Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 10
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is „ÆTLAÐI ALLTAF AÐ VERÐA SJÚKRAKONA“ -Sigþrúður Ingimundardóttir, heiðursfélagi FÍH „Frá því ég var fimm ára ætlaði ég að verða sjúkrakona, þegar ég yrði stór, það var bara einhvern veginn þannig,“ svarar Sigþrúður Ingimundardóttir spurningu um hvers vegna hún hafi ákveðið að læra hjúkrun. Hún er komin í heimsókn á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 22, húsnæði sem keypt var í maí árið 1986, en þá var hún formaður Hjúkrunarfélags Islands. Viðmótið er hlýtt og elskulegt en fasið jafnframt skörulegt og sjálf rifja ég upp í huganum orð sem höfð eru eftir nemum sem unnu hjá henni um tíma, að Sigþrúður hefði lag á því að láta öllum líða vel í návist sinni. Sigþrúður er ein þriggja hjúkrunarfræðinga sem gerð var að heiðursfélaga FÍH á síðasta fulltrúaþingi, hinar tvær eru þær Pálína Sigurjónsdóttir sem rætt var við í 4. tbl. 2005 og Bergljót Líndal sem kynnt verður lesendum tímaritsins innan tíðar. 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.