Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 13
Fréttamolar... einstaldingum sem eiga í langvarandi veikindum sem setja mark sitt á einstaklinginn og fjölskyldu hans, bæði tilfinningalega og fjárhagslega; hjúkra einstaklingum, sem eru að kveðja þetta líf, og þeirra nánustu sem þá takast oft á við erfiðustu stundir ævi sinnar og svona mætti áfram telja. Framlag hjúkrunarfræðinga og reynsla þeirra er því afar mikilvæg þegar kemur að stefnumótun í heilbrigðismálum. A þessu hjúkrunarþingi ætlum við að fjalla um efni sem snúa að skjólstæðingum okkar, okkur hjúkrunarfræðingum sjálfum og hjúkrun. Við fjöllum um þekkingu í hjúkrun og hvernig hún nýtist skjólstæðingum okkar best; hvernig hjúkr- unarfræðingar geti best tryggt öryggi skjólstæð- inga sinna; um breytingar á þjónustu hjúkrunar og síðast en ekki síst um þau áhrif sem bein þátttaka sjúklinga í greiðslu fyrir heilbrigðisþjón- ustu getur haft á eftirspurn þeirra eftir þjónust- unni, og hvaða sértæku áhrif það kann að hafa á skipulag hjúkrunarþjónustu hér á landi. Þetta eru engin smáefni en hér er líka saman kominn stór og sterkur hópur hjúkrunarfræðinga ásamt öðrum okkur tengdum sem ætla hér fyrir hádegi að flytja okkur erindi um ofangreind mál. Eftir hádegi mun síðan reynsla okkar hinna nýtast vel í umræðum í hópum. Það starf er sérlega mikil- vægt, ekki síst sem veganesti inn í endurskoðun á stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, sem ég vitnaði til hér að framan, en endurskoðun á þeirri stefnu félagsins er þegar hafin. Markmiðið er að leggja endurskoðaða stefnu fyrir fulltrúaþing sem hald- ið verður dagana 9. og 10. maí 2005. Ég vil að lokum þakka þeim sem flytja munu okkur erindi hér á eftir og einnig þeim sem tekið hafa að sér að stýra hópastarfi. Þá vil ég þakka þeim sérstaklega sem tóku að sér að undirbúa hjúkrunarþing 2004 en það voru: Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, sem var formaður undirbúnings- nefndar, Rósa Jónsdóttir, Gyða Baldursdóttir, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir. Þá vil ég einnig þakka starfsfólki skrifstofu félagsins fyrir þeirra mikla framlag. Að þessu sögðu set ég hjúkrunarþing 2004 og bið Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, velkominn til að ávarpa þingfulltrúa. Stjórnarfundur SSN og ráöstefna í Vilníus 25.-27. október 2004 Stjórnarfundur og haustráöstefna SSN 2004 voru haldin í Vilníus í Litháen dagana 25.-27. október sl. Af hálfu Félags íslenskra hjúkrunar- fræöinga sátu fundinn Elsa Friöfinnsdóttir, formaöur, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, og Aðalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, starfsmaður félagsins. Helsta mál fundarins var aö staðfesta breytingu á lögum og starfsreglum SSN sem samþykktar voru á vorfundinum í Kaupmannahöfn í mars sl. Þá var samþykkt aö styöja áfram samvinnu norrænna hjúkrunarnema meö fjárframlögum þannig aö þeir geti hist tvisvar á ári og ákveöið var aö setja á fót samstarfshóp til aö skoöa á hvern hátt megi efla dreifingu tímarits SSN, Várd i Norden. Yfirskrift ráöstefnunnar var „Nursing in an enlarged Europe" (Hjúkrun í stækkuðu Evrópusambandi). Markmið ráðstefnunnar var aö ræöa hvort og meö hvaöa hætti félögin gætu styrkt og stutt hvert annað í kjölfar þeirra breytinga sem veröa viö stækkun Evrópusambandsins. Þar ber helst að nefna áhrifin af frjálsum flutningi vinnuafls milli landa og viðurkenningu og gæöi menntunar hjúkrunarfræöinga í löndunum. Félög hjúkrunarfræöinga í Noregi, Danmörku og Svíþjóö hafa stutt upp- byggingu hjúkrunarfélaga í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og var þessi ráöstefna þáttur í því starfi. Á ráðstefnunni voru flutt framsöguerindi um stöðu hjúkrunar í Eystrasaltslöndunum og áhrif inngöngu þeirra í Evrópubandalagiö á stööu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar í þessum löndum. Unniö var í umræðuhópum þar sem m.a. var rætt um hugsan- legan stuðning milli félaganna og lögö áhersla á aö stuöningurinn yröi aö vera á forsendum þeirra sem hans njóta. Ráðstefnan var hin fróö- legasta og töldu fulltrúar Eystrasaltslandanna hana mikilvæga til aö efla tengslin milli landanna og sérstaklega tengsl sín í milli. Lífrænt ræktaðar vörur - þar sem þú getur treyst á gæðin - YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.