Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 40
Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss- ins á Akranesi. Fyrir breytinguna var það þannig að hver og einn hjúkr- unarfræðingur valdi hjúkrunargreiningu og skráði eftir eigin höfði hvaða meðferð ætti að veita. Þetta gekk þannig að u.þ.b. 30% sjúklinga á lyflækningadeild fengu skráða hjúkrunargreiningu, þessi tala sveiflaðist mjög eftir álagi á deildinni og fór fljótt úr böndunum við mikið álag eins og flestir hjúkrunarfræðingar á öðrum stöðum þekkja. Fyrstu 3 mánuðina eftir breytinguna fór fjöldi sjúklinga, sem fengu skráðar hjúkrunargreiningar á lyflækningadeild, í 74% og á handlækningadeild fór þetta í 90% sem verður að teljast mjög gott. Skráningin hefur haldist þó álagið hafi aukist á deildunum. „Á sumrin fór skráningin alveg úr skorðum og ekki náð- ist að skrá hjúkrunargreiningu nema hjá einum og einum. Sumarið 2001 er fyrsta sumarið sem skráningin hefur haldist óbreytt og það segir nokkuð til um ágæti þessa kerfis og skýrist e.t.v. fyrst og fremst af því hve tímaspar- andi þetta fyrirkomulag er. Annað sem ekki má gleymast er áhugi hjúkrunarfræðinganna og Ijósmæðranna á stofn- uninni sem hefur haft mikið að segja og allir hafa lagst á eitt að taka þátt í þessari miklu breytingu, án samstöð- unnar og viljans myndi þetta ekki ganga svona vel.“ í upphafi skoðaði Jóhanna allar 143 NANDA-hjúkrunar- greiningarnar og valdi síðan 97 til frekari skoðunar en niðurstaðan varð sú að það væru um 60 hjúkrunargrein- ingar sem notaðar eru að einhverju leyti á þessum fjórum legudeildum. Jóhanna skoðaði einnig NlC-aðferðir við hjúkrunar- meðferð sem eru 486 talsins og inniheldur hver um sig 20- 35 verkþætti. „NlC-flokkunarkerfið í heild sinni inniheldur alls um 12.000 verkþætti. Hver hjúkrunarfræðingur notar aldrei nema takmarkaðan fjölda NlC-aðferða við meðferð í sínu starfi og ég komst að því að okkur nægðu 80-90 aðferðir við meðferð fyrir þessar 55 NANDA-hjúkrunar- greiningar sem við höfðum valið." Hún þýddi síðan verk- þætti við 80 NlC-meðferðarúrræði, þó ekki hvern einasta verkþátt því sumir verkþættirnir eiga ekki við íslenskar aðstæður og aðrir eiga ekki við á sjúkrahúsi. Jóhanna fékk svo hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður til að velja þá verk- þætti sem þeim fannst mikilvægastir til að leysa tiltekin vandamál. „Niðurstöðurnar voru síðan notaðar til að útþúa límmiða sem við límum beint inn á eyðublöðin. Núna erum við með staðlaða NlC-hjúkrunarmeðferð við 55 NANDA- hjúkrunargreiningar og þarf því ekkert að gera nema krossa við í stað þessa að eyða miklum tíma í að hand- skrifa allar hjúkrunargreiningar og meðferð hverju sinni.“ Hún segir að við val á verkþáttum hafi komið í Ijós að 80% af þeim verkþáttum, sem starfsfólkið valdi, voru þeir sömu hvort sem um var að ræða lyflækningadeild eða handlækningadeild. „Þetta gefur okkur vísbendingu um að ekki sé mikill munur á milli deilda hvernig sjúklingum með sama vandamál er hjúkrað." Jóhanna er að undirbúa rannsókn á upplýsingum sem liggja fyrir á skráningunni fyrstu 6 mánuðina eftir breyting- una. Hún skoðaði skráninguna á tveimur deildanna fyrstu þrjá mánuðina. Á lyflækningadeildinni kom í Ijós að af þeim 55 hjúkrunargreiningum, sem valdar höfðu verið, voru ekki nema 34 notaðar. Hvers vegna? „Ef til vill vegna þess að fólk sér ákveðna hluti og horfir fram hjá öðrum eins og þekkt er víða.“ Það kom greinilega í Ijós að skert hreyfigeta og sjálfsbjargar- geta sjúklings var vanskráð á lyflækningadeildinni og fróð- legt verður að skoða hvers vegna það er. Hjúkrunargrein- ingin verkur var algengasta hjúkrunargreiningin á hand- lækninga- og lyflækningadeild en það kemur í raun ekki á óvart. „Færri hjúkrunargreiningar voru notaðar á hand- lækningadeild, við fórum af stað með 26 en aðeins 15 voru notaðar. Það verður gaman að gera upp þessa 6 mánuði, ég tel það í raun alveg nauðsynlegt. Ef við metum ekki hvar við stöndum þá getum við ekki bætt þá þætti sem þarf en hér er mikill áhugi og metnaður alls hjúkrunar- fólks að gera góða hjúkrun enn betri." Þarf að tengja sjúkraliðana skráningunni En hver eru næstu skref í þessari nýju skráningu? „Næsta skref er að yfirfara kerfið til að gera það enn betra,“ segir Jóhanna. „Það þarf að skoða hvort við þurfum að staðla meðferð við fleiri NANDA-hjúkrunargreiningar, einnig þarf að yfirfara og skoða hvort við séum e.t.v. að horfa fram hjá tilteknum vandamálum. Það hefur víða komið í Ijós, þegar mikið er að gera, að þá er hættara við að aðeins séu greind helstu vandamál sjúklinganna en litið fram hjá öðrum. Með því að stytta tímann, sem fer í skráninguna, ættum við að geta stuðlað að þvf að tekið sé á fleiri vandamálum. Innan fárra vikna munum við síðan tengja sjúkraliðana markvisst betur inn í skráninguna þannig að þeir vinni skipulega samkvæmt þeirri hjúkrunarmeðferð sem 264 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.