Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 29
Þegar hana langaði aftur að fara að vinna við svœfmgar gekk henni vel aðfá vinnu. Hún segir að sér hafi alltaf verið hlýlega tekið á gamla vinnustaðnum og aldrei mœtt öðru en vamtumþykju þar. Sama segir hún um aðra staði sem hún hefur unnið á. - Saga mfn er þekkt á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á síðan. Ég hef reyndar ekki sagt hana á vinnustöðum erlendis af ótta við fordóma og skilningsleysi á alkóhólisma þar. Ég hef hins vegar ekki haldið þessu leyndu fyrir vinum mínum þar. Þessi reynsla er slíkur hluti af sjálfri mér að ég segi gjaman frá henni þegar við á. Hún segist samt ekki vera laus við allafíkn, matarfíkn sé það sem henni hefur gengið verst að berjast við. - Það er mín elsta fíkn og hana hef ég haft frá bamsaldri. Sem unglingur var ég með „búlimíu“. Með árunum hef ég komið mér upp candida sveppasýkingu f meltingarvegi og þar með verið föst í vítahring sem einkennist af neyslu á sykri- og gervöm, brauði og osti sem aftur veldur ofvexti í sveppnum. Það leiðir af sér síþreytu með tilheyrandi einbeitingarskorti og vöðvaverkjum. Því fylgir endalaus þreyta og hnignandi starfsorka. Ekki alls fyrir löngu tókst mér að rjúfa vítahringinn og sé fram á að losna úr viðjuin matarfíknarinnar. Hvernig lítur hún svo á lífið eftir allt sem á undan er gengið? - Mín skoðun er sú að fíknin eigi rætur í bernsku vegna höfnunar, vanrækslu og skorts á athygli og hvatningu. Böm fá neikvæða sjálfsmynd, tilfinningu um að vera öðruvísi og læra að það er ekki óhætt að treysta eða tala um tilfínningar. Síðan reyna þau að fínna ekki til. Aíleiðingin er stórt tómarúm. Ég ólst upp við að tala ekki um eða viðurkenna tilfínningar, s.s. sorg og reiði. Þar af leiðandi varð ekki pláss fyrir gleði heldur. Fíknin varð eina leiðin sem virtist fær til að fylla tómarúmið en reyndist aðeins flóttaleið. Ég hef smám saman náð þroska eftir leiðum AA- samtakanna. Einnig hef ég bætt ýmsu við til að dýpka skilninginn, t.d. kynnt mér náttúmlækningar, jógaiðkun og búddatrú. Nú á fullorðinsárum er ég að vinna með litla, særða, hrædda og reiða bamið í sjálfri mér. Það er þolinmæðisvinna því það er erfitt að nálgast það og sársaukaflóttinn er mér svo tamur. Ég þekki ekkert öflugra en iðkun búddisma til að umbreyta lífi sínu, efla kærleika til sjálfs sín og alls sem lifir. Ég er að reyna að temja mér umburðarlyndi. Það er að segja, ég er að reyna að dæma ekki heldur reyna að skilja. Ég hét því eitt sinn að þessi þróun tilfinningalegs ólæsis í fjölskyldunni skyldi stoppa með mér og mínu bami. Það er að takast. Við tölum mjög opið um tilfinningamál. Dóttir mín er að læra að hún er ástar verð fyrir það sem hún er en ekki endilega fyrir það sem hún gerir. Mér þykir vert að taka fram að foreldra mína hef ég aldrei ásakað. Þau gerðu allt það besta sem þau kunnu. Ég þakka þeim fyrir að hafa skapað mér þessa lífsreynslu. Ég fæ ómælt þakklæti frá dóttur minni fyrir það sem hún lærir af mfnu þroskabrölti. Ég verð alltaf þakklát fyrir erfiðleikana sem ég hef gengið í gegnum. Þeir hafa verið mér hinn besti skóli. Ég hef sannreynt að leiðin út úr erfiðleikunum er f gegnum þá en ekki frá þeim. ÞR Hólmfríður Gunnarsdótlir, hjúkrunarfræðingur, og Vilhjólmur Rafnsson, læknir, ó atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins hafa gert könnun á dánarmeinum hjúkrunarfræðinga. I rannsóknarhópnum voru allir hjúkrunarfræðingar sem útskrifaðir voru á árunum 1920 - 1979, en upplýsingar um látna hjúkrunar- fræðinga voru m.a. fengnar úr Hjúkrunarkvennatali og Hjúkrunar- fræðingatali. Af 2159 hjúkrunarfræð- ingum voru 138 látnir, þar af voru 5 sjálfsmorð. Dánartíðnin var horin saman við dánartíðni íslenskra kvenna á sama aldri á saina tíma. Unnt var að reikna út hve kúast inátti við mörgum sjálfsmorðum í samsvarandi hópi íslenskra kvenna og kom í ljós að húast hefði mátt við 3,16 sjálfsmorðum í hjúkrunarfræðinga- hópnum. Tíðni sjálfsmorða var þannig nokkru liærri meðal hjúkrunarfræðing- anna en meðal annarra íslenskra kvenna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að meiri munur var á aðferðunum en tíðninni. Allir hjúkrunarfræðingarnir fimm fyrirfóru sér með einhvers konar lyfjum, en húast hefði mátt við að aðeins 1,09 hjúkrunarfræðingar beittu þeirri aðferð samanborið við tíðni meðal annarra íslenskra kvenna. Hærri tíðni sjálfsmorða, sem framin eru með lyfjuin, meðal lijúkrunarfræðinga en annarra bendir til þess að aðgengi að lyfjum stuðli að því að lijúkrunarfræðingar beiti þessari aðferð. Auðvelt aðgengi gæti jafnframt stuðlað að hærri sjálfsmorðstíðni meðal þeirra en annarra íslenskra kvenna. (Hólmfríður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson (1995). Mortality among Icelandic nurses. Scandinavian Journal of Work Environmental Healtli, 21, 24 - 29). ■* TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.