Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 40
hann hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur/ljós- móðir, starfað heima eða verið við nám. Reglur um starfsaldur eru mjög mismunandi eftir löndum og reiknast oft eftir starfshlutfalh og fjölda ára hjúkrunarfræðings í starfi. Islenskum hjúkrun- arfræðingum er því bent á að útvega sér starfsvottorð frá þeim stofnunum sem þeir hafa unnið á. 4. Atvinnumögiileikar I ölluin EES-ríkjum starfa evróráðgjafar sem aðstoða atvinnuleitendur, atvinnurekendur og vinnumiðlun- arfólk í gegnum sérstakt tölvukerfi, EURES, sem er skammstöfun fyrir European Employinent Services. Islenskt nafn skrifstofunnar er EES-vinniimiðlun og er hún staðsett hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar að Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Hjá EES-vinnuiniðlun er hægt að fá upplýsingar og bæklinga um EES-löndin, m.a.: • Laus störf • Atvinnu- og lífsskilyrði • Dvalarleyfi og skráningarreglur • „E-eyðuhlöð“ (staðfestingarvottorð vegna at- vinnuleysis-, lífeyris-, sjúkra- og slysatrygginga) • Vinnumarkaðinn • Almannatryggingakerfi • Lög og reglugerðir • Stofnanir og tengiliði erlendis Ekkert gjald er tekið fyrir ol'angreinda þjónustu og er EES-vinnumiðlun opin öllum landsmönnum óháð húsetu. Klara B. Gunnlaugsdóttir, evróráðgjafi, veitir nánari upplýsingar í síma 588-2580. Hjúkrunarfræðingum er einnig hent á að kynna sér erlend tímarit hjúkrunarfræðinga sem hægt er að nálgast hjá Félagi íslenskra lijúkrunarfræðinga. 5. Skattamál Almenna reglan er sú að einstaklingar greiði skatt af launatekjum í því ríki sem þeir vinna í og skatt af þeim eignum í því landi þar sem þær eru staðsettar. EES-vinnumiðlunin veitir allar almennar upplýsing- ar um skattamál í mismunandi löndum svo og em- bætti ríkisskattstjóra. 6. Félagsleg réttmdi Hjúkrunarfræðingur, sem fer til atvinnuleitar eða starfa í öðru EES-ríki, getur llutt réttindi á mörgum sviðum atvinnuleysis- og almannatrygginga á milli landa. Meginreglan er sú að hann uppfylli Jiau skilyrði sem ríkishorgarar viðkomandi lands Jiurfa að uppfylla. A. Tryggingastofnun ríkisins gefur m.a. út eftirfarandi staðfestingarvottorð vegna almannatrygginga: E-101: Vottorð um hvaða löggjöf skuli gilda. Ef hjúkrunarfræðingur er t.d. sendur til annars EES-ríkis í tímabundna vinnu í allt að eitt ár getur hann haldið áfram að vera tryggður á íslandi. Trygg- ingin er staðfest á vottorði E-301. Ákveðnum skilyrð- um þarf að fullnægja til Jiess að fá Jietta vottorð, m.a. að atvinnurekandinn sé með starfsemi á Islandi, eða að hjúkrunarfræðingurinn sé sjálfstætt starfandi og fullnægi skilyrðum sem sett eru fyrir sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðinga í viðkomandi landi. E-104: Vottorð um húsetu. Sá sem flytur lögheimili sitt til aðildarríkja samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið verður sjúkra- tryggður frá fyrsta degi framvísi hann vottorði E-104 um húsetu sem staðfestir lögheimilistímabil (trygg- ingatímabil) einstaklings vegna sjúkratrygginga. Að öðrum kosti Jiarf liann að haf'a verið búsettur í land- inu í 6 mánuði til að öðlast rétt til sjúkratrygginga. E-119: Vottorð um rétt til heilbrigðisjjjónustu við atvinnuleit í EES-ríki. Þetta vottorð sýnir rétt atvinnulausra einstaklinga og fjölskyldna til heilbrigðisþjónustu og bóta erlendis Jjegar hinn atvinnulausi er í atvinnuleit (notað í tengslum við vottorð E-303). E-205: Staðfesthigarvottorð vegna lífeyristrygg- mga. B. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins gefur tít eftirfarandi staðfestingarvottorð vegna atvinnuleysistrygginga: E-301 (vottorð um starfstímabil sem geta nýst til bótaréttar ef viðkomandi verður atvinnulaus), E- 302 (vottorð um atvinnuleysisbótarétt fjölskyldu), E-303/0-E-303/4 (vottorð um rétt til atvinnuley- sisbóta) og E-303-5 (vottorð um rétt til atvinnuley- sisbóta við heimkomu). 7. Samnorrænt flutningsvottorð vegna íbúaskráningar Vegna búferlaflutninga til Norðurlanda er nauðsyn- legt að afhenda viðkomandi sveitarfélagi samnorrænt flutningsvottorð ef dvöl er áætluð 6 mánuðir eða lengur. Hagstofa íslands gefur út Jietta vottorð. Nám og starf utan Evrópska efnahagssvæðisins íslenskir hjúkrunarfræðingar, sem liafa hug á að vinna eða fara í nám í landi utan Evrópska efnahags- svæðisins, Jmrfa að liafa hjúkrunarleyfi í viðkomandi landi. Atvinnurekandi sér um að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi sem er veitt ineð Jjví skilyrði að kunn- áttumenn fáist ekki innanlands eða ef aðrar sérstak- ar ástæður mæla með leyfisveitingu. 1. Umsókn um hjúkrunarleyfi skal send heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti viðkomandi lands (eða fylkis í Bandaríkjunum). Hjúkrunarfræðingur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga veitir nánari upjilýsingar um hvert eigi að senda hana. Umsókninni fylgi: 104 TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.