Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 17
það til sama vegs og virðingar, þ.m.t. sömu launa, og sambærileg hefðbundin karlastörf. Stefnan f málefnum hjúkrunar og kvennapólitíkin í þjóðfélaginu eru samstiga og það sem gerðist í málefnum hjúkrunar á þessum áratug hafði án efa mikil áhrif á hugmyndir manna um hlutverk kvenna og karla almennt. Menn sögðu t.a.m. gjarnan þegar þeir voru að óskapast yfir breyttum tfðaranda: „Nú mega hjúkrunarkonur ekki einu sinni vera hjúkrunarkonur lengur, heldur eiga þær að vera einhverjir fræðingar“. En svo koma kvennaframboðin 1982 og 1983 og aftur er farið að tala um konur sem næmar og umhyggjusamar mæður sem geti miðlað menningu umhyggjunnar í hörðum heimi. Konur áttu jú að fá betri laun fyrir umönnunarstörf sín en framboðin álitu þessi störf kvennastörf í eðli sínu gagnstætt hugmyndum áratugarins á undan. Ég býst við að nú hafi góð ráð verið dýr í stefnumótun í hjúkrun. í hvorn fótinn átti að stíga? Umbreyting hjúkrunarmenntunar og hjúkrunarstarfsins á Rauðsokkuáratugnum hafði ekki skilað því sem var vænst t.a.m. í launum. Var rétt að fara kvennamenningarleiðina í staðinn og segja: við konur sinnum þessu starfi best allra og þess vegna á að borga okkur betur fyrir það? Á hvað átti að leggja áherslu, umönnun eða þekkingu? Ég held að Sigríður Halldórsdóttir endurspegli þennan vanda ágætlega þegar hún skrifar árið 1988: „Nútíma tœkni og vísindi gera hjúkrunarstarfið mun flóknara í dag en það var dður fyrr. Þv( má þó aldrei gleyma að við erum fyrst og fremst að hugsa um einstaklingana sem tengdir eru við tœkin eða sem tœkin eru notuð á og því er og verður raunveruleg umhyggja fyrir einstaklingnum innsta eðli góðrar hjúkrunar. Hjúkrun er þar af leiðandi allt í senn hugans, handarinnar og hjartans fræði og list og verður sjálfsagt svo um mörg ókomin ar“(1988:3) I aldarlok Eins og Sign'ður Halldórsdóttir bendir á er hjúkrun nú álitin allt í senn: þekking, handverk og umhyggja. En hjúkrun er samt enn skoðuð sem kvennastarf og launin eru enn lægri en í viðmiðunarkarlastörfunum. í þessum efnum er hjúkrun ekki ein á báti, þetta er almennt ástand í þjóðfélaginu. Nú eru 77% íslenskra kvenna á vinnumarkaði en laun þeirra ná aðeins 68% af launum karla þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta. I ljós hefur komið að menntunin, sem konur bundu miklar vonir við þ.ám. í hjúkrun, skilar konum ekki því sama í launum og körlum, eða konum 42% og körlum 104% (Launamyndun og kynbundinn launamunur, 1995). Konur eru enn álitnar aukavinnuafl, menningarbundið aðalhlutverk þeirra er enn inni á heimilunum og frelsi kvenna og karla til að velja lífi sínu farveg má orða eins og Stúdentablaðið gerði þegar þessar tölur lágu fyrir: Frelsi karla: „varla til að velja föðurhlutverkið". Frelsi kvenna: „varla til að velja annað en móðurhlutverkið” (Stúdentablaðið, feb. 1995:3). Það þarf því ekki að velkjast í vafa um að í þessum efnum er um að ræða afar h'fseigar og aldagamlar menningarbundnar hugmyndir um karla og konur sem ekki verður breytt í einu vetfangi. Imynd hjúkrunarstjórnenda Og þá kem ég að lokum að ímynd hjúkrunarstjórnenda. Til að geta fjallað um hana að einhverju ráði hefði ég þurft að fylgjast með hjúkrunarstjómendum í starfi um tíma. Þess var ekki kostur nú en þetta get ég sagt á grunni þess sem ég hefi þegar fjallað um. Hjúkrunarstjómendur öðrum fremur innan hjúkmnar vega salt á girðingunni á milli kvennaheimsins og karlaheimsins, eða á milli kvenkenndra eiginleika menningar- innar og þeirra karlkenndu. Menntun þeirra sem er venjulega fjölbreyttari eða meiri en almennt er í hjúkmn karlkennir hjúkrunarstjórnendur en hjúkrunin, starfssvið þeirra, er enn álitið kvennastarf og kvenkennir þvf hjúkrunarstjórnendur. Sömuleiðis er stjómunin sjálf hefðbundið karlastarf og karl- kennir því hjúkmnarstjórnendur en stjórnunin fer fram á hefðbundnu kvennasviði, rétt eins og stjórnun húsfreyju á heimili, og kvenkennir það hjúkrunarstjórnendur. ímynd hjúkmnarstjórnenda er því tvíkynja ef svo má segja, og þar sem tvíkynja fyrirbæri eiga sér hefðbundið engan sess í íslenskri menningu er ekkert fyrir fram mótað hólf sem hjúkmnarstjórnendur falla inn f. Þótt togstreita geti falist í því að falla ekki inn í fyrir fram ákveðið hólf veitir það einnig ákveðið frelsi, frelsi til að móta nýja ímynd, kvenímynd eða starfsi'mynd. Ég hef áður nefnt hvemig hugmyndir um hjúkmn hafa haft áhrif á tíðarandann, styrkt rfkjandi hugmyndir í sessi eða gengið gegn þeim. I þessum efnum hafa hjúkmnarstjóm- endur því afar mikilvægu hlutverki að gegna, þeir eru mótandi í sínu starfi, þeir stjóma, leggja línur og em sýnilegir. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig ímynd hjúkmnarstjómendur smíða sér í því frelsi sem þeim er gefið. Sú ímynd getur orðið leiðandi í hugmyndum um hjúkrunarstarfið og þar með, eins og ég hef sýnt fram á í þessari grein, haft áhrif á hvemig við hugsum um konur og karla almennt í íslensku þjóðfélagi. Helstu heimildir Ásta Snorradóttir, 1992. Þar sem náttúran er menntun æðri, B. A. ritgerð í mannfræði við Háskóla íslands. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 1907. „Kosningarréttarfélag“, Kvennablaðið, 23. janúar 1907: 3. Guðmundur Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson (ritstj.) 1993. íslensk l>jóðfélagsþróim 1880-1990. Reykjavík, Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Launamyndun og kynbundinn launamunur, 1995. Reykjavík, Skrifstofa jafnréttismála: María Pélursdóttir, 1969. Hjúkrunarsaga, Reykjavík. Sigríður Halldórsdóttir, 1988. „Hjúkrunarfræðingar f dag“, Hjúkrun. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1990. Doing and Becoming: Women's Movements and Women's Personliood in lceland 1870-1990. Doklorsritgerð, The University of Rochester. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994. „Að gera til þess að verða: Persónusköpun f íslenskri kvennabaráttu“, í Ragnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir (ritstj.), Fléttur, Reykjavík, Háskólaútgáfan: 87- 115. Steingrfmur Matthíasson, 1923. Hjúkrun sjúkra, Akureyri, Prentsmiðja Björns Jónssonar. Stúdentablaðið, febrúar 1995. 'Grein þessi er unnin upp úr erindi sem flutt var á vorfundi hjúkrunar- forstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra í Reykjavfk 18. maí 1995. Ég vil þakka Ástu Snorradóttur fyrir góðfúslega veitt leyfi til að nota B.A. ritgerð hennar sem heimild, en hún var unnin undir minni leiðsögn til B.A. prófs í inannfræði við Háskóla íslands vorið 1992. 2 í greininni er farið hratt yfir langa og flókna sögu félagslegra breytinga á íslandi síðan fyrir aldamót og hvernig kvennabaráttan endurspeglar og mótar þessar breytingar. Þeim sem vilja kynna sér þetta efni nánar vísa ég á grein mína frá 1994 (heimildaskrá) og doktorsritgerð frá 1990 sem mun koma út með haustinu á vegum Félagsvísindastofnunar/ Háskólaútgáfunnar. Efnisumfjöllun hér byggir á heimildum sem vísað er til í ofangreindum verkum. Ljósmyndir, sem birtar eru með greininni, eru teknar af Elísabetu Erlingsdóttur, hjúkrunarkonu á Vífilsstaðaspítala, líklega á 3. eða 4. áratugnum og eru úr safni Félags Islenskra hjúkrunarfrœðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.