Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 8
Nikótín er talið eitt alsterkasta fíkniefni sem þekkt er og ekki er óalgengt að skjólstæðingur hafi gert margar tilraunir til að hætta neyslu. Því er mikilvægt að sýna fólki tillitssemi þegar þessara upplýsinga er aflað og reyna að haga orðum sfnum þannig að fólki finnist ekki að sér vegið. Engu að síður skulu skilaboðin vera skýr um mikilvægi reykleysis og þannig að öllum sé ráðlagt að hætta tóbaksneylsu af heilsufarsástæðum. Mat á viðhorfi til breytinga Til að hægt sé að aðstoða og styðja skjólstæðinga er nauðsynlegt að meta áhuga hans/hennar til að hætta neyslu. Við mat á viðhorfi og venjum skjólstæðings er þægilegt að styðjast við „ þrepalfkan“ (Stages of Change Model,1983) Prochaska og DiClemente. Samkvæmt þvf fara flestir skjól- stæðingar í gengum fimm þróunarstig á leið til reykleysis. Á fyrsta þrepinu (precontemplation) afneitar tóbaksneytandinn hættunni, sem er samfara tóbaksneyslu, og telur sig ekki hafa áhuga á að hætta neyslu. Á þessu stigi er ráðlagt að viðkomandi sé beðinn að íhuga alvarlegar afleiðingar neyslunnar auk þess sem honum eru boðnar skriflegar upplýsingar um efnið. Annað þrep (contemplation) einkennist annars vegar af þeirri tilfinningu reykingamannsins „að þurfa að hætta“ (anxiety) vegna hættulegra afleiðinga og hins vegar af fram- kvæmdaleysi (ambivalence) í þá átt. Mikilvægt er á þessu stigi að reyna að hafa jákvæð áhrif á skjólstæðinginn, hvetja hann og styðja með fræðslu til að hann leggi út í að breyta hegðun sinni á skipulagðan hátt. Á þriðja þrepinu (action) lætur skjólstæðingurinn til skarar skríða og breytir hegðunarmynstri sínu með því að hætta neyslu. Áður hefur hann undirbúið sig með fræðslu um áhrif tóbaks og kynnt sér aðferðir hvernig best sé að hegða sér til að ná árangri. Á fjórða þrepinu (maintainance) er tóbaksbindindi viðhaldið með áframhaldandi fræðslu og hvatningu. Fimmta þrepið verður þegar, og ef, skjólstæðingurinn „fellur“ (relaps) og tóbaksneysla hefst á ný. Þá er algengt að fólk lendi á milli annars og þriðja þreps. Það ástand getur oft orðið langvinnt (krónískt) og einkennist aðalega af kvíða og lágu sjálfsmati án þess þó að markvissar ráðstafanir séu gerðar til að hætta neyslu aftur (Sarna, Clark,1994; Leech, 1994; (Mynd: Nursing, apríl 1995) Prochaska, DiClemente,1983 ). Á þessu stigi sem og öðrum er mikilvægt að skjólstæðingurinn fái jákvæða hvatningu og markvissar upplýsingar um skipulögð vinnubrögð til að leggja aftur út í að breyta sínu fastmótaða hegðunarmynstri. Aðstoð við einstaklinginn Fræðsla til einstaklingsins sem er að hætta að reykja skal vera einstaklingshæfð og sniðin að þekkingu og þörfum hvers og eins en tilgangurinn er að fá fólk til að breyta fastmótuðu hegðunarmynstri sínu. Upplýsingar þurfa að vera um: afleið- ingar og skaðsemi tóbaks, ráð til að draga úr fráhvarfs- einkennum, kosti reykleysis, lyfjameðferð, skipulögð námskeið og stuðningshópa ( Abraham, Shanley, 1992; Prochaska, DiClemente, 1983). í upphafi undirbúnings er talið árangursríkt að skjól- stæðingurinn ákveði í samráði við hjúkrunarfræðing þann dag þegar neyslu skal hætt. Margir ráðleggja einnig að um þessa ákvörðun sé gert skriflegt samkomulag. Til að auðvelda fólki að breyta fastmótuðu hegðunarmynstri er gott að benda á einföld ráð. Til dæmis er fólki ráðlagt að mynda „reyklaus svæði“ á þeim stöðum þar sem áður var reykt. Einnig að forðast aðstæður sem áður fylgdu tóbaksneylsu, eins og spjall við reykfélaga í kaffitíma. Skjólstæðingi er síðan fylgt eftir með frekari fræðslu og áframhaldandi hvatningu á meðan á undirbúningi stendur. Nauðsynlegt er að gera einstaklings- bundið mat á því hvort skjólstæðingurin þarf á lyfjameðferð að halda. Notkun nikótínlyfja fer eftir hversu lengi hefur verið reykt og í hve miklu magni. Með nikótínlyfjum hafa opnast ný tækifæri fyrir langtíma reykingamenn að hætta neyslu. Þó er vert að muna að fullur árangur af lyfjameðferð er ekki fenginn nema að stuðningur og atferlismeðferð sé notuð jafnhliða. Þegar neyslu er hætt er fylgst með líðan skjólstæðings fyrstu dagana eða vikurnar á eftir og hann studdur og hvattur eftir þörfum. Þá skjólstæðinga, sem hrasa á leið sinni til reykleysis, þarf að sannfæra um að þrátt fyrir allt séu þeir nær settu marki. Prochaska og DiClemente (1992) telja að „fall sé í raun fararheill" en komið hefur fram í könnunum að margir skjól- stæðingar hætta endanlega eftir að hafa fallið að minnsta kosti einu sinni. Vert er að taka fram að mikilvægt er að skrá þá aðstoð, sem fólki er veitt, til að fylgjast þannig með árangri af aðgerðum og niðurstöðum. Aðstoð við þá sjúklinga, sem lagðir eru inn á reyklausa stofnun en eru ekki tilbúnir að hætta tóbaksneyslu, felst í að bjóða þeim munnlegar og skriflegar upplýsingar um reykbindindi og lyfjameðferð. Að öðru leyti fara þessir sjúklingar eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru á stofnuninni eða í þjóðfélaginu. Félagslegir þættir og nánasta umhverfi einstaklingsins Eitt af mörgum hlutverkum hjúkrunarfræðinga í tóbaksvörnum er að fræða foreldra og aðra uppalendur um áhrif þeirra á heilbrigðisatferli bamsins og leiðir til að stuðla að jákvæðu atferli. Mikilvægt er að börn og unglingar fái þau skilaboð frá þeim sem eldri em að reykingar séu ekki eftirsóknarverðar. Rannsóknir hafa sýnt að sterk samsvörun er á milli reykingavenja unglinga og reykinga annarra á heimil- inu, þar með talin systkina (Chollat-Traquet,1992). Börn sem TlMARIT HJÚKRUNAHFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.