Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 3
Húsabakkaskóli Hvað get ég gert fyrir skólann minn? Sunnudaginn 12. maí, einn af þessum ágætu vordögum, sem líða framhjá í langri nærri óslitinni röð, var múgur og margmenni saman kominn á skólasetrinu Húsabakka. Það voru skólaslit. Samkomusalur skólans var fullsetinn þegar allir voru sestir í stóla, sem setið gátu og afgangurinn á gólfið. Björn skólastjóri Þórleifsson setti samkomuna og hélt ræðu um skólastarfið og til nemendanna og birtum við hluta af henni hér, en verðum plássins vegna að slíta hana mikið sundur. Góðir nemendur, foreldrar, sam- starfsmenn og aðrir gestir. Verið velkomin til skólaslita að Húsa- bakka. Eg tek eftir því núna, að hugmyndaauðgi mín er ekki sérlega mikil. Mér dettur alltaf það sama í hug á þessari stund. Mikið flýgur tímin áfram. Mér finnst ótrúlega stutt síðan börnin, sem eru að kveðja skól- ann fyrir fullt og allt í dag, voru 4 bekkjarnemendur fyrsta haustið mitt á Húsabakka. Að sjálfsögðu sýnist þá ekki langur tíminn síðan kennsla hófst í haust. Þar sem hefðin er sú að hefja skólahald hér skömmu eftir réttir, var skólinn settur 26. sept. sl. haust. I stað þess að setjast strax að námsbókunum voru haldnir starfsdagar við skólann, sem voru í gamni kallaðir „Haustþrælkun ’84“. Eldri nemendur máluðu tréverk á herbergjum sínum í sólgulum lit, svona til að auka birtuna í þeim í skammdeginu. Einnig útbjuggu þeir gluggatjöld fyrir skólastofur. Yngri nemendur máluðu handrið og fleira úti við, hreinsuðu til á lóð og þau yngstu týndu lyng og lauf og settu í krukkur, sem þau máluðu sjálf. Allt þetta starf miðaði að því að gera skólann vistlegri og að því að hvetja nemendur til betri umgengni. Eg er ekki frá því að báðum markmiðum hafi verið náð að einhverju levti. Bleðill 15 ára. Þegar ,þaustþrælkun“ var lokið og nám átti að hefjast, varð ljóst, að skólanum yrði lokað vegna verkfalla opinberra starfs- manna. Skólahald lamaðist því áður en það komst almennilega af stað. Kennsla hófst ekki á ný, fyrr en í lok október og gafst nú skammur tími til náms, áður en jólaundirbúningur hófst. Þrátt fyrir að kennslutími hefði rýrnað mjög, fannst okkur ekki ástæða til að skerða hefð- bundinn jólaundirbúning. Það mikla starf, sem hér fer fram fyrir jólin, er ekki síður lær- dómsríkt og þroskandi, en bóklegt nám. Að venju æfðu nemendur leikþætti, söng og skemmtiatriði til sýninga á litlu jólum. Þá var 15. árgangur Bieðíls gefinn út og var það myndarlegt blað að vanda. En kannski er það mælikvarði á efnahagsástand þjóðarinnar, að sala á blaðinu varð ekki alveg eins mikil og búist hafði verið við. Hvað námsefni snertir, þá var ekki mikið um nýjungar, en þó er alltaf eitthvað nýtt að koma til. Sumt af svona nýjungum er bersýnilega til bóta, en stundum vaknar sú spurning meðal nem- enda, hver tilgangurinn sé með að læra þetta og þetta. Mér er það mjög kært, ef nemendur spyrja slíkra spurninga. Það gefur mér þá tækifæri til nokk- urra prédikana. Allir sjá auð- veldlega kosti þess að kunna að lesa. Svolítil skrift og reikningur geta líka alltaf komið sér vel. En það vefst kannski fyrir mönnum hvers vegna er verið að kynna fyrir þeim bókmenntir, eða að kenna þeim um trúarbrögð í Austurlöndum. Námsefni grunnskóla verður aldrei valið á þann hátt, að hvert atriði komi að beinum notum síðar á lífs- leiðinni. En það er sama hvað kennt er. Allt nám er þjálfum fyrir hugann og æfing í því að læra. Ef menn ætla sér að vinna einhver afrek, þá þarf að þjálfa mikið. Mikið af náminu er einmitt svona þjálfun. Eitt af því erfiðasta við kennarastarfið, er að finna leiðir til að hvetja nemendur til náms og halda þeim við efnið. Suma nemendur þarf raunar aldrei að hvetja. Þeir hafa gaman af að vinna, finna til ánægju við hvern áfanga sem lokið er og hafa til að bera metnað til að gera vel. En það eru hinir, sem eru vanda- málið. Þeir sem á fínu máli eru kallaðir vinnufælnir, er alveg sama hvort þeir standa sig vel eða illa og neita að sjá tilgang með lærdómi. Nú er það aug- ljóst mál, að umhverfi manna hefur mikil áhrif á það hvort þeir fara í langskólanám eða ekki. I borgum sjá menn alls staðar í kring um sig þörfina fyrir menntað starfslið. Hér er umhverfið að sjálfsögðu nokkuð einhæfara, en hefur sams konar áhrif á framtíðaráætlanir og starfshugmyndir. Ég hef oft rekið mig á, að börnin segja: Ég ætla í Búnaðarskóla og verða svo bóndi. Þau átta sig ekki á því að stór systkinahópur getur ekki allur búið á sömu jörð. Þau átta sig kannski ekki heldur á því, hversu ótal marga hluti bóndi þarf að kunna. Hann þarf að vera brot úr líffræðingi vegna búpeningsins og ræktunarinnar. Hann þarf að vera tækni- og vélfræðingur vegna allra hinna flóknu tækja. Hann þarf að vera veðurfræðingur vegna heyskap- arins og viðskiptafræðingur í þokkabót, því hann er með rekstur fyrirtækis á sínum vegum. Þannig mætti sjálfsagt halda áfram. Þið foreldrar úr bændastétt þekkið þetta og eetið Kennarar og starfslið skólans. eflaust komið þessu betur til skila til barnanna. En ég er með þessum orðum aðeins að benda á, að menntun mun alltaf koma til góða og getur sannarlega aldrei skaðað þann sem aflar sér hennar. Endurkoma 8. bekkjar. Eins og allir fylgdust með á síðasta ári, þá var hér tekin upp kennsla í 8. bekk á ný eftir nokkurt hlé. Astæðan fyrir þessari endurkomu 8. bekkjar var aðallega áhugi foreldra, sveitarstjórnar og skólanefndar. Sýndist flestum hagkvæmt í alla staði að hafa þennan bekk hér. Fræðsluyfirvöld voru þessu einnig mjög hlynnt, þar sem það er fjárhagslega hagkvæmara að hafa 7. og 8. bekk saman, en 7. bekk einan. Aðallega er það vegna samkennslunnar. Nú mun marga fýsa að _ heyra hvernig til hefur tekist. Ég held að ég meei fullvrða að kennslu- lega séð hefur þetta heppnast prýðilega. Að vísu þurftum við að samkenna fleiri fög en okkur þótti þægilegt, vegna þess hve tímar voru naumt skammtaðir í haust. Annað mál er það, hvernig það kemur út á vistum, að hafa svona breiðan aldurshóp saman. Það er óneitanlega orðið ansi breitt bil milli 15 ára unglinga og 7 ára barna. Það er líka áberandi bil milli elstu og yngstu íbúa á eldri vistinni einni. í sjálfu sér gat ég ekki séð, að neinir sambúðarörðugleikar stöfuðu af þessu. En ég sá hins vegar, að miklu máli skiptir með hvaða hugarfari elstu börnin koma til skólans. Ef þeim er vistin hér mjög mótfallin og þau telja sig þvinguð til verunnar, er ekki hægt að vænta hagstæðrar útkomu. Þá kemur fljótt upp sá hugsunarháttur, að skólinn eigi að gera eitthvað til að gera þeim vistina ánægjulegri, skemmta þeim eitthvað, veita þeim ein- hver forréttindi. Þau fara að líta á yngri skólafélagana með sama hugarfari. Þessi litlu mega bara passa sig að vera þeim eldri ekki til ama. En það hefur alltaf og alls staðar komið í ljós, að í þessum málum er hver sinnar eigin gæfu smiður. A stað eins og Húsabakka, eins og reyndar öðrum stöðum, þarf og verður hver og einn að leggja sitt af mörkum til að gera lífið ánægju- legt. Með því að vera góður þegn síns skóla og spyrja sjálfan sig: Hvað get ég gert fyrir skólann minn? í stað þess að spyrja alltaf: Hvað getur skólinn gert fyrir mig? Þá er hægt að hafa bætandi áhrif á umhverfið, sem koma manni auðvitað sjálfum til góða. Til efstubekkinga. Elstu nemendum hér er lögð mikil ábyrgð á hendur, hvort sem þeim yngri er það ljúft eða leitt. Þau verða alltaf fyrirmynd þeirra sem yngri eru, hvort sem hegðun þeirra er beint til fyrir- myndar eða ekki. Þið getið öll séð hvað það hefur að segja fyrir allan skólabrag, hvernig elstu nemendurnir eru innstilltir gagnvart stofnuninni, með- bræðrum sínum og umhverfi. Jákvæð viðhorf, hjálpsemi, lífsgleði og alúð þeirra eldri getur breiðst út til allra og gert staðinn að ánægjulegri vistar- veru. Séu viðhorfin hins vegar gagnstæð, er hætt við að ólundin smitist niður eftir öllum aldurs- hópum. Það versta sem við getum svo lent í, er þegar fyrirmyndirnar eru beinlínis andfélagagslegar eignir og verð- mæti og halda yngri börnunum í skefjum með ógnunum og stór- karlalátum. Það er erfitt fyrir okkur kennarana að útskýra fyrir yngstu nemendunum, að fyrirmyndirnar þeirra séu hreint ekki til fyrirmyndar. Þeim yngri er það líka fjarlæg hugsun, að þeirra eigin hegðun geti verið til meiri fyrirmyndar en þeirra eldri. Ábyrgð ykkar elstu nem- endanna er mikil. Skólabragur- inn, andrúmaloftið í skólanum á svo mikið undir afstöðu ykkar og framkomu. Ég ætla að biðja ykkur að melta þetta með ykkur í sumar. Þið getið haft mikil áhrif á það, hversu góður eða slæmur þessi staður er. Myndarlegt fólk þróttmikið skólastarf. Það var mjög gaman að fylgjast með skírteinaafhendingu og virða fyrir sér nemendurna sem gengu upp til skólastjórans og fóru stigsmækkandi eftir því sem neðar kom í aldurárgangana. En allt bráðmyndarlegt fólk og fallið til að auka manni bjart- sýni á framtíð sveitarinnar. Að athöfn lokinni vargestum boðið að skoða vinnusýningar nemenda og sýndi sig þá, að mikið hefur verið unnið í skólanum og handavinna ekki setið á hakanum, svo mikið var þar af fallegum munum bæði klæðnaði og smíðagripum ýmis- konar. Þá buðu nemendur upp á kaffiveitingar til ágóða fyrir ferðasjóð þeirra og var borð- salurinn þéttsetinn enda viður- gerningur með ágætum. Senn 30 ára starf. Það kom fram í máli skólastjóra að á næsta hausti eru liðin 30 ár frá fyrstu skólasetningu á Húsa- bakka. Árgangurinn, sem út- skrifaðist fyrir 20 árum átti þarna fulltrúa, sem afhentu skólanum peningagjöf til tækja- kaupa í þakklætisskyni fyrir gömlu, góðu árin þar. NORÐURSLÓÐ - 3 Yngri nemendur skólans ásamt kennurum, Júlíana Lárusdóttir t. v. og Helga Hauksdóttir t.h.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.