Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 18
Hjúkrunarform á deild 1 Einstaklingshæfð hjúkrun Verkhæfð hjúkrun Hóþhjúkrun Heildræn hjúkrun Annað 2 41 5 35 12 1 Vinnueldmóður Lítill 1 1,2 Miðlungs 33 41,3 Mikill 42 52,5 Geysilegur 3 3,8 Ekki skráð 1 1,2 Alls 80 100,0 ' Merkja mátti við fleira en eitt hjúkrunarform 2 Einstaklingsmiðuð hjúkrun Hvað einkennir hjúkrunarfræðing sem segist vera „fullur eldmóðs11? Vinnueldmóður var mældur á eftirfarandi hátt: enginn (1), mjög lítill (2), lítill (3), miðlungs (4), mikill (5) og geysilegur (6). Meðaltal fyrir vinnueldmóð reyndist 4,59 (SD=0,59, N=79). Það verður að geta þess að enginn merkti við „enginn vinnueldmóður" og „mjög lítill vinnueldmóður" og eingöngu einn merkti við „lítill vinnueldmóður". Þrír merktu við „geysilegan vinnueldmóð" þannig að flestallir sögðust finna fyrir „miðlungs" (41,8%) eða „miklum" vinnueldmóði (53,2%). Að meðaltali var vinnueldmóður á gjörgæsludeild 4,65, handlæknisdeild 4,53 og lyflæknisdeild 4,64. Gerð var dreifigreining (Anova) þar sem frumbreyturnar voru: aldur, deild, starfsaldur í hjúkrun, starfsaldur á núver- andi deild, fjölda vinnustunda á viku og hjúkrunarmenntun. Fylgibreytan var vinnueldmóður. Eingöngu kom fram marktækur munur á vinnueldmóði eftir unnum vinnustundum á viku. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem unnu 50-59 stunda vinnuviku, reyndust hafa mark- tækt meiri vinnueldmóð heldur en þeir hjúkrunarfræðingar sem unnu 20-39 stundir á viku (p = 0,05). Hvaða þættir verka faglega örvandi á hjúkrunar- fræðinga sem starfa á gjörgæsludeildum, hand- læknis- og lyflæknisdeildum? Spurt var um áhuga hjúkrunarfræðings á núverandi starfi og það sem honum þótti spennandi við það. Gefnir voru fjórir valmöguleikar frá áhugalaus/ekki spennandi (1) til „mikill áhugi/mjög spennandi" (4). í Ijós kom að það sem hjúkrunarfræðingum þótti hvað áhugaverðast/mest sþennandi var samskipti við sjúkling, skjólstæðing og fjölskyldu, fjölþætt reynsla, hágæðaþjón- usta, áhugaverð og spennandi vinna og að fylgjast með og aðstoða sjúklinga til betri heilsu og útskriftar af deildinni. Gert var próf á stöðu hjúkrunarfræðings og áhugaverð- 242 um/spennandi þáttum í starfi hans. í öllum tilvikum þótti hjúkrunarfræðingum, sem gegndu stjórnunarstöðu, vinnan sín áhugaverðari og meira spennandi en almennum hjúkr- unarfræðingum og kom fram marktækur munur (p=0,05). Fyrrnefnd atriði voru: að sinna stjórnunarstörfum, sam- skipti við sjúkling, skjólstæðing og fjölskyldu, tækifæri til kennslu, að fylgjast með og að taka þátt í eflingu og þroska annarra hjúkrunarfræðinga. Skoðuð var fylgni vinnueldmóðs og áhuga- verðra/spennandi þátta starfsins. Meðalfylgni (p = 0,05) reyndist með vinnueldmóði og a) áhugaverðri og spennandi vinnu (r = 0,488), b) kann vel við vinnuna (r = 0,457), c) möguleikum á skapandi framlagi (r = 0,445), d) birta greinar um verk mín (r = 0,305) og e) umbun, fullnægju í starfi, „Mér finnst ég skipta máli" (r = 0,302). Veik fylgni (p = 0,05) var með vinnueldmóði og fjölþættri reynslu (r = 0,234), örvandi, hvetjandi, starfsumhverfi (r = 0,286), sjálfstæði f starfi (r = ,0291), áhuga á sérgreininni (r = 0,266), „vita að ég skipti máli“ (r = 0,270), tækifærum til rannsóknarstarfa (r = 0,255) og að lokum að takast á við vandasöm verkefni og Ijúka þeim eða leysa úr málunum (r = 0,269). Þau atriði, sem hjúkrunarfræðingum þóttu þýðingarmest, voru að koma alvarlega veikum sjúklingi í stöðugt ástand (51,3% nefndu það), Ijúka almennt verkefnum og störfum (37,5%), fá jákvæða svörun frá sjúklingum eða fjölskyldu (35,0%), fylgjast með sjúklingi taka framförum (33,8%). Það sem hjúkrunarfræðingum fannst vera góður vinnu- dagur fólst helst í að fá jákvæða svörun frá öðrum hjúkr- unarfræðingum, sjúklingi eða fjölskyldu (83,8% hjúkrunar- fræðinga nefndi það), dagurinn væri annasamur en ekki stjórnlaus (77,5%), vinnan væri metin að verðleikum (67,5%) og „fannst ég skipta máli“ (67,5 %). Hvaða þættir í starfi hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu- deildum, handlæknis- og lyflæknisdeildum valda þeim mestum vonbrigðum, örmögnun og uppgjöf? Spurt var hvað ylii hjúkrunarfræðingum gremju/vonbrigð- um í starfi og voru fjórir valmöguleikar gefnir frá „ekki gremjuvaldandi" til „mjög gremjuvaldandi". Það sem olli mestri gremju í starfi var: „Ekki nægilegur tími til að Ijúka verkum mínum", laun, undirmönnun, ósanngjarn niður- skurður á fjármagni og vanhæft starfsfólk. Þegar þetta var skoðað nánar í tengslum við vinnueldmóð kom eingöngu í Ijós marktæk fylgni milli gremju/vonbrigða í starfi og „ekki nægilegur tími til að Ijúka verkum mínum" (p =0,05). Gremjuvaldandi þættir voru athugaðir innan hverrar deildar. Fram kom að þeir sem unnu á gjörgæsludeildum fundu frekar en hjúkrunarfræðingar á hand- og lyflæknis- deildum fyrir gremjuvaldandi samskiptum við aðrar deildir. Skoðað var hvað hjúkrunarfræðingum þótti tímafrekast í starfi sínu. Flestir hjúkrunarfræðingar nefndu beina hjúkr- un (73,8%), hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga (63,8%), lyfjagjöf (40,0%) og skráningu og paþþírsvinnu (38,8%). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.