Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 19
Þegar þessar upplýsingar voru skoðaðar nánar ásamt deildaskiptingu kom í Ijós að 87,5% hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild töldu hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga tímafrekasta starf sitt, en aðeins 47% hjúkrunarfræðinga á handlæknisdeild nefndu það sama. Á lyflæknisdeild álitu 63,6% hjúkrunarfræðinga hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga tímafrekasta þáttinn í störfum sínum. Meðal hjúkrunarfræðinga á handlæknisdeild var bein hjúkrun nefnd í 82,4% tilvika og á lyflæknisdeild reyndist bein hjúkrun tímafrekasta starfið hjá 68,2% hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild töldu beina hjúkrun í 66,6% tilfella tímafrekasta starf sitt. 25% hjúkr- unarfræðinga á gjörgæsludeild töldu lyfjagjöf tímafrekasta starfið, 47% á handlæknisdeild og 45,5% á lyflæknisdeild. i tengslum við gremjuvaldandi þætti í starfi var ekki úr vegi að skoða hvað hjúkrunarfræðingum þætti mjög þreytandi í starfi sínu. Þar trónaði á toppnum neikvætt viðhorf starfsfólks en 71,3% hjúkrunarfræðinga nefndu þetta atriði. ( kjölfarið fylgdu atriði eins og undirmönnun, enginn tími fyrir hvíld eða mat, snatt og of margir sjúklingar. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem fundu fyrir miklum vinnueldmóði, nefndu oftar fyrrnefnd atriði en hinir sem ekki fundu fyrir miklum eldmóði. Á spurningalistanum voru nokkrar opnar spurningar og var þar meðal annars spurt um hvaða deild hjúkrunar- fræðingum fyndist flest tækifæri fyrir vinnueldmóð. Af þeim sem svöruðu töldu 87,9% það sína eigin deild. Milli deilda skiptist það þannig að 79,2% þeirra sem unnu á gjörgæslu- deild fannst sú deild bjóða flest tækifæri fyrir vinnueldmóð, 52,9% á handlæknisdeildum og 63,6% á lyflæknisdeildum. Nánar var spurt hvers vegna menn teldu viðkomandi deild bjóða upp á mestan vinnueldmóð. Röð nefndra atriða var ögn mismunandi eftir því hvernig deild var um að ræða en innihaldið var alls staðar það sama. Það er sjálfstæði í starfi og tækifæri til að sinna einstaklingshæfðri hjúkrun, fjöl- breyttur sjúklingahópur, fjölbreytt hjúkrun, uppfræðsla sjúklinga/aðstandenda/nema, símenntun starfsfólks, bráða- ög hátæknihjúkrun, fagleg samvinna og góður starfsandi. Spurt var um hvaða viðbótarþekking myndi auðvelda starfið. Stærstur hluti þátttakenda lagði áherslu á mikil- vægi endur- og símenntunar með kynningum, nám- skeiðum og ráðstefnum jafnt innanlands sem utan til að verða betri í klínískri hjúkrun, svo og aukna sérmenntun, s.s. meistaranám í klínískri hjúkrun. Einnig var spurt hvaða þáttum í starfinu eða í stjórnun deildarinnar mætti breyta til að viðkomandi nyti sín að fullu í starfinu. Hjúkrunarfræðingarnir nefndu frammistöðumat, endurgjöf og umbun, s.s. hrós, bætt skipulag á deildum þannig að minni tími færi í stofugang og þess háttar en meiri í beina hjúkrun, breytt fyrirkomulag vakta, s.s. tvískiptar vaktir og sveigjanlegri vaktir, betri mönnun og þar af leiðandi meiri tíma til að sinna sjúklingum og fjölskyldum þeirra, sem og sækja fræðslu og sinna rannsóknum. UMRÆÐA í Ijós kom að vinnueldmóður var mjög svipaður hjá hjúkr- unarfræðingum á bráðadeildum stóru spítalanna. Hjúkr- unarfræðingar höfðu miðlungs/mikinn persónulegan vinnu- eldmóð til að bera samkvæmt þessum niðurstöðum og sá eldmóður ætti að skila sér á jákvæðan hátt í deildarstarfið. Einsleit svörun á vinnueidmóði getur bent til tvenns. Annars vegar að hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum stóru spítalanna séu „líkir" og skynji vinnuumhverfi sitt á svipað- an hátt. Hins vegar að þeir sem lögðu það á sig að svara spurningalistunum séu sá hluti starfshópsins sem finnur fyrir miðlungs/miklum vinnueldmóði og vilji leggja sitt af mörkum til að niðurstöður fáist úr rannsókninni. Svörunin við spurningunni um hvaða deild byði upp á mestan vinnueldmóð ýtir undir síðari ályktunina. Af þeim sem svöruðu þeirri spurningu nefndu 87,9% að þeirra eigin deild byði upp á mesta möguleika á vinnueldmóði. Það styrkir trú mína á að þeir sem leggja á sig að svara spurningalistum/könnunum finni fyrir miðlungs/miklum vinnueldmóði og séu ánægðir með sinn vinnustað og því mætti álykta að þeir kæmu miklu í verk í vinnunni. Skoðað var hvort vinnueldmóður mældist mismunandi eftir því hvort hjúkrunarmenntunar hafði verið aflað við Hjúkrunarskóla íslands eða Háskóla íslands. Ekki reyndist munur þar á. Hvort íslenskir hjúkrunarfræðingar eru svona einsleitur hópur er annað mál enda ekki hægt að álykta um það út frá 41 % svörun. Eingöngu kom í Ijós munur á fylgni á vinnueldmóði og unnum vinnustundum á viku. Þar fundu þeir fyrir meiri vinnueldmóði sem unnu 50-59 stundir á viku en þeir sem unnu 20-39 stundir. Þetta er í samræmi við erlendar niðurstöður (Simms og fleiri, 1990). Því má gefa sér að lengri vinnutími sé ekki einvörðungu til að afla meiri launa heldur að menn sækist í hann vinnunnar vegna. Þegar hjúkrunarfræðingar voru spurðir um spenn- andi/áhugaverða þætti kom fram að þeim fannst sam- skipti við sjúkling/skjólstæðing og fjölskyldu hans áhuga- verðast og mest spennandi. Hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðu, þ.e. aðstoðar- deildarstjórar, voru spenntari en almennir hjúkrunarfræð- ingar fyrir eftirfarandi þáttum: stjórnunarstörfum, sam- skiptum við skjólstæðing og fjölskyldu, tækifærum til að vera með kennslu og því að fylgjast með og taka þátt í eflingu og þroska annarra hjúkrunarfræðinga. Því má ganga út frá því að aðstoðardeildarstjórar hafi sótt í þá stöðu vegna áhuga á starfi sínu en ekki einvörðungu í von um betri vinnutíma eða vegna þrýstings frá yfirmönnum sínum. Þegar vinnueldmóður og áhugaverðir þættir voru bornir saman kom fram fylgni við þætti sem segja má að leiði til aukins þroska hjúkrunarfræðings og framþróunar í deiidar- starfi. Þeir þættir eru t.d. fjölþætt reynsla, örvandi, starfs- umhverfi og tækifæri til rannsóknarstarfa. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 77. árg. 2001 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.