Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 33
í þessa afdrifaríku ferð til Skutari, að hún myndi á fyrstu dögunum þar taka til við húsbyggingar, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. En það var mjög áhugavert og lœrdómsríkt... Til- kynning hafði borist eða frekar mœtti kalla það neyðaróp frá yfirforingjanum á Krím: Meira en átta hundruð sœrðir liermenn voru enn á leiðinni til Skutari. Okkur hafði reynst fullerfitt að koma þeim fjögur þúsund manns, sem þegar voru í spítalanum, fyrir á örstuttum tíma og ógerlegt var að þrengja L fleirum inn. Örþrifaráð var að ráðast í að endur- reisa við sjúkrahúsið álmu sem orðið hafði eldi að bráð löngu fyrir okkar tíð þarna. Ef við gátum reist bygginguna aftur og fengið einhvern útbúnað var hœgt að taka á móti um eitt þúsund hermönnum til viðbótar. En það varð að gerast í flughasti! Mikil átök urðu við yfirvöldin. Florence setti sig fyrst í samband við sendiherrann í Konstantínópel. Húsbygging, hversu einföld sem hún er, kostar alltaf sitt og hún varð að tryggja sér heimild til verksins. Sendiherrann sagði í fyrstu að hann hefði meiri hug á að nota féð, sem í þetta færi, til að láta gera lút- erska kirkju í Konstantínópel! Ekki var neinn vandi að ímynda sér viðbrögð við þeirri hugmynd enda féll hann frá henni að athuguðu máli. Sendi hann síðan V einn ganginn enn eiginkonu sína til fundar við hern- aðaryfirvöldin í Skutari með formlegt leyfi hans til að taka ákvarðanir í málinu. Hún orkaði ekki að fara inn fyrir dyr í sjúkrahúsinu vegna óloftsins þar og stóð úti á hlaði þar sem hún ræddi við yfirmenn. Niðurstaðan varð sú að ráða 125 tyrkneska verka- menn til að vinna verkið. En eftir fáeina daga gerðu þeir verkfall. Launin voru of lág að þeirra mati og samkomulaginu var rift. Astandið var óviðunandi. Mér var Ijóst að nœstu skref í málinu tók ég á eigin ábyrgð en ekki var um neitt annað að rœða. Florence tókst að ráða 200 nýja verkamenn, hækk- aði launin og verkið var í höfn á mettíma. Sjúkra- rýmið var þokkalega útbúið til þess sem því var ætlað. Eg hafði aldrei verið í góðu sambandi við sendi- herrann. En nú varð hann bœði œfur og stórmóðg- aður og ekki eingöngu hann... Florence hafði notað fé úr „Times“ sjóðnum til framkvæmdanna. Það var líklega það fráleitasta sem einni manneskjn gat komið til hugar. Mannvirkjagerð var algjörlega á vegum hins opinbera og á ábyrgð þess. Fyrst hefði þurft að ræða málið við foringjana í Skutari og þeir síðan lagt það fyrir forstjóra ríkissjúkrastofnana í Lundúnum. Hann myndi senda hermálaráðuneytinu málið til umsagnar og að fengnu samþykki þess hefði ]iað farið áfram til fjármála- ráðuneytisins; ráðamenn þar síðan hlutast til um samþykki ríkisstjórnarinnar. Einn af andstæðingum Florence skrifaði rótarlega blaðagrein af þessu til- efni: „Nú birtist okkur Nightingale-valdið í allri sinni dýrð. Florence stendur í þeirri trú að hún geti að eigin vild og með fulltingi æðri máttarvalda ráðskast með fjármuni þjóðarinnar.“ En Raglan lávarður, yfirmaður hersins, studdi liennar málstað, ]>að gerði einnig drottningin og ríkisstjórnin. Almenningsálitið heima í Englandi var auðvitað alveg á hennar liandi. TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.