Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 36
Anný Lára Emilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Sóltúni - hjúkrunarheimili, anny@soltun.is Margrét Gústafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dósent í hjúkrunarfræðideild HÍ, margust@hi.is MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ÞVAGLEKA ALDRAÐRA Á HJÚKRUNARHEIMILUM: ÁHERSLA Á ATFERLISMEÐFERÐ Útdráttur Grein þessi er byggð á fræðilegri úttekt á þvagleka aldraðra og viðhlítandi meðferðarúrræðum á hjúkrunarheimilum, með áherslu á atferlismeðferð. Þvagleki er mjög algengur meðal aldraðra, einkum á hjúkrunarheimilum, og hefur víðtæk áhrif á einstaklinginn og umönnunaraðila hans. Sýnt hefur verið fram á að bæta megi gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum með því að bjóða þeim íbúum sem þjást af þvagleka upp á atferlismeðferð. Að mörgu er þó að hyggja ef ná á árangri með þess háttar meðferð á hjúkrunarheimilum. Fræðilegu úttektinni var fylgt eftir með athugun á tveimur hjúkrunarheimilum þar sem rætt var við hjúkrunarforstjóra, tvo deildarstjóra og tvo sjúkraliða á hvoru heimili um sig. Að mati þátttakenda var markmið atferlismeðferðar við þvagleka að ná hámarksárangri hjá hverjum og einum íbúa með hliðsjón af líkamlegri og vitsmunalegri getu hans. Mikilvæg forsenda þess að ná árangri var talin vera að þekkja vel til íbúans. Þátttakendur töldu atferlismeðferð við þvagleka skipta miklu máli og árangur meðferðarinnar fælist ekki síst i því að bæta lífsgæði íbúanna. Lykilorð: Þvagleki aldraðra, hjúkrunarheimili, meðferðarúr- ræði við þvagleka, atferlismeðferð við þvagleka, lífsgæði. Abstract This article is based on a literature review on urinary incontinence of the elderly and suitable treatment options in nursing homes. Urinary incontinence is very common among the elderly, especially in nursing homes, and has a wide-ranging impact on the person suffering from it and his or her caregivers. It has been demonstrated that care in nursing homes can be improved by offering behavioral intervention to residents who suffer from urinary incontinence. Yet many things need to be taken into consideration if this type of treatment is to be successful in nursing homes. The literature review was followed by a small field study in two nursing homes. In each institution the nursing director, two unit managers, and two practical nurses were interviewed. According to the participants, the aim of urinary incontinence behavioral intervention is to reach the maximum results with each resident in the light of his or her physical and intellectual abilities. An important prerequisite for success was considered to be a thorough knowledge of the resident in question. Participants considered the urinary incontinence behavioral intervention to be very important, especially since it improves the residents’ quality of life. Keywords: Urinary incontinence among the elderly, nursing homes, treatment of urinary incontinence, behavioral intervention in urinary incontinence, quality of life. Inngangur Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um þvagleka aldraðra á hjúkrunarheimilum og meðferðarúrræði þar sem megináhersla er lögð á atferlismeðferð. Fjallað verður almennt um þvagleka aldraðra og sett upp tafla um algenga flokkun hans. Yfirlit verður gefið um mismunandi atferlismeðferð við þvagleka, dæmi gefið um árangur slíkrar meðferðar og rætt um forsendur þess að ná árangri. Síðan verður gerð grein fyrir athugun sem framkvæmd var á vettvangi, en í framhaldi af fræðiiegri úttekt á þessum vanda var ákveðið að færa niðurstöður hennar til íslensks veruleika og skoða þær í samhengi við starfshætti hér á landi. Ætla má að rannsóknarefni sem þetta hafi mikið gildi fyrir hjúkrun sem fræðigrein þar sem meðhöndlun við þvagleka er í langflestum tilvikum hjúkrunarfræðilegt viðfangsefni og er það því á ábyrgð hjúkrunarfræðinga að aðstoða skjólstæðinginn við að ná sem bestum tökum á vandanum. Það er auk þess í verkahring hjúkrunarfræðinga að hafa yfirumsjón með starfsemi og starfsfólki á hjúkrunarheimilum og það gefur þeim einstakt tækifæri til að móta þjónustu deildanna í ijósi þekkingar og eftir hugmyndafræði hjúkrunar. Við vinnu á fræðilegri úttekt var leitað gagna í tímaritum og í fræðibókum. Lykilorð í leitinni voru þvagleki aldraðra, hjúkrunarheimili, meðferðarúrræði við þvagleka, atferlismeðferð við þvagleka og lífsgæði. Sumar heimildirnar, sem stuðst er við, eru komnar nokkuð til ára sinna en þvagleki aldraðra var algengt rannsóknarefni í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Það er mat höfunda að þessar rannsóknamiðurstöður sóu enn gjaldgengar þar sem eldri niðurstöður komu heim og saman við þær nýrri. Þvagleki Þvaglosun er flókið ferli sem í megindráttum snýst um samspil taugakerfis og þvagfæra. Þvagleki er skilgreindur sem óviljandi 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.