Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 25
Fulltrúaráðið - The Council of National Representatives (CNR) sem er æðsta stjórnvald ICN - hélt fund sinn 27. til 29. maí með þátttöku fulltrúa hjúkrunarfélaga frá 82 löndum. Fulltrúarnir ræddu m.a. forgangsröðun og stefnu fagsins. Fjögur meginefni voru tekin til umræðu í vinnu- hópum: I. Að búast hinu óvænta - með hliðsjón af fagi, félagshagfræði og stjórnun Mismunandi aðstæður skapa hið óvænta. Náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk, hungurs- neyð, sjúkdómar, vinnuskilyrði, vöntun á viðbragðsáætlunum, mannréttindabrot og gróðurhúsaáhrif eru dæmi um þætti sem valda óvæntum aðstæðum sem hjúkrunarfræðingar þurfa að takast á við í starfi sínu. II. Úthlutun verkefna og umsjón Nauðsynlegt er að meta þarfir sjúklingsins og getu þess starfsmanns, sem falið er að uppfylla þær þarfir, um leið og verk- efninu er úthlutað. Umsjón felur í sér leiðbeiningar og eftirlit með því hvernig úthlutuð verkefni eru leyst. Umræður fóru fram m.a. um nauðsyn þess að skilgreina hlutverk einstakra faghópa sem starfa við heilbrigðiþjónustu til að Ijóst sé að sá sem felur öðrum verkefni og sá sem er falið verkefni hafi til þess tilskilda getu og menntun. III. Rýnt í menntun - klínískt bil með áherslu á klínískar leiðbeiningar Margoft hefur verið skrifað um bilið milli hjúkrunarmenntunar og hjúkrunarstarfs- ins þegar á hólminn er komið. Þetta bil lýtur að ósamræminu milli þess sem nemum er kennt á skólabekk og þess sem mætir þeim í starfi. Vinnuhópurinn ræddi um ástæður þess og hvernig brúa má bilið. IV. Breytt hlutverk hjúkrunarfræðinga og skortur á hjúkrunarfræðingum Áhugi er fyrir skilgreiningum á fjölda sjúklinga á hvern sjúkling en Ijóst að vinna að slíku mun ekki skila neinu hnattrænu líkani. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa nær yfir allan heiminn. Hann er þó af mismunandi orsökum. í Hollandi fást nýútskrifaðir ekki til starfa eða hætta fljótlega eftir ráðningu vegna launa, í Japan hafa 500.000 hjúkrunarfræðingar hætt störfum vegna vinnuumhverfis, m.a. að það sé þeim hættulegt, og í El Salvador er nægt framboð af hjúkrunarfræðingum en engir peningar til að ráða þá og enn annars staðar annar útskrift hjúkrunarfræðinga ekki eftirspurn. Sláandi upplýsingarnar um mismun á aðstöðu hjúkrunarfræðinga, verkefnum þeirra og fjölda lágu frammi. Venjuleg fundarstörf Samþykkt var að stjórn ICN sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) mótmæli við því hversu fáir starfsmanna WHO eru hjúkrunarfræðingar en þeir eru aðeins 1,3% en 91,6% eru læknar og 1,8% næringarfræðingar. í nóvember 2006 mælti nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna með því að sett yrði á stofn sérstök kvennastofnun (Dedicated Women's Agency). Af þessu hefur ekki orðið og skoraði fulltrúaráð ICN í nafni 13 milljóna hjúkrunarfræðinga alls staðar úr heiminum á framkvæmdastjóra SÞ að vinna hratt að lausn þessa máls. Lögð var fram tillaga að ályktun um að krefjast skjótvirkrar og réttlátrar meðferðar máls búlgörsku hjúkrunarfræðinganna og palestínsks læknis sem ákærð voru af líbýskum yfirvöldum fyrir að hafa smitað líbýsk börn með HIV. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóma eftir að fulltrúi Jórdaníu gekk af fundi í mótmælaskyni. Framkvæmdastjóri kveður Forseti ICN, Hiroko Minami tilkynnti í lok fundar að Judith A. Oulton, framkvæmda- stjóri ICN, væri að eigin óska að láta af störfum og að undirbúningur að ráðningu nýs framkvæmdastjóra væri kominn í gang. Fundurinn þakkaði henni vel unnin störf um margra ára skeið. Ráðstefna ICN hófst að fulltrúafundinum loknum. Þar hittust meira en 3.000 fulltrúar fjölmargra landa til að ræða viðbrögð við hinu óvænta, vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og skort á hjúkrunar- fræðingum. Hjúkrunarfræðingar frá 96 löndum fluttu verkefni sín og kynntu veggspjöld sem snérust um meginþema ráðstefnunnar. Sjá einnig www.icn.ch. Frá ráðstefnunni Jón Aðalbjörn Jónsson Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.