar í upphafi náms búa nemendur yfir víðtækri þekkingu og reynslu. Margir þeirra hafa starfað við umönnun barna, aldraðra og fatlaðra. Þessi reynsla þeiira er ómetanleg og það er hlutverk kennarans að hjálpa þeim til að heimfæra hana og tengja hinni fræðilegu umfjöllun. Reynsla nemandans er sá bakgmnnur sem frekari þroski getur átt sér stað við. Með því að skapa aðstæður til frásagnar og endurskoðunar getur kennarinn hins vegar stuðlað að slíkum þroska (Diekelmann, 1991; Nehls, 1995). Völd, yfirráð og styrking eru algengt umræðuefni í skrifum um menntun (Allen, 1990; Bevis og Murrey, 1990). Bent hefur verið á hina ójöfnu stöðu kennarans og nemandans og þá möguleika sem em á yfirráðum og þvingun í sambandi þeirra. Þar sem kennarinn gefur einkunn hefur hann óneitanlega mjög mikil völd í þessu sambandi. Mjög erfitt er að finna leiðir til að breyta þessari stöðu. Þó höfum við reynt að fara þá leið að einkunnagjöf sé í sem flestum tilvikum undir nafnleynd, þannig að prófum er skilað með prófnúmemm, en ekki nafni nemandans, og verkefnum skilað með kennitölu. Þetta fyrirkomulag hefur þann ókost að vera heldur ópersónulegt en kemur þó nokkuð vel í veg fyrir mismunun. Þrátt fyrir mikilvægi þess að vera meðvitaður um hin ójöfnu valdahlutföll í sambandi kennara og nemenda er ekki síður mikilvægt að sjá hinar jákvæðu hliðar þessa sambands (Nooks, 1994). Með því að taka mið af bakgmnni og afstöðu nemandans getur kennari skapað aðstæður sem veita möguleika til þroska hvers og eins. Slíkt krefst sveigjanleika og byggir á einlægum áhuga á hverjum og einum. Megináhersla er lögð á virkni nemandans og að hann taki ábyrgð á mótun framtíðar sinnar innan fagsins. Þrátt fyrir að hér hafi verið lögð áhersla á frelsi nemandans til að stýra námi sínu er ekki verið að leggja til fullkomna afstæðishyggju þar sem öll afstaða og athafnir eiga jafn vel við. Augljóslega bera kennarar í hjúkrunarfræði ábyrgð gagnvart fleiri aðilum en nemendum. Verið er að undirbúa nemendur fyrir sérhæft starfssvið og því hafa kennararnir ekki einungis skyldur við þá heldur einnig við þjóðfélagið og þá fyrst og fremst væntanlega skjólstæðinga hjúkmnar. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur felur í sér að sá sem það ber býr yfir ákveðinni þekkingu og fæmi. Vissulega verða nemendur að standast ákveðnar námskröfur. Þess er vænst að þeir hafi tamið sér ákveðin vinnubrögð, hafi öðlast færni við framkvæmd ákveðinna viðfangsefna, búi yfir breiðri þekkingu og að störf þeirra samræmist siðferðishugmyndum hjúkmnar. Það er þó ekki síður mikilvægt að þeir hafi frelsi til að móta nám sitt og fara sfnar eigin leiðir sem frekast er kostur. Breytingar á uppbyggingu nómskrár Á undanförnum fjómm árum hefur átt sér stað töluverð endur- skoðun á skipulagi og uppbyggingu námskrár í hjúkmnarfræði. Má þar fyrst nefna að höfuðáhersla er nú lögð á að tengja fræðilega umfjöllun og framkvæmd. Til að námsefnið verði lifandi og öðlist merkingu hjá nemendum verða þeir að fá tækifæri til að beita því við raunvemlegar aðstæður. Mikilvæg leið til að ná slíkri tengingu er að leggja verkefni fyrir nemendur sem þeir vinna úr í tengslum við námsreynslu sína. Verkefni hafa þann kost að þau gefa nemandanum töluverðan sveigjanleika til að útfæra viðfangsefnið í samræmi við eigin dómgreind. Því reyna þau á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð sem mikilvægt er að hjúkmnarfræðingar framtíðarinnar búi yfir. Sú afstaða til nemenda og eðli kennslu, sem hér að ofan TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.