Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 38
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjukmnarfræðmga 15. og 16. maí 1997 hið eiginlega þing var sett var haldinn undirbúnings- fundur ]>ar sein kynnt voru drög að nýjum siðareglur fyrir íslenska hjiikrunarfræðinga, nýrri stefnu félags- ins í lieilbrigðismálum og starfsáætlun stjórnar fyrir næsta starfstímabil. Olöf Asta Ólafsdóttir, formaður vinnuhóps að gerð siðareglna fyrir hjúkrunarfræðinga gerði grein fyrir vinnulagi liópsins og kynnti afrakstur hans. Nokkrar nmræður urðu um reglurnar og voru þær almennt á mjög jákvæðum nótum. Olöf lagði áherslu á að þessari vinnu væri ekki endanlega lokið og mikil- vægt væri að siðareglur væru í stöðugri endurskoðun og umræðu þannig að þær gætu þjónað hjúkrunar- fræðingum sem sá vegvísir sem þeim er ætlað að vera. Asta Möller og Kristín Björnsdóttir kynntu drög að nýrri stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðis- málum. Nokkrar umræður urðu um þá vinnu, einnig á jákvæðum nótum. Það á við um þessa vinnu eins og siðareglurnar að hún þarf að vera í stöðugri umræðu og endurskoðun. Jóhanna Bernharðsdóttir kynnti starfsáætlun stjórnar fyrir tímabihð 1997-1999. Var góður rómur gerður að metnaðarfullri áætlun. Fulltrúajiingið var formlega sett kl. 13:00. Ásta Möller setti þingið. Fundarstjórar voru kjörnir Edda Arnadóttir, Hildur Stefánsdóttir og Katrín Pálsdótt- ir. Ritarar voru kjörnir Hihlur Helgadóttir og Hrafn- hildur Baldursdóttir. Ragnheiður Haraldsdóttir, staðgengill ráðuneytis- stjóra heilbrigðisráðuneytis, flutti þingfulltrúum góðar kveðjur frá heilbrigðisráðherra Ingihjörgu Pálmadóttir, sem komst ekki sjálf vegna anna á síðustu dögum þingsins. Marta Hjálmarsdóttir, for- maður BHM, ávarpaði þingið. Gerði hún hlutverk og uppbyggingu stéttarfélaga að umræðuefni sínu. Einnig lagði hún hjúkrunarfræðingum vel til fyrir störf sín að kjaramálum og fagmálum. Asta Möller gerði grein fyrir skýrslu stjórnar en útdráttur úr henni birtist hér í blaðinu. Þá gerði Anna Lilja Gunnarsdóttir grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir. Einnig bar hún fram tillögu stjórnar um breytingu á félagsgjöldum úr 1,55% af föstum launum í 1,1% af heildarlaunum frá og með 1. janúar 1998. Nokkrar umræður urðu um tillöguna og ekki allir á eitt sáttir. Tillagan var síðan samþykkt með 54 atkvæðum gegn 4. Eftirfarandi bókun barst um þennan dagskrálið: Undirrituð fellst á réttlœtissjónarmið í rökstuðningi stjórnar um breytingu á félagsgjöldum Félags ís- lenskra hjúkrunarfrœðinga, en vekur jafnframt at- hygli á áhrifum breytinganna á unga hjúkrunar- frœðinga, sem og þá er mikla yfirvinnu vinna. Eins og staðan er í dag byggir ungt fólk afkomu sína að verulegu leyti á mikilli yfirvinnu. Ahrif nýsamþykk- trar breytinga á félagsgjöldum eru auknar álögur á ungtfólk í stéttinni og er það í sorglegu samrœmi við þá miklu jaðarskatta sem þessi hópur ber nú þegar. Anna Sigrún Baldursdóttir kt: 051170-4749. Anna Lilja Gunnarsdóttir kynnti rekstrarreikning ársins 1996 og drög að fjárhagsáætlun fyrir starfsárin 1997 og 1998 og voru þau samþykkt samhljóða. Starfsáætlun stjórnar, sein Ásta Möller fylgdi úr hlaði, var einnig samþykkt samhljóða. Fjórar tillögur að lagabreytingum lágu fyrir þing- inu. Tillaga stjórnar Norðausturlandsdeildar um viðbót við 29. gr. þar sem kveðið er á um að svæðis- deildir fundi með stjórn a.m.k. 4 sinnurn á ári var felld. Tillaga um breytingu á 2. málsgrein 23. gr. laga, um samfelhl seta í stjórn skuli vera fjögur tíma- bil í stað þriggja, var samþykkt svo og breytingatil- laga við 30. gr. um stofnun faghópa hjúkrunarfræð- inga sem starfa erlendis. Þá var og samþykkt tillaga um breytingu á nafni siðanefndar í siða- og sáttanefnd. Að loknum lagabreytingum var gengið til kosninga formanns, annarra stjórnarmanna, tveggja varaman- na í stjórn og tveggja endurskoðenda auk kosninga í nefndir félagsins. 174 TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.