Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 23
•Tekur á móti nýjum sjúklingum, í gegnum deildarstjóra, og fer í matsheimsóknir með hjúkrunar- fræðingi. •Ber ábyrgð á að deila vikulega sjúklingum á hjúkrunarfræðinga og að ábyrgð og hjúkrunarálagi sé réttlátlega skipt. •Fer yfir bílalista og skipuleggur þá. •Hefur yfirumsjón með að skýrslur og tjáskipti séu virk. Geðhjúkrunar- Geðhjúkrunarfmeðferð fræðingur: skjólstæðinga, bæði einstaklingsbundin og í hópum. Hér var um mjög sterkt, faglegt teymi að ræða og hjúkrunar- fræðinga með mikla reynslu og þekkingu og hæfileika til að vinna sjálfstætt. Mánaðarlega voru fundir á Blakstad geðsjúkrahúsinu þar sem farið var yfir og rætt við sjúklinga sem væntanlega útskrifuðust heim í sveitarfélagið og myndu þurfa heimsókna við. Beiðnir um þjónustu komu frá sjúkrahúsunum og oft fór hjúkrunarfræðingur á staðinn, var með í útskriftarviðtali og skipulagði þaðan fyrstu heimsóknir. Beiðnir komu einnig frá heilsugæslu, göngudeildum og læknastofum, eða sjúklingar eða aðstandendur þeirra höfðu sjálfir samband. Geðhjúkrunar- fræðingamir lögðu áherslu á að kynna vel þjónustu sína. Þeir auglýstu hana í svæðisblöðum og útvarpi, auk þess sem þeir dreifðu bæklinum á ýmsa staði. Þeir vom síðan með símatíma daglega frá kl. 9-10. 1. Sjúklingur og aðstandendur. 2. Hjúkrunarfræðingum í almennri hjúkmn skipt niður á hópinn. 3. Heimilisaðstoð. 4. Starfsfólk eins hjúkrunarheimilis og tveggja öldrunarþjónustumiðstöðva. •Starfsfólk heimahjúkrunar/ aðhlynningar • Geðlæknar/læknar frumheilsugæslu •Blakstad geðsjúkrahús •Bærum sjúkrahús •Dagdeild (geðdeild) •Félagslæknisfræðileg göngudeild •Hjálparstaií kirkjunnar •Aðrar heilbrigðis- og félagsmála- stofnanir sveitarfélagsins. Unnið var eftir skilgreiningu Jan Káre Hummelvoll doktors í geðhjúkrun: 5,Geðhjúkrun er skipulögð, sállæknandi umönnun og þjónusta sem miðar að því að styrkja sjálfsumönnun sjúklinga °g þar með að leysa/minnka heilbrigðisvandamál þeirra. Með gagnkvæmri samvinnu og ábyrgð sjúklings og hjúkrunarfræðings er reynt að hjálpa sjúklingnum til sjálfs- "rðingar og til þess að ná eigin lífsgæðum. Þegar sjúklingur getur ekki tjáð sig um eigin þarfir og “skir, annast hjúkmnarfræðingur hann og er málsvari hans. Hjúkmnarfræðingurinn ber samábyrgð á að eiristaklingurinn fái að lifa við fullnægjandi félagslegar aðstæður og er skyldugur að benda á og hafa áhrif á þjóð- felagslegar aðstæður sem valda hvers konar heilbrigðisvanda.“ Þjónusta geðhjúkrunarfræðinga vel auglýst I því hverfí sem ég starfaði vom fjórir geðhjúkrunar- fræðingar í 3 1/2 stöðu með eigin hópstjóra, undir stjórn (lt ddarstjóra hverfisins. Geðhjúkmnarfræðingarnir unnu á ^öktum, nema hópstjórinn, og unnu fjórðu hverja helgi. an'eiginlegt „rapport“ var með hinum heimahjúkmnar- frffiðingunum tvisvar í viku, enda margir af skjólstæðingunum sameiginlegir. Einu sinni í viku var klukkutíma eigið -•'apport ‘ og klukkutíma fagleg handleiðsla einu sinni í viku. Sjúklingarnir fundu fyrir meira öryggi Aðferðarfræðin var þannig frá greiningu, mati, stuðningi, samtölum, hópmeðferð, þjálfun, útvíkkun á félagslegu neti, hvfld og mikið var um lyfjagjafir. Margar sjúkdómsgreiningar komu við sögu, s.s. geðklofi, geðhvarfasýki, fíkn, lystarstol, einangmn, kvíði, sjálfsvígsvandi, „borderline“ vandi og vandamál flóttamanna. Sumir þurftu á daglegum heimsóknum að halda, nokkrir oft á dag og dæmi voru um sjúklinga sem samband hafði verið haft við í mörg ár. Meðalheimsóknartími voru 2 tímar og yfirleitt heimsótti liver hjúkmnarfræðingur ekki fleiri en fjóra sjúkling á dag. Skjólstæðingarnir vom á aldrinum 15-85 ára og það var áberandi hversu mikið var af ungum karlmönnum með geðklofa sem bjuggu heima hjá móður sinni en mikill tími fór í að sinna þeim. Fyrir þann sem hafði alltaf unnið á stofnun, eins og ég, var þetta mjög lærdómsríkt. Að koma inn á heimili skjólstæðings-ins setti meðferðarsambandið óneitanlega f annað samhengi. Mjög mikið var unnið með siðfræði- og lagalegan þátt meðferðarinnar og áhersla lögð á handleiðslu. Hjúkrunaiferlið var opið, þ.e.a.s. það var skrifað með skjólstæðingnum og afrit var á heimilinu þar sem skjólstæðingurinn gat sjálfur skrifað f það eða ættingjar. Að ári liðnu var þjónustan metin og í Ijós kom að um meiri samfella var orðin í þjónustunni, sem gerði það að verkum að sjúklingunum fannst þeir fínna fyrir mun meira öryggi og fá betri heildarsýn yfír þá þætti sem að þeim sneru. Hj úkrunarfræðingar höfðu meiri tíma til að sinna hverjum og einum og bæði þeim og samstarfsaðilum kom saman um að stöðugleiki og heildarsýn hefði batnað til muna. Eins og fyrr segir þá tel ég að við hjúkrunarfræðingar eigum að beita okkur fyrir því að þjónusta við geðsjúka hér á landi verði samhæfð og skipulögð -og að yfirumsjónin verði í okkar höndum. Handleiðsla: Samvinna: Úr „Kender du del?" IJansk Sygeplejerád, 1995. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . thl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.