Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 51
FRÆÐSLUGREIN Krafan um barneignir Gjarnan er svo litið á að meginhlutverk kvenna sé að eignast börn og í hverju hjónabandi ættu að verða til börn. Þannig er því þó ekki alltaf farið, stundum hamlar ófrjósemi en einnig kemur til ákvörðun hjóna um að eignast ekki börn. Slíkt virðist ekki vera algengt, a.m.k. ekki á íslandi þar sem frjósemi kvenna er einna mest í Evrópu. Þetta gerir það að verkum að álitið er að ef kona eignast ekki barn í hjónabandi þá hljóti að vera fyrir því líkamlegar ástæður. Barnlaust fólk lendir gjarnan í því að þurfa að svara spurningum um ástæður barnleysis. Hanna hefur ekki verið undanskilin því að vera krafin um svar við því hvort hún ætli ekki að fara að eignast börn. ... [það] er svolítið síðan sem sagt það var fyrst farið að spyrja hvort ég ætlaði ekki að fara að eiga börn og þessi sem sagt samfélagslega eftirfylgni um það að það hlyti þá eitthvað að vera að mér eða eitthvað slíkt og, hérna, það fyrst að, hérna, segja fólki að ég ætlaði ekki að eiga börn var svona eins og að gefa því á kjaftinn. Það virðist koma mörgum spánskt fyrir sjónir ef kona ákveður að eignast ekki börn og samfélagið krefst því skýringa á því hvers vegna sú hefð er rofin. ... það hjálpar rosalega, sko, þetta starf. Ha, að vinna mikið og eitthvað svona, það „já auðvitað, þú hefur ekki tíma, sko“ ... Ef ég ... yrði heimavinnandi þá væri ég viss um að þá væri nú einhver búinn að benda mér á einhverjar ættleiðingarstöðvar. Sterkur persónuleiki Hönnu hefur án efa hjálpað henni að standa við ákvörðun sína og hún segir þrýsting frá fjölskyldu og vinum á barneignir hafa verið lítinn. Barn eða starf í samræðum við Hönnu kom mjög greinilega í Ijós að í hennar huga stæði valið í raun á milli þess að eignast barn eða vinna krefjandi starf. Ég fór mjög snemma að vinna og vinna mjög mikið og vann mig sem sagt upp og tók ábyrgð og, hérna, eitthvað slíkt. Og ég hugsa að ef... ég hefði eignast barn um tvítugt ... þá hefði ég bara tekið þá ábyrgð. Þannig að ég var bara að flytja ... ábyrgðina. Enda er, þú veist, starfið er oft kallað bara litla barnið mitt. Hanna segist ekki hafa getað séð fyrir sér að geta samræmt barnauppeldi og starfsframa enda hefði hún þá gert allt illa, að eigin sögn, og það eigi hún erfitt með að þola. þá ekki getað séð fyrir mér að ég gæti þá verið í uppeldishlutverki iíka. Tók ákvörðun ung Hanna var ung búin að taka þá ákvörðun að eignast ekki börn þó svo hún geti ekki nákvæmlega sagt til um hvenær það var. Hún telur hugmyndina hafa þróast með sér. Ung fór hún að gæta barna og tók á sig mikla ábyrgð sem hugsanlega mótaði þessa ákvörðun hennar. ... þegar maður var búinn að taka þessa ákvörðun fyrst þá, sko, var hún ómeðvituð og ég hef alla tíð sagt bara það, ég var sko mjög ung, að ég ætlaði ekki að eiga börn en ég ætlaði að vera frænkan með stóru nammitöskuna ... Það var náttúrlega bara hlegið að þessu en, hérna, það, þú veist, þetta var ekki ákvörðun sem ég tók þegar ég var 7 7 ára eða 13 ára eða eitthvað þannig en ég segi samt, þetta var komið inn í minn huga... Hanna segir það helsta neikvæða þáttinn við þá ákvörðun, sem hún hefur tekið, að þar með endi hlekkurinn eins og hún orðar það. Það segist hún reyna að bæta upp með því að hafa þeim mun meiri áhrif á þá sem eru í kringum hana, t.d. systrabörn, þ.e. standa sig vel í hlutverki frænkunnar með stóru nammitöskuna. ... 7 flestum tilvikum, þegar það voru karlmenn, var bara auðveldast að segja „nei, veistu það er ekki bara hægt". Og þá, það nægði þeim en við konur að hérna segja: „Ég ætla ekki að eignast börn," að þá vildu þær fá að vita af hverju... Hanna segir viðhorfin þó nokkuð að breytast í þessum efnum og fólk sé farið að sætta sig við að ekki fæðist barn í hverju sambandi karls og konu. Hanna er í krefjandi starfi og það telur hún hjálpa til við að útskýra fyrir fólki að hún geti ekki hugsað sér að eignast börn. Ábyrgð mæðra á börnum er mikil og hlutverk mæðra og feðra oft mismunandi. Hanna ræðir mikið um þessa mismunandi stöðu þegar kemur að ábyrgð á barnauppeldi. Það telur hún koma illa við stöðu kvenna á vinnumarkaði og gera þeim erfitt fyrir með að samræma starf og einkalíf. Hún segist dást að konum sem takist hvort tveggja. ... gagnvart mér þá er þetta þannig að ég gæti ekki átt hvoru tveggja. Og bara er þannig karakter. Og ég valdi þennan, þennan starfsvettvang og, hérna, annað sem að, sem sagt í lífi mínu er og hefði Frelsi og völd Hanna talar nokkuð um að mæður hafi ákveðin völd yfir börnum sínum en hugsanlega minni völd yfir eigin lífi í staðinn. Af því má draga þá ályktun að barnlaus kona, sem er frjáls undan ýmsum skyldum gagnvart börnum, hafi meiri völd yfir eigin lífi. ... [þaðj er ekki einhver hérna [semj kemst ekki í gegnum daginn ef ég gleymi að kaupa Cheerios ... eða eitthvað þannig ... ég er frjálsari við, ég get unnið fram eftir... og get stokkið til útlanda ... Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.