Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: SigriðurHafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Biörns Jónssonar Bjart framundan Óneitanlega gætir nú meiri bjartsýni um málefni sjávar- útvegs en verið hefur um skeið. Skilyrði lífs í sjónum er nú önnur og betri en var. Á síðasta ári var mun hærra hitastig sjávar en nokkur ár á undan. Þetta sagði strax til sín í auknum alla svo síðasta ár er með allra mestu aflaárum á íslandsmiðum. Verðlag á erlendum mörkuðum er gott hvað varðar flestar sjávarafurðir. Olía, sem er mjög stór útgjaldaliður fyrir útgerð fer lækkandi á erlendum mörk- uðum, svo segja má að öil ytri skilyrði séu þessari atvinnu- grein hagstæð. Erfiðleikar undanfarinna ára í sjávarútgegi ættu samkvæmt öllu eðlilegu að vera að baki og betri tími f'ramundan. Við skulum vona að svo sé, því mikilvægt er að fyrirtæki í þessari grein fari að styrkjast aftur og fólk sem þar starfar njóti betri launa. Hitt er svo annað, að miklar breytingar eru að verða á íslenskum sjávarútvegi. Breytingar sem vissulega hafa áhrif á hag fyrirtækjanna. Frysting er að færast út á sjóinn um borð í fiskiskipin. Ferskur fiskur er í sókn á erlendum mörkuðum, sem fyrr eða síðar bitnar á hefðbundinni fisk- vinnslu þó sérstaklega frystingunni. Nauðsynlegt er að hvert fyrirtæki og hvert byggðarlag aðlagist þessum breyttu aðstæðum sem fyrst, svo sjávarútvegur verði héreftirsem hingað til þróttmikil atvinnugrein. Sjávarútvegur er horn- steinn þess velferðarþjóðfélags sem hér hefur verið að byggjast upp. Það er því hvergi nauðsynlegra en einmitt þér, að stöðug þróun og uppbygging eigi sér stað. J.A. Álagahvammurinn á Skeggsstöðum. 2 - NORÐURSLÓÐ Alagastaðir í Svarfaðardal I Helgi Hallgrímsson. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Akureyri er lesendum Norður- slóðar af góðu kunnur. í fyrra skrifaði hann mikinn bálk um vættarstaði í nágrenni Dalvíkur og birti blaðið það í hæfilegum skömmtum. Nú hefur Helgi sent okkur aðra syrpu skylda hinni fyrri. En þar sem vættagreinarnar snerust eðlilega mest um huldufólk og aðrar huldar vættir fjalla þessar einkum um álög sem hvila á vissum stöðum, en slíkir staðir kváðu vera sérlega margir hér í Svarfaðardal. Norðurslóð tekur þakksamlega við þessum efnivið og mun birta í þessu og 2-3 næstu blöðum. En gefum nú Helga orðið. Álög eru alþekkt fyrirbæri í þjóðtrú íslendinga og ýmissa annarra þjóða. Við þekkjum þau best úr ævintýrunum. „Legg ég á og mæli ég um..“ er setning sem oft kemur fyrir í þeim. Vissar persónur svo sem galdrakerlingar og flögð höfðu þennan hæfileika í ríkum mæli, svo allt virtist ganga eftir sem þær sögðu. Einkum stunduðu þær að breyta mönnum í dýr, oftast þó tímabundið, og gjarnan lögðu þær líkn með þraut með því að leiðbeina um hvernig menn gætu losnað úr álögunum. Álfkonur lögðu einnig nokkra stund á þessa list og komu oftast fram sem góðu vættirnar í ævin- týrunum, en í þjóðsögum bregður stundum til hins verra, einnig hjá þeim. Var það algengt ef þær reiddust mönnum, og huldufólkið var skapstórt og vant að virðingu sinni. Loks eru þess dæmi, að menn hafi valdið álögum, einkum með viðeigandi kveðskap (ákvæða- vísum), en einnig með um- mælum eða „heitingum“, í reiðiköstum, eða við aðrar sér- stakar aðstæður. Á bak við þetta allt liggur svo ef til vill eldforn trú á mátt hins talaða orðs, er sýnir að orðið var upphaflega eitthvað allt annað og meira, en það er nú á tímum. (Það er varla tilviljun, hvað höfundur Háva- mála leggur mikla áherslu á að segja mönnum að veraorðvarir). Sláttubönn Annars konar álög eru einnig býsna algeng hér á landi, en það eru álög sem tengjast ákveðnum stöðum eða blettum, steinum, hólum o.s.frv, I álögum þessum felst oftast einhverskonar bann við ákveðnum verknaði, þannig að framkvæmd hans hefur viss eftirköst, sem líkja má við refsingu fyrir lagabrot í okkar mannlega samfélagi. Oftast er um að ræða bann við heyskap á staðnum, sláttubann. Sláttubannblettir eru afar al- gengir í vissum landshlutum, svo sem á Norðurlandi vestra og á Vestur- og Suðurlandi. Þeir eru einnig tíðir við Eyjafjörð utanverðan, þ.e. á Siglufirði, Ólafsfirði og Svarfaðardal, en hittast varla innar í héraðinu og vantar nær alveg í Þingeyjar- sýslum báðum, Á Austurlandi er líklega fátt af þeim. (Þetta má ef til vill skýra sem írsk eða keltnesk þjóðtrúaráhrif, sem hafa verið sterkust um sunnan- og vestanvert landið og dreifst svo þaðan, enda eru sláttubönn algeng á írlandi enn í dag). Náskyld sláttubönnum eru bönn við ýmsum öðrum nytjum, svo sem hrísrifi, skógarhöggi eða hvannatekju, og þá eru veiðibönn einnig nokkuð algeng, oftast bundin ákveðnum tjörn- um. Loks eru bönn við grjót- námi ogjarðraski, haugabrotum o.fl. Veðurblettir Sérstæð eru veðurálögin eða veðurblettirnir, sem eru líklega algengasta tegund álagastaða, og dreifðir um allar sveitir. Það er trú manna, að sláttur þessara bletta hafi í för með sér ákveðna veðurbreytingu, sem er sérstök fyrir hvern blett, og getur verið harla mismunandi, hagstæð eða óhagstæð eftir atvikum, en með því að velja blettunum hentugan sláttutíma, má nota álögin sér í hag, og þannig geta bændur á vissan hátt ráðið veðrinu, þar sem nokkur fjölbreytni er í þessum ákvæðum, eins og í Svarfaðar- dal. Yfirleitt er ekki vitað hvernig álagablettir eru til komnir, og fylgir þeim sjaldnast nokkur saga í þá átt. Þeir eru oft tengdir huldufólksbústöðum, einkum sláttubönnin og veiðibönnin, og kemur þá fram, að huldufólkið áskilur sér einkarétt til nýtingar á staðnum, og hefnir fyrir brot á þeim rétti. Verður þá að líta svo á, að huldufólkið valdi álög- unum, enda er það kunnugt að slíkum hæfileika, eins og getið var í upphafi. Brot á álögum bannblettanna eru oft ekkert gamanspaug. Má kalla gott ef sá brotlegi sleppur við smávegis skepnutjón, sem þó er sem betur fer algengast. Til er þó Qöldi sagna, um að álögin hafi hrinið á brota- manninum sjálfum eða fólki hans, jafnvel í ættir fram. Af þessum sökum eru álagablettir stundum feimnismál og við- kvæmt til upprifjunar. Svarfdælsk álög Þau litlu kynni sem ég hef haft af svarfdælskri þjóðtrú benda til að trúin á álagablettina sé þar enn í fullu gildi, a.m.k. meðal eldra fólks, og tíðindum mun það sæta ef menn leika sér að því að brjóta slík bönn. Ef til vill hafa þó flestir það viðhorf, að réttast sé að hætta ekki á neitt slíkt, og hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu efni. Vanhöld á skepnum eru nóg samt, þótt þetta bætist ekki ofan á. Þá er þess að geta, að sláttubann- blettir liggja yfirleitt utan túns, eða eru á stöðum í túni, sem ekki eru aðgengilegir með vélum. Er því að jafnaði ekki mikil freisting að slá þetta bletti nú til dags. Hér á eftir verða taldir þeir álagastaðir í Svarfaðar- dalshreppi, sem mér er kunnugt um úr heimildum eða af við- .tölum við Svarfdælinga heima fyrir og að heiman. Eflaust hafa einhverjir þessara staða samt orðið útundan, og vil ég biðja þá, sem þess verða vísir, að láta mig vita af þeim. (Sleppt er þeim álögum, sem tengjast því að fornir graf- haugar séu rofnir, enda eru þau bæði algeng og þó oftast fremur óákveðin). Hvammurinn á Skeggstöðum Skeggstaðir eru á Austurkjálk- anum, milli Hofsár og Hofsár- kots. Er þar nú lítill eða enginn búskapur. „Litlu neðar en bær- inn stendur, myndast djúp skeifulaga hvilft, allstór, sem heitir Hvammurinn. Honum fylgja þau álög, að þegar hann hefur verið sleginn, koma ævin- lega óþurrkar. Má eiga það víst, að erfiðlega gangi að ná upp þurru heyi þar, og stundum má segja að það hafi verið ómögu- legt. Enga sögn muna menn þó í sambandi við þessi álög.“ (Jóh. Óli Sæmundsson: Örnefni í Eyf., 275.) Umræddur hvammur mun vera beint niður af bænum, eða heldur sunnanvert við hann, og liggur vegurinn nú í gegnum hann. r Alagabollar á Ytra-Hvarfí munu vera tveir, samkvæmt örnefnaskrá Tryggva Jóhannas- sonar bónda þar, og sláttu- bönn á þeim báðum. Annar álagastaðurinn nefnist Þórarins- bolli, og er hann í laut sem gengur inn í Álfhólinn, sem er skammt sunnan og ofan bæjar, og er talinn mikill huldufólks- bústaður. „Þórarinsbolli heitir graslaut í landi Ytra-Hvarfs, sem talið var að eigi mætti slá, utan illt af hlytist. Nafnið mun ekki gamalt því að það er frá því, að Þórarinn nokkur hafði þessi ummæli að engu og sló bollann, án þess að þess yrði vart að nokkur bæri útaf hjá honum þar á eftir. Þetta mun hafa gerst á 19. öld.“ (Jóh. Óli Sæmunds- son: Örnefnasögur (handrit)). Hér er álagabletturinn greini- lega tengdur huldufólksstað, og líklega þannig til kominn, að menn hafa veigrað sér við að heyja í dokkunum, sem ganga upp í Álfhólinn, þótt þar sé eflaust grasgefið. Hefur því í rauninni verið litið á^Álfhólinn sem álagablett, sbr. Álfhólinn í Dæli, sem síðar verður getið. Hinn álagabletturinn í Ytra- Hvarfslandi, er nefndur Álaga- bolli í örnefnaskránni og er hann í hlíðinni út og upp frá bænum, á svonefndum Miðgils- hrygg, ekki langt frá norður- merkjum jarðarinnar. „Heim- ildamaður sló hann þó einu sinni, og varð ekki fyrir öðru tjóni en að brjóta orfið.“ segir í skránni. Samkvæmt þessu virðast álögin á blettunum í Ytra- Hvarfi, ekki vera mjögalvarlegs eðlis, en líka getur verið að skrásetjarinn (Tryggvi) hafi ekki verið mjög trúaður á þessi fyrirbæri, og vilja gera fremur lítið úr þeim. Álfhóll á Ytra-Hvarfi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.