Norðurslóð - 21.05.1985, Side 7

Norðurslóð - 21.05.1985, Side 7
Sundskáli Svarfdæla Sumarstarfið hafið Ýmsir hafa án efa horft neðan frá þjóðveginum upp að Sund- skálanum með sorg í hjarta að undanförnu. Svo afturfarar- legur er hann orðinn á að sjá blessaður, sannkölluð hryggðar- mynd eins og hann blasir við sjónum manna. En ekki er allt sem sýnist og hér koma góðar fréttir. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu við skólaupp- sögn á Húsabakka (sjá frétt) hefur skálinn verið mikið not- aður í vetur við sundkennslu, enda voru gerðar á honum miklar endurbætur í fyrra þ.e.a.s. gluggar endurnýjaðir, loftræsting komið á og raf- hitunin í búningsklefum endur- nýjuð. Auk þess voru höggnar upp og fylltar sprungur á út- veggjum og það eru þær, sem gefa andlit Sundskálans svo elli- legt útlit. Andlitslyfting framundan Nú á þessu ári eiga að vera til ráðstöfunar nokkrirpeningartil að halda áfram þessu góða verki. Allt of litlir peningar að sjálfsögðu, en þó er vonast til að unnt verði fyrir þá að klæða skálann utan með einhverjum viðeigandi plötum og einangra um leið. Vonandi líka að, gera eitthvað fyrir þakið, a.m.k. að mála það, og þá verður aftur gaman að horfa á gamla, hálf- sextuga skálann, sem á sínum tíma og lengi frameftir var stolt og prýði Svarfaðardals. Þess skal getið að viðhalds- kostnaðurinn er að hálfu greiddur af ríkissjóði en hinn helmingurinn að jöfnu af sveitarsjóðum Svarfaðardals- hrepps og Dalvíkurbæjar. Hann er þannig sameignarstofnun byggðarlagsins. A vetrum er hann einvörðungu notaður sem sundkennslustaður Húsabakka- skóla, en á sumrum sem sund- staður fyrir almenning og mikið notaður sem slikur, ekki hvað sæst af ungdóminum á Dalvík og úr sveitinni. Þetta voru góðu fréttirnar og þakkir þeim sem þakkir ber fyrir að Sundskálinn er nú að rísa úröskustónni, svo nú getur enginn sungið með nokkrum sanni það, sem sagt var í nýlegum sveitarbrag og hljóðar svo undir alþekktu sálmalagi: Sundskálinn okkar er sorglegur hnignunarstaður. Sœkir hann enginn, er teljast vill heilvita maður. Myglan þar vex / af mosanum tegundir sex. Veggur hver óeinangraður. Opnað fyrir almenning 19. maí. Þegar þetta blað kemur fyrir manna sjónir hefur skálinn verið opinn fyrir almenning í u.þ.b. eina viku. Opnunartími er sem hér segir. Á sunnudögum kl. 10-12 áhádegi. Á mánudögum kl.8-10 á kvöldin. Á miðvikudögum kl. 8-10 á kvöldin. Auk þess verður hægt að fá skálann leigðan sérstaklega á öðrum tímum, en þá verður að semja um það sérstaklega við skólastjórann á Húsabakka, Björn Þórleifsson eða aðra, sem hann setur fyrir sig þar á staðnum eða í nágrenninu. Sundskálinn á vígsludegi vorið 1929. Skólaslit 1 Tónlistar- skóla Dalvíkur Að ofan: Nemendurspila á blokk- flautu, skólastjórinn C'olin P. Virr leikur undir á gítar. T.v. nemendur ásamt kennurunt Antonía, Colin og Gestur Hjör- leifsson. Dalvíkingar - Nágrannar Sparið bensín og óþarfa slit á hjólbörðum. Vélastillum og stýrisstillum í fullkomnum tækjum. Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir sumar- Bílaverkstæði Dalvíkur. Simi 61200. Frá Dalvíkurskóla Skólaslit verða í Dalvíkurkirkju föstudaginn 24. maí kl. 20.00. Foreldradagur verður sama dag sem hér segir: 4. - 6. bekkur kl. 10.00 - 12.30 forskóli - 3. bekkur kl. 12.30 - 15.00. Skólastjórinn Frá stjórn verkamanna- bústaða Dalvík. KÖNNUN Stjórn verkamannabústaða á Dalvík hefur ákveðið að framkvæma könnun áhúsnæðisþörfá Dalvík, samkvæmt lögum nr. 60 frá 1984. Því er hér með auglýst eftir umsóknum frá væntanlegum umsækjendum um ibúðir í verka- mannabústöðum. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústað er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga lögheimili á Dalvík þegar könnun ferfram. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en sem svarar kr. 307.000,- fyrireinhleypingeða hjón og kr. 28.000,- fyrir hvert barn á fram- færi innan 16 ára aldurs. Með tekjum er átt við heildartekjur umsækjanda - maka hans og barna. Með allar upplýsingar er farið sem trúnaðarmál. Mjög mikilvægter, að allirþeirsem uppfyllafyrr- nefnd skilyrði til kaupa á íbúð í verkamanna- bústöðum og hug hafa á að sækja um íbúðirtaki þátt í könnun þessari svo unnt verði að áætla fjölda nýrra íbúða á næstu árum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Dalvíkurbæjar. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Dalvík 3. maí 1985. Stjórn verkamannabústaða, Dalvik. Auglýsing frá Byggingavörudeild Seljum garðhúsgögn - sólbekki - gólf- dregla - stálhúsgögn - húsgögn frá 3 K. Höfum úrval af teppasýnishornum frá Teppadeild KEA. ÚKE Dalvík ÁBURÐUR: Þeir sem ætla að fá áburð á lóðir eða í garða, eru vinsamlega beðnir að taka hann fyrir 1. júní n.k. Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 9.00-18.00. Ú.K.E. Dalvík. Gleraugu týnd Tapast hafa gleraugu með gylltri umgjörð, líklega útifyrir Svarfdælabúð á Dalvík. Vinsamlega látið vita um fund í síma 61555. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.